Viðreisn
23.11.2024 | 09:31
Brussel flokkurinn Viðreisn.
Vinstri armur Sjálfstæðisflokksins klauf sig út úr Sjálfstæðisflokknum og stofnaði Viðreisn. Í fyrstu virtist flokkurinn hafa ásýnd um að vera frekar til hægri en vinstri.
En eftir því sem flokkurinn hefur elst, þá kemur í ljós að flokkurinn er bara enn einn vinstriflokkurinn á Íslandi. Lítill munur á Samfylkingu og Viðreisn, þetta eru í raun systurflokkar.
Báðir hafa barist fyrir inngöngu í Evrópusambandið og báðir virðiast bara hafa eina efnahagslausn.....SKATTAHÆKKANIR.
Það er frekar aum lausn.
Enginn talar um að hagræða í ríkisrekstri, einkavæða og minnka ríkisbáknið.
Afhverju er Viðreisn að bjóða sig fram? Flokkurinn virðist ekki til að treysta sér til að stjórna landinu og telur að best að Brussel stjórni okkur.
Hverslags efnahagslausn er það láta að embættismenn í Brussels stjórna Íslandi?
Ísland sé bara hérað í Evrópu og við séum ófær um að stjórna okkur sjálf?
ESB hefur gróflega gengið inn á fullveldi aðildarríkja, heimtað að ríkin taki inn flóttamenn (kvótar). Ríkin eru refsuð ef þau hlýða ekki fáránlegri stefnu ESB.
Núverandi stefna ESB í græningjamálum, loftlags og öðrum aktvístamálum er að keyra Evrópu í gríðarlega kreppu, helfararstefna.
Viðreisn vill að við göngum inn í sökkvandi skip.
Þýskaland að hrynja og þar með ESB, flest ESB ríki eru með 0 eða mínus hagvöxt og Viðreisn vill að við göngum inn í brennandi hús.
https://www.youtube.com/watch?v=RZKthCxD2NQ
Evru þvælan og málflutningur Viðreisnar er rekinn áfram af mikilli vanþekkingu á gjaldmiðlum. Og hver er staða Evrunnar er í dag? Hún á ekki bjarta framtíð. Ég tók fyrir í annarri grein fyrir um gjaldmiðla og þar á meðal Evru ruglið.
BRICS er í mikilli uppsveiflu og ætla sér að slaufa bæði Dollar og Evru.
Evran á ekkert sérstaka tíma framundann. Ekki einu sinni sem varagjaldeyrir og vegna þess að Evrópa er í gríðarlegri hnignun.
Annað sem er að gerast með ESB, er að Serbía er að hugsa núna um BRICS aðild í staðinn fyrir ESB. En Serbía hefur verið ESB umsóknarríki frá því 2009. Líklegt að fleiri ríki eins og Ungverjaland og Slóvakía kljúfi sig út úr ESB í framtíðinni.
ESB mun falla. Bretland er farið.
Furðuleg áhersla Viðreisn á því að koma okkur undir Brussel valdið er einnig óskiljanlegt, því ESB er að hrynja.
Bretland er farið og allt sambandið er í gríðarlegri hnignun.
Þýskaland er t.d. Í stórkostlegri kreppu, og að af-iðnvæðast. Og afhverju er það? Jú, Brussel embættismenn og græningjarnir í Þýskalandi, ákváðu að slaufa á ódýra rússneska orku. Án orku er enginn efnahagur. Þýskaland er í kreppu út því að núna þarf landið að kaupa margfalt dýrari orku og Græningjarnir sáu síðan um að loka kjarnorkuverunum.
Græningjastefna er Brussel er helfararstefna.
Skattleggja á okkur ímyndaða loftlagsvá, og þvinga á okkur reglugerðarfargan.
Þessi helfararstefna er að stórskaða Evrópu.
Og Viðreisn og Samfylking reyndar líka (læðast með veggjum núna).
Vilja koma okkur í þetta ónýta viðskiptasamband.
Ísland á ekki einu sinni að hugsa um ESB aðild, heldur hreinlega að segja okkur úr EES samninginum og gera tvíhliða fríverslunarsamning við ESB. Taka það allra besta úr saminginum og sleppa það sem hentar okkur ekki. Þar með þurfum við ekki að taka við gjaldþrota reglugerðarfargan Brussel embættismanna.
Stefnumál Viðreisnar skv. heimasíðu.
Kíkjum á orkumálin, t.d. Vill Viðreisn setja upp VINDMYLLUR á Íslandi. Og á sama tíma er Viðreisn að tala um vernda náttúruna! Hvernig fer þetta saman?
Kínverjar settu fram á dögunum Thorium kjarnorkuver sem er algjörlega hættulaust. Afhverju ekki að kíkja á það? Nóg af Thorium á Grænlandi. En afhverju vindmyllur, þegar við höfum endalausa orku? Við eigum meira en nóg af orku, næstu aldirnar. Jarðvarmaorku og fallorku. Ísland hefur mesta endurnýjanlega orku
birgðir í Evrópu. Heildar áætlaður möguleiki upp á 55 Twh/ári, en Ísland notar aðeins 8 Twh/ári, Varðandi vindmyllur og sólarorku, þá gerði ég grein og set tengil hér að neðan til að útskýra betur, þá þvælu.
