Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2024
Viðreisn
23.11.2024 | 09:31
Brussel flokkurinn Viðreisn.
Vinstri armur Sjálfstæðisflokksins klauf sig út úr Sjálfstæðisflokknum og stofnaði Viðreisn. Í fyrstu virtist flokkurinn hafa ásýnd um að vera frekar til hægri en vinstri.
En eftir því sem flokkurinn hefur elst, þá kemur í ljós að flokkurinn er bara enn einn vinstriflokkurinn á Íslandi. Lítill munur á Samfylkingu og Viðreisn, þetta eru í raun systurflokkar.
Báðir hafa barist fyrir inngöngu í Evrópusambandið og báðir virðiast bara hafa eina efnahagslausn.....SKATTAHÆKKANIR.
Það er frekar aum lausn.
Enginn talar um að hagræða í ríkisrekstri, einkavæða og minnka ríkisbáknið.
Afhverju er Viðreisn að bjóða sig fram? Flokkurinn virðist ekki til að treysta sér til að stjórna landinu og telur að best að Brussel stjórni okkur.
Hverslags efnahagslausn er það láta að embættismenn í Brussels stjórna Íslandi?
Ísland sé bara hérað í Evrópu og við séum ófær um að stjórna okkur sjálf?
ESB hefur gróflega gengið inn á fullveldi aðildarríkja, heimtað að ríkin taki inn flóttamenn (kvótar). Ríkin eru refsuð ef þau hlýða ekki fáránlegri stefnu ESB.
Núverandi stefna ESB í græningjamálum, loftlags og öðrum aktvístamálum er að keyra Evrópu í gríðarlega kreppu, helfararstefna.
Viðreisn vill að við göngum inn í sökkvandi skip.
Þýskaland að hrynja og þar með ESB, flest ESB ríki eru með 0 eða mínus hagvöxt og Viðreisn vill að við göngum inn í brennandi hús.
https://www.youtube.com/watch?v=RZKthCxD2NQ
Evru þvælan og málflutningur Viðreisnar er rekinn áfram af mikilli vanþekkingu á gjaldmiðlum. Og hver er staða Evrunnar er í dag? Hún á ekki bjarta framtíð. Ég tók fyrir í annarri grein fyrir um gjaldmiðla og þar á meðal Evru ruglið.
BRICS er í mikilli uppsveiflu og ætla sér að slaufa bæði Dollar og Evru.
Evran á ekkert sérstaka tíma framundann. Ekki einu sinni sem varagjaldeyrir og vegna þess að Evrópa er í gríðarlegri hnignun.
Annað sem er að gerast með ESB, er að Serbía er að hugsa núna um BRICS aðild í staðinn fyrir ESB. En Serbía hefur verið ESB umsóknarríki frá því 2009. Líklegt að fleiri ríki eins og Ungverjaland og Slóvakía kljúfi sig út úr ESB í framtíðinni.
ESB mun falla. Bretland er farið.
Furðuleg áhersla Viðreisn á því að koma okkur undir Brussel valdið er einnig óskiljanlegt, því ESB er að hrynja.
Bretland er farið og allt sambandið er í gríðarlegri hnignun.
Þýskaland er t.d. Í stórkostlegri kreppu, og að af-iðnvæðast. Og afhverju er það? Jú, Brussel embættismenn og græningjarnir í Þýskalandi, ákváðu að slaufa á ódýra rússneska orku. Án orku er enginn efnahagur. Þýskaland er í kreppu út því að núna þarf landið að kaupa margfalt dýrari orku og Græningjarnir sáu síðan um að loka kjarnorkuverunum.
Græningjastefna er Brussel er helfararstefna.
Skattleggja á okkur ímyndaða loftlagsvá, og þvinga á okkur reglugerðarfargan.
Þessi helfararstefna er að stórskaða Evrópu.
Og Viðreisn og Samfylking reyndar líka (læðast með veggjum núna).
Vilja koma okkur í þetta ónýta viðskiptasamband.
Ísland á ekki einu sinni að hugsa um ESB aðild, heldur hreinlega að segja okkur úr EES samninginum og gera tvíhliða fríverslunarsamning við ESB. Taka það allra besta úr saminginum og sleppa það sem hentar okkur ekki. Þar með þurfum við ekki að taka við gjaldþrota reglugerðarfargan Brussel embættismanna.
Stefnumál Viðreisnar skv. heimasíðu.
Kíkjum á orkumálin, t.d. Vill Viðreisn setja upp VINDMYLLUR á Íslandi. Og á sama tíma er Viðreisn að tala um vernda náttúruna! Hvernig fer þetta saman?
Kínverjar settu fram á dögunum Thorium kjarnorkuver sem er algjörlega hættulaust. Afhverju ekki að kíkja á það? Nóg af Thorium á Grænlandi. En afhverju vindmyllur, þegar við höfum endalausa orku? Við eigum meira en nóg af orku, næstu aldirnar. Jarðvarmaorku og fallorku. Ísland hefur mesta endurnýjanlega orku
birgðir í Evrópu. Heildar áætlaður möguleiki upp á 55 Twh/ári, en Ísland notar aðeins 8 Twh/ári, Varðandi vindmyllur og sólarorku, þá gerði ég grein og set tengil hér að neðan til að útskýra betur, þá þvælu.
Jafnréttismál talar Viðreisn um, en Ísland hefur verið tilnefnt í 10 ár í röð með mesta jafnrétti í heiminum.
Menntamál hlutinn hjá Viðreisn, hljómar ágætlega, en ekki orð hvernig á að framkvæma þá stefnu?
Ljúkum aðilarviðræðum, er ennþá eitt af aðalmálum Viðreisnar skv. Vefsíðu þeirra. Ég fór hér að ofan afhverju slík stefna er gjaldþrota frá upphafi. Maður fer einfaldlega ekki inn í sökkvandi skip.
Upprætum kynbundið ofbeldi, enn og aftur vísa ég að Ísland er með mesta jafnrétti í heiminum.
Styttum biðlistana, ok, gott mál, enn og aftur, það kemur lítið fram hvernig á að framkvæma slíkt? Ekkert um að leyfa einkaframtakinu að hjálpa til með biðlistana. Skattar þurfa vera hækkaðir. En ekkert í raun hvernig á að framkvæma þetta?
Innanríkismál, sé ekki betur en að Viðreisn vilji flytja inn meira vinnuafl, sem skýtur í skökku í ljósi þess að við erum í Fjórðu iðnbyltingunni, róbótavæðingu og við þurfum færri vinnandi hendur í framtíðini. Að laga orkudreifingu er reyndar ágætt mál. Varðandi trúfélög, grípum aðeins í vefsíðu Viðreisn:
Með breytingum á stjórnarskrá skal tryggja jöfnun atkvæðavægis og einnig jafnræði meðal trú- og lífsskoðunarfélaga með fullum aðskilnaði ríkis og kirkju. Ríkið leggi af úthlutun sóknargjalda og hætti skráningu trúar- og lífsskoðana.
Afar athyglisvert. Ég er reyndar sammála aðskilnað Ríkis og kirkju og raun þarf að banna viss trúfélög, því þau starfa gegn mannréttinda sáttmála stjórnarskráinnar.
Efnahagsmál, einhver froða um að markaðurinn sé mikilvægur, en samt er aðalstefna Viðreisnar að ganga í ESB og það eigi að leysa einhvern vanda að ganga inn í sökkvandi skip? Og hvað segir Viðreisn um skatta?
Viðreisn leggur áherslu á að auka vægi grænna gjalda og auðlindagjalda. Tekjur af þeirri skattlagningu má nýta til að lækka aðra óhagkvæmari skatta.
Í raun er stefna Viðreisn í þá átt að auka afskipti ríkissins. Sem sagt stærra ríkisbákn og það þýðir alltaf hærri skattar og minna einkaframtak.
Græn gjöld er hluti af Græningjastefnu ESB sem er að gera Þýskaland gjaldþrota!
Lausnir á efnahagsmálum er ansi rýr og ég sé bara skattahækkanir boðaðar (græna skatta o.s.frv.). Ekki orð um að minnka ríkismbáknið og skera niður, fyrir utan það að aðskilja ríki og kirkju.
Stefnumál Viðreisnar, eru dæmigerð Sósíaldemokratastefna.
Athyglisvert er að tveir flokkar sem eru mælast stærstir í skoðanakönnunum, Viðreisn og Samfylking, vilja báðir ganga inn í ESB, svo í raun er sjálfstæðisbarátta Íslendinga kominn aftur á dagskrá. Og möguleiki er að við gætum átt á von á aðildarviðræður við ESB að nýju nái þessir flokkar meirihluta. Sem er ansi mikið áfall, miðað við hve slæm efnahagsstaða ESB ríkja eru.
Í staðinn fyrir ESB aðild, þá ættu Íslendingar að segja upp afar óhagstæðum EES samningi og breyta honum yfir í tvíhliðasamning.
Taka það besta úr EES samningum og henda langflestu ónýtu ákvæðunum.
Gera alvöru fríverslunarsamning við ESB og svo BRICS líka.
Framtíðin er klárlega ekki í Brussel og Íslendingar eiga að verja fullveldi sitt.
Heimildir:
Vind og sólarorka:
https://arnarlofts.blog.is/blog/arnarlofts/entry/2305308/
Viðskiptablaðið
https://vb.is/skodun/almannahagsmunir-og-serhagsmunir-thorgerdar/
https://vb.is/skodun/vidreisn-er-ekki-bara-best-ad-segja-ekki-neitt/
Viðreisn krefst inngöngu inn í ESB
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/16/vidreisn_krefst_adildarvidraedna_vid_esb/
Evrópa í skuldakreppu
https://vb.is/frettir/vara-vid-skuldakreppu-a-evrusvaedinu/
Varasamt að ganga í ESB
https://utvarpsaga.is/heimsmalin-mjog-varasamt-fyrir-island-ad-ganga-i-evropusambandid/
Píratar
22.11.2024 | 00:00
Ég ætlaði upphaflega að fjalla ítarlega um stefnu flokksins.
En komst að þeirri niðurstöðu, að flokkurinn hefur engar efnahagslausnir og umfjöllun því tímaeyðsla.
Flokkurinn er of róttækur til að vera í stjórnarsamstarfi með öðrum flokkum og óstjórntækur. Þannig að það er tímaeyðsla að fjalla meira um Pírata.
Flokkur fólksins
21.11.2024 | 08:24
Hefur verið eins mannsflokkur, sem hefur byggst utan um eina manneskju, Ingu Sæland. Flokkurinn telst vinstriflokkur. Helsti munurinn er þó að hann leggur áherslu á að hafa sterk landamæri, en án landamæra hrynur velferðarkerfið og að Íslendingar eigi að vera í forgangi.
Ég skoðaði heimasíðu flokksins og hersluáherslumál.
Hættum að skattleggja fátækt
Húsnæði fyrir alla
Mannúðlegt almannatryggingakerfi
Áhyggjulaust ævikvöld fyrir eldra fólk
Bætt heilbrigðisþjónusta fyrir alla
Þjóðin skal njóta auðlinda sinna
Skynsamleg menntastefna
Ábyrgð í málefnum hælisleitenda
Eflum strandveiðar
Eflum efnahagsstjórn landsins
Grípum aðeins í efnahagsaðgerðir sem eru aðalatriðið, því það þarf pening til a framkvæma hlutina.
Drögum úr óþarfa útgjöldum ríkisins, svo sem kaupum á dýru skrifstofuhúsnæði og starfshópavæðingu hins opinbera.
Spörum fjármuni með því að einfalda verkferla hins opinbera og nýta húsnæði sem hentar, í stað þess að leigja dýrasta húsnæðið á markaðnum.