Jafnréttismál talar Viðreisn um, en Ísland hefur verið tilnefnt í 10 ár í röð með mesta jafnrétti í heiminum.
Menntamál hlutinn hjá Viðreisn, hljómar ágætlega, en ekki orð hvernig á að framkvæma þá stefnu?
Ljúkum aðilarviðræðum, er ennþá eitt af aðalmálum Viðreisnar skv. Vefsíðu þeirra. Ég fór hér að ofan afhverju slík stefna er gjaldþrota frá upphafi. Maður fer einfaldlega ekki inn í sökkvandi skip.
Upprætum kynbundið ofbeldi, enn og aftur vísa ég að Ísland er með mesta jafnrétti í heiminum.
Styttum biðlistana, ok, gott mál, enn og aftur, það kemur lítið fram hvernig á að framkvæma slíkt? Ekkert um að leyfa einkaframtakinu að hjálpa til með biðlistana. Skattar þurfa vera hækkaðir. En ekkert í raun hvernig á að framkvæma þetta?
Innanríkismál, sé ekki betur en að Viðreisn vilji flytja inn meira vinnuafl, sem skýtur í skökku í ljósi þess að við erum í Fjórðu iðnbyltingunni, róbótavæðingu og við þurfum færri vinnandi hendur í framtíðini. Að laga orkudreifingu er reyndar ágætt mál. Varðandi trúfélög, grípum aðeins í vefsíðu Viðreisn:
Með breytingum á stjórnarskrá skal tryggja jöfnun atkvæðavægis og einnig jafnræði meðal trú- og lífsskoðunarfélaga með fullum aðskilnaði ríkis og kirkju. Ríkið leggi af úthlutun sóknargjalda og hætti skráningu trúar- og lífsskoðana.
Afar athyglisvert. Ég er reyndar sammála aðskilnað Ríkis og kirkju og raun þarf að banna viss trúfélög, því þau starfa gegn mannréttinda sáttmála stjórnarskráinnar.
Efnahagsmál, einhver froða um að markaðurinn sé mikilvægur, en samt er aðalstefna Viðreisnar að ganga í ESB og það eigi að leysa einhvern vanda að ganga inn í sökkvandi skip? Og hvað segir Viðreisn um skatta?
Viðreisn leggur áherslu á að auka vægi grænna gjalda og auðlindagjalda. Tekjur af þeirri skattlagningu má nýta til að lækka aðra óhagkvæmari skatta.
Í raun er stefna Viðreisn í þá átt að auka afskipti ríkissins. Sem sagt stærra ríkisbákn og það þýðir alltaf hærri skattar og minna einkaframtak.
Græn gjöld er hluti af Græningjastefnu ESB sem er að gera Þýskaland gjaldþrota!
Lausnir á efnahagsmálum er ansi rýr og ég sé bara skattahækkanir boðaðar (græna skatta o.s.frv.). Ekki orð um að minnka ríkismbáknið og skera niður, fyrir utan það að aðskilja ríki og kirkju.
Stefnumál Viðreisnar, eru dæmigerð Sósíaldemokratastefna.
Athyglisvert er að tveir flokkar sem eru mælast stærstir í skoðanakönnunum, Viðreisn og Samfylking, vilja báðir ganga inn í ESB, svo í raun er sjálfstæðisbarátta Íslendinga kominn aftur á dagskrá. Og möguleiki er að við gætum átt á von á aðildarviðræður við ESB að nýju nái þessir flokkar meirihluta. Sem er ansi mikið áfall, miðað við hve slæm efnahagsstaða ESB ríkja eru.
Í staðinn fyrir ESB aðild, þá ættu Íslendingar að segja upp afar óhagstæðum EES samningi og breyta honum yfir í tvíhliðasamning.
Taka það besta úr EES samningum og henda langflestu ónýtu ákvæðunum.
Gera alvöru fríverslunarsamning við ESB og svo BRICS líka.
Framtíðin er klárlega ekki í Brussel og Íslendingar eiga að verja fullveldi sitt.
Heimildir:
Vind og sólarorka:
https://arnarlofts.blog.is/blog/arnarlofts/entry/2305308/
Viðskiptablaðið
https://vb.is/skodun/almannahagsmunir-og-serhagsmunir-thorgerdar/
https://vb.is/skodun/vidreisn-er-ekki-bara-best-ad-segja-ekki-neitt/
Viðreisn krefst inngöngu inn í ESB
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/16/vidreisn_krefst_adildarvidraedna_vid_esb/
Evrópa í skuldakreppu
https://vb.is/frettir/vara-vid-skuldakreppu-a-evrusvaedinu/
Varasamt að ganga í ESB
https://utvarpsaga.is/heimsmalin-mjog-varasamt-fyrir-island-ad-ganga-i-evropusambandid/