Við höfum sýnt það í verki að við stöndum gegn bruðli og sjálftöku í rekstri hins opinbera:
Við sögðum nei við sölu ríkisins á Íslandsbanka
Við sögðum nei við hækkun krónutölugjalda á tímum verðbólgu
Við sögðum nei við lækkun bankaskattsins
Við sögðum nei við styrkjum til einkarekinna fjölmiðla
Drögum úr óþarfa skriffinnskukröfum ríkisins sem gera einyrkjum, smærri- og meðalstórum fyrirtækjum erfiðara að reka eigin starfsemi.
Hækkum bankaskattinn og sækjum fé þangað sem nóg er af því fyrir.
Sem sagt áherslurnar eru ansi vinstrisinnaðar, en þó með hægriáherslum, eins og t.d. Að minnka ríkisbáknið, og hætta fjölmiðlastyrki,
En afhverju má ekki fara leið Miðflokksins með því að gefa öllum landsmönnum hlutafé í Íslandsbanka, í staðinn fyrir að selja hlutinn á markaði? Hver fjölskyldi fengi þannig eign allt að 350.000 og margir fengu inneign í fyrsta sinn á ævinni. Ég kom reyndar með þessa hugmynd fyrir mörgum árum síðan.
Þegar litið er yfir loforðalistann sem er dæmigerður fyrir vinstriflokk, þá sé ég ekki margar lausnir til að fjármagna loforðin.
En margt þó mikilu betra en hinir vinstriflokkarnir sem hafa bara tvær lausnir, skattahækkanir og ganga í ESB.
Flokkur fólksins leggur áherslu á að minnka ríkisbáknið, og við komust ansi langt, bara með þá aðgerð.
Flokkur fólksins sýnist mér vera skársti vinstriflokkurinn sem býður fram.
Að hækka skatta og ganga í ESB eru nkl. Engar lausnir heldur skapa vandamál.
Og það vantar eins og hjá öllum vinstriflokkum, áherslur um að efla frumkvöðlastarfsemi, leyfa einkaframtakinu að blómstra og stækka kökuna.
En án einkaframtaksins, verður velferðarkerfið ekki fjármagnað.
Svíar áttuðu sig á því á áttunda áratugnum að þeir höfðu skattlagt einkaframtakið í gjaldþrot og sneru við blaðinu og frumkvöðlastarfsemi hefur verið sterkt þar síðann.
Ríkið fjármagnar ekki heilbrigðiskerfið, það er einkaframtakið sem skapar verðmæti og þannig koma peningar inn í Velferðarkerfið.
Heimildir:
Skattaheimta á banka með því hæsta í Evrópu
https://vb.is/frettir/skattheimta-margfalt-haerri-en-i-evropu/
Sósíalistaflokkur Íslands
20.11.2024 | 09:04
Það er tímaeyðsla, að fjalla um stefnu flokksins. Karl Marx kommúnista stefnan er löngu dauð og á að vera kominn í gleymslu eða bara stutt setning í sögubókunum.
Flokkurinn hefur engar efnahagslausnir.
Flokkurinn er of róttækur til að vera í stjórnarsamstarfi með öðrum flokkum og óstjórntækur.
Munum......
SÓSÍALISMINN TAPAÐI HAGFRÆÐINNI....
Sjálfstæðisflokkurinn
19.11.2024 | 09:37
Er líklega best þekkti flokkur á Íslandi og hefur verið sá stærsti frá upphafi.
En núna benda kannanir að flokkurinn sé í mikilli hnignun.
Flokkurinn á glæsta sögu að baki og í gegnum hann, þá hefur hann varið okkur að bestu gegn Sósíalisma bölinu með sinn eyðileggjingarmátt.
Flokkurinn var stofnaður sem flokkur sem berðist fyrir sjálfstæði Íslands, en Ísland var undir yfirráðum Dana, þegar hann var stofnaður. Grípum aðeins í texta á heimasíðu flokksins:
Saga Sjálfstæðisflokksins saga frelsis og þjóðar
Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 25. maí 1929 við samruna Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Fyrsti formaður flokksins var Jón Þorláksson, verkfræðingur og síðar borgarstjóri í Reykjavík. Hann gegndi því embætti til 1934 þegar Ólafur Thors tók við. Því næst var formaður dr. Bjarni Benediktsson 1961-1970, þá Jóhann Hafstein til 1973, næstur Geir Hallgrímsson til 1983, Þorsteinn Pálsson til 1991, Davíð Oddsson til 2005 og Geir H. Haarde var formaður Sjálfstæðisflokksins frá 2005-2009. Bjarni Benediktsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 29. mars 2009. Hann var endurkjörinn formaður á landsfundum 2010, 2011, 2013, 2015, 2018 og 2022.
Flokkurinn hefur talið sig verið flokk allra stétta, en með markaðsívafi og áherslur.
Þetta reyndist flokknum afar afar farsælt.
XD var með að allt að 40% fylgi og réði t.d. Borginni í áratugi og borgin blómstraði.
Í gegnum Sjálfstæðisflokkinn, hefur Ísland blómstrað, fyrir utan hrunið 2008. En þá var Sjálfstæðisflokkurinn einmitt í samstarfi með Samfylkingunni. Og svo aftur fór XD í samstarf við vinstriflokkinn VG, sem einnig reyndist samstarfið illa.
Samstarf flokksins við vinstri flokka hefur ekki reynst vel, frekar átt samleið með miðjuflokkum.
Afhverju er flokkurinn að mælast svona illa í síðustu könnunum?
Í fyrsta lagi ber að taka skoðanakannanir með fyrirvara og þær geta einnig verið stefnumótandi og haft áhrif.En alltaf ber að taka skoðanakannanir með fyrirvara.
7-8 ára samstarf við vinstrilokkinn, Vinstri Græna hefur valdið mikilli stöðnun á stefnu Sjálfstæðisflokksins. VG er græningjaflokkur og langt til vinstri.
Minnir ansi mikið á Þýskland og svo slæm áhrif það hefur verið að hafa græningjaflokk í ríkistjórn. Þýskaland er í af-iðnvæðingu og í griðarlegri kreppu.
XD leyfði VG að ráða of miklu og gaf eftir í stefnumálum sínum.
Eins og t.d. Landamærin og orkuuppbygging. En VG hefur svo til lokað á nýjar virkjanir með reglugerðarfargan og Ísland á leið í orkukreppu. Nkl. Sama og gerðist í Þýskalandi. Þar verið var að loka á kjarnorkuver og loka á rússneska orku. Allt verk Græningjanna.
Helsta ástæða þess að XD er að fara illa úr könnunum er sem sagt að kjósendur flokksins, finnst forystan hafi farið of langt til vinstri og leyft VG að ráða of miklu.
Ekki var tekið á landamærunum, og ekki hefur verið virkjað. Síðan var utanríkisstefnan, sem hefur verið hroðaleg, t.d. Var rússneski sendiherrann rekinn úr landi, sendiráðinu í Moskvu lokað og í raun var stjórnmálasambandi við Rússland slitið, sama hvað menn reyna að segja annað. Millarðar sendir til Úkraínu sem er eitt það spilltasta land í heimi og peningarnir enda í vopnakaupum.
Síðann var það orkupakkarnir. Þeir hafa verið keyrðir í gegn, þrátt mikil andmæli flokksmanna. Sem sagt forystan hlustaði ekki á grasrótina og flokksmenn.
Margur Sjálfstæðismaðurinn varð afar reiður.
Helstu ástæður reiði eru: Stjórnlaus landamæri, lítið virkjað, Orkupakkarnir og nú það síðasta er fáránleg bókun 35. Skattar hafa ekki lækkað og ríkisbáknið stækkað (hallafjárlög í mörg ár í röð).
En núna á síðustu mánuðum, hefur flokksforystan reynt að leiðrétta vinstrisveifluna. Boðaðar hafa verið hert lög og stefnu í innflytjendamálum og flokkurinn vill núna minnka reglugerðarfargan í orkumálum. Og það mikilvægasta er að flokkurinn vill koma í veg fyrir skattahækkanir og helst lækka skatta.
Flokkurinn mætti taka Bókun 35 af dagskrá, tala við Rússa og þá er þetta komið.
Þá væri flokkurinn kominn á rétta leið.
Hvað á hægri flokkur að gera?
Lækka skatta
Minnka ríkisbáknið
Minnka reglugerðarfargan
Verja sjálfstæði þjóðarinnar
Verja frelsi einstaklingsins
Tryggja frjálsan markað
Sjálfstæðisflokkurinn getur þetta alveg, hann þarf bara að forðast samstarf við vinstriflokk.
Langflestir vinstriflokkarnir eru að boða aukin ríkisútgjöld, skattahækkanir og reglugerðarfargan. Þegar kjósendur átta sig á hvað þeir eru að fara að kjósa yfir sig. Þá mun mikið óánægjufylgi snúa til baka og flokkurinn gæti náð varnarsigur.
Það er býsna skrítið að upplifa, að þegar hægribylgja fer yfir heiminn, Bandaríkinn t.d. Og kosningasigur hægriflokka nýverið í Evrópu og rísandi fylgi þeirra.
Að á Íslandi, blasir við vinstristjórn.
Vinstristjórn þýðir:
Skattaokur, reglugerðarfargan, skuldasöfnun, hnignun, rétttrúnaðarstefna í orkupmálum, opin landamæri og jafnvel innganga inn í ESB, en tveir stærstu flokkarnir í mælingum boða inngöngu inn í ESB, þ.e.a.s. Viðreisn og Samfylking...
Svo að sjálfstæðisbarátta er ennþá í gangi.
Því miður er enginn flokkur að tala um að fara úr EES og breyta samninginum í tvíhliða fríverslunarsamning, enginn að tala um fríverslun og nánari viðskipti við BRICS blokkina. Eða fríverslunarsamninga yfirhöfuð.
En Sjálfstæðisflokkurinn má þó eiga það hann gerði fríverslunarsamning við Kína og Indland. Og EFTA er fríverslunarsamband sem hefur gert marga samninga og er með marga samninga í gangi.
Mér finnst vera afar líklegt breytt verði um forystu á næsta flokksþingi í febrúar. Alveg sama hver útkoman verður úr næstu kosningum.
Sjálfstæðisflokkurinn á í raun allt það besta skilið, sé litið til langrar sögu hans og hvar Ísland er statt í dag.
Ég held áfram á næstu dögum að taka fyrir flokkanna og næst eru það Sósíalistaflokkarnir.
Heimildir:
https://xd.is/um-flokkinn/saga-flokksins/
Miðflokkurinn
17.11.2024 | 09:57
Markaðssinnaði Miðflokkurinn er í raun eini hægriflokkur á Íslandi þrátt fyrir nafnið, ásamt Lýðræðisflokknum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt öll einkenni Sósíaldemokrataflokks. Ég hef trú á að XD breyti um stefnu eftir skell í þessum kosningum.
En það er víst Miðflokkurinn með sitt miðju nafn sem heldur uppi merki hægristefnunnar.
Hvernig skilgreini ég hægriflokk?
Hvað á hægri flokkur að gera?
Lækka skatta
Minnka ríkisbáknið
Minnka reglugerðarfargan
Verja sjálfstæði þjóðarinnar
Verja frelsi einstaklingsins
Tryggja frjálsan markað
Og hver er stefna Miðflokksins?
Kíkjum á heimasíðu þeirra?
https://midflokkurinn.is/kosningar2024/kosningaaherslur
Húsnæðismál.
Flokkurinn leggur áherslu á séreignarstefnu, þannig að allir geti eignast eigið húsnæði. Að vera á leigumarkaðinum er ansi brútalt.
Innflytjendamál:
Við ætlum að koma böndum á stjórnleysið sem ríkir á landamærunum og skrifa ný útlendingalög frá grunni. Það á enginn að koma til Íslands í leit að hæli. Við eigum að bjóða fólki í neyð til landsins og hjálpa því að aðlagast íslenskri menningu og samfélagi. Við eigum líka að hjálpa fólki í neyð á þeirra nærsvæðum. Þannig hjálpum við fleirum.
Fjármálakerfið:
Miðflokkurinn vill afhenda almenningi í landinu, raunverulegum eigendum Íslandsbankanka, sinn hlut í bankanum beint. Þar með fengi hver íslenskur ríkisborgari eignarhlut sinn til ráðstöfunar. Aðgerðin stuðlar að virkari hlutabréfamarkaði og eykur möguleika fólks á að fjárfesta í verðmætasköpun.
Ríkisfjármál:
Lækka skatta!!!!
Við ætlum að ná tökum á ríkisfjármálunum hratt og örugglega við ætlum að spara og lækka skatta. Ýta undir einkaframtakið og verðmætasköpun í landinu og hætta kostnaðarsömum ríkisaðgerðum sem engu skila. Fjárlög ríkisins verða hallalaus í fyrstu atrennu sem mun leiða til hraðari lækkun vaxta og verðbólgu. Við höfum gert þetta allt áður og ætlum að gera þetta aftur.
Sigmundur hefur sýnt að hann er ansi klókur í fjármálum, eins og t.d. Hvernig hann sneri á erlendu hrægammasjóðina og margar frumlegar hugmyndir komið frá honum.
Samgöngumál:
Við ætlum að setja Sundabraut í algjöran forgang þannig að framkvæmdir geti hafist sem fyrst, enda arðbærasta samgönguframkvæmd á landinu. Staða þjóðvegakerfisins er orðin grafalvarleg vegna viðvarandi viðhaldsleysis. Við ætlum að bregðast við því og fara að framkvæma.
Orkumál:
Aðgengi að nægu rafmagni á hagstæðu verði er ein meginforsenda verðmætasköpunar á Íslandi. Það er kominn tími til að rjúfa kyrrstöðu síðustu ára í orkumálum. Við ætlum að setja sérlög um virkjanakosti í nýtingarflokki rammaáætlunar og ganga í verkin. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Öll stefna Miðflokksins, bendir til markaðssinnaðs hægriflokks.
Nái hann stefnumálum sínum fram, þá á Íslands ansi bjarta framtíð.
Flokkurinn hefur einnig náð að laða til sín hæfa frambjóðendur, eins og t.d. Snorri Másson, sem virðist vita hvað hann er að gera og segja og lætur ekki slá sig út af laginu.
Sigríður Andersen var líka afar sterkur leikur. Sigríður og Snorri eru oddvitar í Reykjavík norður og suður. Svo Reykjavík á eftir að koma rosalega sterkt út.
Karl Gauti er oddviti í Suðurkjördæmi og hann kenndi mér Karate á sínum tíma.
Bergþór er oddiviti Kragans.
Og Sigmundur Davíð er í Norð austurkjördæmi.
Fyrir markaðssinnað hægrifólk, þá höfum við átt erfiða tíma.
Allt of lengi hefur Sósíaldemokratisma stefna ráðið ríkjum.
Sem þýðir skattaokur, hallafjárlög og skuldasöfnun og of stórt ríkisbákn.
Eftir að hafa skoðað stefnu Miðflokksins, þá sýnist mér við vera komin með markaðssinnaðan hægriflokk!
Flokkurinn leggur mikla áherslu á SKATTALÆKKANIR og hallalaus fjárlög (sem þýðir minna ríkisbákn).
Byggðastefna Miðflokksins fer undir kjörorðinu Ísland allt
Miðflokkurinn leggur áherslu á heildstæða stefnu á öllum sviðum samfélagsins með það að markmiði að nýta kosti landsins alls og renna traustum stoðum undir byggðirnar hringinn í kringum landið. Þar skipta m.a. samgöngumálin gríðarlega miklu máli eins og vegir, brýr, jarðgöng, hafnir og flugvellir auk fjarskipta
Merkilegt hve lítið er talað er um byggðastefnu í kosningabaráttunni, þá helst XM og XL. Sem gera það.
https://midflokkurinn.is/stefna/byggdastefna-island-allt
Ég bara man bara ekki hvenær við höfðum alvöru hægristefnu hérna?"
Kannski í gamla daga þegar Sjálfstæðisflokkurinn var með grunngildi sín og 40% fylgi.
Miðflokkurinn hefur verið í mikilli sókn og á sennilega mikið inni, og ég spái frá 15-20% fylgi, þegar kjósendur átta sig að þeir vilja ekki skattaokur, hallalaus fjárlög og minna ríkisbákn.
Heimildir:
Lýðræðisflokkurinn
16.11.2024 | 09:59
Ætla að fjalla um flokkana sem bjóða sig fram í næstu bloggum og byrja á Lýðræðisflokknum.
XL er nýr flokkur að bjóða sig fram. Flokkurinn gefur sig út að vera hægriflokkur.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur eiginlega aldrei gefið það út hreint að hann sé hreinn hægriflokkur...heldur einskonar breiðfylking allra landsmanna, með markaðsívafi.
En hann hefur á síðustu árum farið allt of langt til vinstri. Miðflokkurinn er að nafninu til miðflokkur....en virðist vera hægri megin við miðjuásinn og telst vera hægriflokkur skv. Mínu mati.
Svo er það Lýðræðisflokkurinn, eini flokkurinn sem sver sig til hægristefnuna?
Skoðum heimasíðu þeirra...
Flokkurinn fer fram með 12 áherslur.
Með breytingum á leikreglum íslensks peningamarkaðar verði almenningi og fyrirtækjum tryggð sambærileg vaxtakjör og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Með þessum hætti tryggjum við áður óþekktan stöðugleika og fyrirsjáanleika fyrir landsmenn alla.
Fjárlög verði hallalaus og skuldir ríkisins greiddar niður með markvissum hætti. Samtímis verði umsvif ríkisins dregin stórlega saman og skattar, tollar og opinber gjöld lækki í kjölfarið. Öll fjármálaumsýsla ríkisins verði endurskoðuð til ábyrgðar, sparnaðar og hagræðingar.
Landsvirkjun og Landsnet verði áfram í eigu ríkisins. Hraðað verði uppbyggingu skynsamlegra virkjanakosta, þ.e. fallvatna og jarðvarma.
Alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins verði teknar til endurskoðunar, einkum EES-samningurinn og loftslagssamningar. Árétta verður tvíeðli íslensks réttar og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. Hafna ber orkupökkum ESB.
Fjárframlög til óhagnaðardrifinnar starfsemi á sviði menningar, lista og íþrótta verði ákveðin af skattborgurum í stað stjórnmálamanna með því að veita skattafslátt af slíkum framlögum. Telji menn þörf á að færa til fjármuni á milli borgara geta þeir nýtt til þess félög til almannaheilla í stað þess að ríki beiti valdi við slíkar tilfærslur.
Tryggja verður sjálfbæra og arðbæra nýtingu allra náttúruauðlinda. Aðgangstakmarkanir eru því óhjákvæmilegar. Ríkið sem eigandi náttúruauðlinda innheimti gjöld sem tryggi eðlilegt endurgjald fyrir nýtinguna. Ríkið standi ekki í vegi fyrir olíuleit í efnahagslögsögu Íslands.
Einstaklingsfrelsi er kjarninn í stefnu Lýðræðisflokksins. Við lagasetningu skal ávallt spyrja lykilspurningarinnar: Er einstaklingsfrelsi aukið eða minnkað með þessum lögum?
Horfið verði frá áformum um borgarlínu og önnur verkefni sem hafa farið langt fram úr kostnaðaráætlunum. Einkaframtak verði nýtt til að greiða fyrir samgöngum og tryggja öryggi vegfarenda. Sundabraut fái forgang um framkvæmd. Sveitarfélögum verði gert skylt að tryggja nægilegt lóðaframboð og byggingareglugerð verði einfölduð.
Opinber þjónusta, þ.m.t. heilbrigðisþjónusta og menntun barna, verði betur tryggð með skynsamlegri blöndu opinbers rekstrar og einkarekstrar. Menntun í grunnskólum landsins verði bætt með áherslu á lestur, skrift og reikning. Skólagjöld, sem endurspegla raunverulegan kostnað, verði innheimt á háskólastigi. Auka þarf aðgengi að verknámi.
Skerðingar á lífeyri vegna tekna verða afnumdar. Ríkið á ekki að standa í vegi fyrir því að þeir vinni sem það geta.
Tekið verði fastar á glæpamönnum með þyngri refsingum fyrir ofbeldisglæpi og betri fjármögnun og heimildum lögreglu.
Full stjórn á landamærunum. Hæliskerfið verður lagt niður og eingöngu tekið á móti viðráðanlegum fjölda kvótaflóttamanna. Innheimt verði komugjald af ferðamönnum. Útlendingum sem hlotið hafa dóm vegna afbrota skal vísað úr landi.
Gott og vel, allt er þetta í átt til einstaklingsfrelsis og markaðshagkerfi.
Það sem ég er ánægður með að talað er um að tekið sé á ríkisbákninu. Ég vil að sett sé skilvirknisnefnd svipað og Elon Musk og Trump ætla að gera til að taka á ríkisbákninu.
Síðann vantar áherslu að við innleiðum persónukjör og þjóðaratkvæðagreiðslur.
Persónukjör, þjóðaratkvæðagreiðslur og minnka ríkisbákn er eitthvað sem við þurfum að fara líta til.
Hvað á hægri flokkur að gera?
Lækka skatta
Minnka ríkisbáknið
Minnka reglugerðarfargan
Verja sjálfstæði þjóðarinnar
Verja frelsi einstaklingsins
Tryggja frjálsan markað
Allt er þetta í stefnu flokksins. Síðann er það eitt sem engir flokkar eru að tala um?
Hver er utanríkisstefna íslenskra stjórnmálaflokka?
Ætla þeir að taka upp samskipti við Rússa sem leiða BRICS blokkina og þar með hálfann heiminn? Reyndar talaði Arnar Þór um að ekki eigi að senda peninga til Úkraínu sem notaðir yrðu í vopnakaup. Enda á Ísland aldrei að fjármagna vopnakaup.
Ég veit ekki hve mikið fjármagn hefur verið sent til Úkraínu? Hef heyrt töluna 20 milljarða eða á góðri leið með útborgun í Sundabraut.
Og hvar er talið um fríverslunarsamninga?
Lýðræðisflokkurinn talar um skattalækkanir.
Skattalækkanir á alltaf að vera forgangsatriði fyrir hægriflokk.
Heimasíða Lýðræðisflokksins er afar góð og skilmerkileg, en mér finnst margar heimasíður stjórnmálaflokkana vera óaðgengilegar og það vanti betur að útskýra stefnu. Eða er það kannski viljandi? Að vissir flokkar hafi ekki stefnu?
Lýðræðisflokkur er nýr flokkur og það er alltaf erfitt að koma nýjir inn og ná 5-6% markinu, sem gefur þingsæti. Það getur þó verið ef vel er haldið á spöðunum að flokkurinn nái því? Veit það ekki.
Hinsvegar er raunhæft að ná 2.5% markið til að fá ríkisflokkastyrk og þaðan er hægt að vinna sig upp í næstu kosningum eða sveitarstjórnarkosningum.
Mér sýnist þó flokkinn vel geta náð 5% markinu.
Og mín niðurstaða að flokkurinn er hægriflokkur.
Ég tek svo fyrir næsta flokk sem er Miðflokkur í næstu grein
Heimildir:
12 áherslur:
https://lydraedisflokkurinn.is/12-aherslur/
Hérna er svo stefnan:
https://lydraedisflokkurinn.is/stefna/
Javier Milei Donald Trump
15.11.2024 | 10:21
Eru tveir fremstu hægrimenn í heimi. Báðar hafa þeir tekið við gjaldþrota búi vinstri manna. Bandaríkin eru ekki lengur allsráðandi heimsveldi og eru með 35 Trilljarða skuldir, 1,2 Trilljarða vexti og 1,7 Trilljarða viðskiptahalli. Gjaldþrota bú Demokrata. Og í Argentínu, var þetta jafnvel enn verra. Landið er í fátækt.
En núna eru nýjir tímar. Báðir ætla að eyða RÍKISBÁKNINU og spillingu og setja lönd sín í forgang. Javier stefnir í að dollaravæða Argentínu og afnema Argentíska seðlabankann.
Nýr sáttmáli Bandaríkjamanna og Argentínu
Forseti Argentínu, Javier Milei, hyggst tilkynna um nýjan sáttmála við Bandaríkin á meðan hann heimsækir Donald Trump, kjörinn forseta, í bústað hans í Flórída, að sögn fjölmiðla í Buenos Aires.
Milei hefur skorið verulega niður í ríkisstjórn Argentínu árið sem hann er forseti. Milei kom til Mar-a-Lago á fimmtudaginn fyrir fjárfestaviðburð sem átti að standa fram á laugardag.
Í ræðu á leiðtogafundi Conservative Political Action Conference (CPAC) fjárfesta er búist við að Milei muni kalla eftir myndun bandalags íhaldssamra þjóða, (sem er slæm tíðindi fyrir vinstristjórn Bretlands) samkvæmt argentínskum fjölmiðlum. Hann vill að sögn sáttmála við Bandaríkin freedom of trade and military cooperation. .
Milei vonast til þess að sigur Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í síðustu viku muni auðvelda Argentínu að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um yfir 44 milljarða dollara skuldir.
Argentína hefur einnig að sögn áhuga á að mynda nánari tengsl milli bandarísku leyniþjónustunna og leyniþjónustu ríkisins.
Fyrr í vikunni hrósaði Milei Trump fyrir að afrita viðskipamodel sitt til að skera niður skrifræði stjórnvalda, og Skilvirknisráðherra Argentínu, Federico Sturzenegger, hefur verið í sambandi við Elon Musk og hefur hann gefið Elon Musk ráð hvernig hægt er að taka á ríkisbákninu og reglugerðarfargan.
Orðið Skilvirknisráðuneyti eigum við eftir að sjá oft í framtíðinni. Ég bjó til þetta orð sjálfur, alla vegna þá er ég að þýða enska orð svona. Ég veit ekki hvort nokkur fjölmiðill hafi notað þetta orð. En þetta er gott orð.
Trump útnefndi Musk nýjan skilvirknisráðherra (DOGE), utanríkisstjórnarverkefni sem hefur það verkefni að skera niður og umbætur í Washington, með umboð til 4. júlí 2026. Milei og Musk, sem einnig hefur eytt dvalið í villu Trump í Flórida, ætla að funda þar.
Viðskiptasáttmáli Milei við Bandaríkin væri áfall fyrir Mercosur sáttmálann, sem er e.k. Viðskiptasáttmáli Suður-Ameríkuríkja, Argentína, Bólivíu, Brasilíu, Paragvæ og Úrúgvæ. Samtökin eru núna reyna nú að semja um viðskiptasamning við ESB.
Eftir ferð sína til Mar-a-Lago á Milei að taka á móti Emmanuel Macron Frakklandsforseta á laugardaginn í Buenos Aires, mæta á leiðtogafund G20 leiðtoganna í Brasilíu á mánudaginn og fljúga aftur til Argentínu til að hýsa Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu næsta miðvikudag.
Svo að Milei er að á fullu að bjarga Argentínu. En það er alltaf erfitt að taka við gjaldþrotastefnu Sósíaldemokratismans.
Á fimmtudaginn, eftir að hafa rætt við Trump, sagði Milei , að Argentína hætti í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP 29.
Milei forseti Argentínu segir meinta loftslagskreppu sósíalíska lygi.
Trump, Fico, Victor Orbán og Javier Milei eru núna fremstir í að móta nýju bylgju hægristefnu í anda Milton Friedman og Adam Smith.
En stefnur þeirra hafa aldrei verið framkvæmdar af alvöru neinsstaðar í heiminum.
Sósíaldemokratisma-stefnan hefur aðeins boðað, ríkisskuldir, hallafjárlög, forsjárhyggju, skattaokur og reglugerðarfargan og hnignun.
Í ljósi umbreytinga í heiminum, er því athyglisvert að sjá Ísland fara í þveröfuga stefnu og hérna stefnir í enn eina vinstristjórnina. En fráfarandi stjórn var ansi Sósíaldemokratísk.
Kína - Bandaríkin viðskiptastríð er byrjað hver vinnur?
13.11.2024 | 16:13
Ég benti á fyrir löngu síðann, hvað það myndi þýða.....bæði hagkerfin munu minnka.
Og hvaða efnahagur er rísandi og mun styrkjast ár frá ári?
Jú, Rússland. Sumir glotta eflaust yfir fyrrum grein minni að Rússland verði næsti efnahagsrisi....en margt bendir til að ég hafi rétt fyrir mér.
Rússland á gríðarlega mikið inni, og þegar Úkraínustríðinu lýkur, þá fá Rússar milljónir manna sem starfa við hergagnaiðnað og hermenn inn í hagkerfið.
Rússland breytist úr stríðsefnahagskerfi í venjulegt hagkerfi.
Líklegt er að Rússar innlimi meirihluta Úkraínu, sem er með gríðarlegar náttúruauðlindir. Mikil uppbygging mun fara fram og milljónir Úkraínumanna munu flytja heim til sinna borga. Follow the money....taka þátt í uppbyggingunni.
Og það verður nægur peningur, Rússneskir auðmenn og BRICS fjárfestar munu verða virkir í fjárfestingunni.
Rússland hefur einungis styrkst við mestu viðskiptaþvinganir mannkynssögunnar. Þrátt fyrir að vera í stríði, er efnahagurinn í blóma. Rússland hefur líka allt, olíu, gas, málma, áburð, málma, korn og land til matvælaframleiðslu.
Landið er rekið sem markaðshagkerfi, svo ekki er Sósíalisminn að skemma fyrir.
En hvað um Bandaríkin og Kína? Jú, Trump mun skella á gríðarlegum tollum á Kína, hann lofaði því kosningabaráttunni. Núna er viðskiptahalli Bandaríkjanna gagnvart Kína um rúmlega 300 milljarðar.
America first er stefna Trump, sem þýðir að hann vill að Bandarískar vörur séu í forgangi. Og Trump er jafnvel að tala um 200% tolla á Kínverska rafbíla, sem þýðir í raun að þeir verða ósöluhæfir í Bandaríkjunum. Líka talan 50-60% tollar hefur heyrst. Kínverskur efnahagur er ekki eins sterkur og margir halda. Fasteignabóla og margt annað.
Í raun þá eru bæði hagkerfi Bandaríkjanna og Kína í afar slæmu ástandi, ólíkt því Rússneska.
Kína þarf meira á Bandaríkjunum á að halda en öfugt, sérstaklega þegar litið er til þess að Bandaríkin hafa einfaldlega meiri náttúruauðlindir en Kína og geta framleitt allt sjálfir. Elon Musk hefur örugglega hugmyndir um hvernig hægt er að auka hagkvæmni Bandarískra fyrirtækja. Svo svarið er hver vinnur, þá veðja ég á Bandaríkin.
En aðal sigurveigarinn í þessu öllu verða líklega þó Rússar. Sérstaklega ef Trump ætlar að fara að tolla ESB vörur, þá gæti það orðið til þess að Evrópa fari að halla sér meira að Rússum og fari að kaupa ódýra Rússneska orku.
Eiginlega, þá er ódýr Rússnesk orka, eina von Evrópu til að komast úr gríðarlegri kreppu sem álfan er í. Því miður þá eru íslenskir fjölmiðlar lítið að fjalla um hve alvarleg staðann er í Evrópu.
Ísland á síðann að vera utan bandalaga og gera fríverslunarsamninga við alla aðila og græða sem mest á baráttu stórveldanna.
Heimildir:
https://www.youtube.com/watch?v=IWC_yIXPs7U
Elon Musk Donald Trump viðskiptamóglar reka Bandaríkin eins og fyrirtæki
12.11.2024 | 21:31
Elon er ekki bara ríkasti maður heimsins og áhrifamesti í viðskiptum. Heldur er hann orðinn næst valdamesti maður Bandaríkjanna.
Elon er afburðamaður, og kann að veðja á rétta útkomu.
Hann kaus að veðja á Donald Trump og styðja hann á annað hundrað milljóna dollara. Hann notaði X (Twitter) óspart til að styðja Trump í kosningabaráttunni.
Elon Musk er núna sagður hjálpa Donald Trump, kjörnum forseta, að velja framtíðarstjórn sína, skv. Axios.
Musk, sem hefur stutt Trump síðan í júlí 2024, hjálpar til við að velja ríkisstjórnina og æðstu starfsmenn Hvíta hússins, sagði hann.
Og það er mikið vald að velja alla forystu Bandaríkjanna.
Elon Musk velur menn, eins og hann sé að velja menn í forystu stórfyrirtækis.
Trump er reyndar líka viðskiptamógúll og hefur einnig viðskiptaveldi, kann að meta slíkan hugsanahátt.
Politico sagði nýlega að andrúmsloftið meðal teymi Trumps líkist andrúmsloftinu í sprotafyrirtæki þar sem, samkvæmt heimildarmanni, er Trump að fá til sín besta og gáfaðasta fólkið til að vinna með honum.
Elon Musk er frægur fyrir að ná besta og hæfileikaríkasta fólkið fyrir fyrirtæki sín, Tesla og hin fyrirtækin.
Ég skrifaði grein um daginn, að Elon Musk muni leiða skilvirknisráðuneyti þar sem tekið verður á spillingu og ríkisbákninu og ætla þeir félagar að spara 2 Trilljarða á ári. Reyndar mun Vivek Ramaswamy, Elon Musk ásamt Trump stjórna skilvirkisráðuneytinu. Vikek mun líklega sjá um daglegan rekstur, en hinir "ráðgjafar" ef ég skil þetta rétt?
Svo er ein hlið á þessu öllu, sem sýnir hve klókur Elon Musk er.
Trump ætlar í viðskiptastríð við Kína og tolla Kínverska rafbíla og vörur þannig að þeir verða ósamkeppnishæfir á Bandaríkjamarkaði.
Og hver hagnast á því? Jú, Tesla og hin fyrirtæki Elon Musk, sem verða með yfirburðastöðu á Bandaríkjamarkaði.
Já Trump og Elon ætla að reka Bandaríkin eins og fyrirtæki og það viðskiptamodel á eftir að verða til fyrirmyndir. Í raun ekkert ósvipað og Javier Milei Argentínu forseti er að taka niður ríkisbáknið í Argentínu.
Svo ef vel gengur, þá eigum við eftir sjá fleiri þjóðir fylgja í kjölfarið.
Markaðssinnað þjóðfélag, sem er bæði rekið skv. Þjóðhagfræðinni og svo rekstrarhagfræði (macro and micro economics).
Og Sósíaldemokrata modelið sem hefur ríkt í Bandaríkjunum og Evrópu og hefur valdið mikilli skuldasöfnun og hnignun mun renna sitt skeið.
Ég skrifaði einmitt grein fyrir ári síðan þar sem ég benti á galla Sósíaldemokratisma modelsins.
Sem eru: Ofurskattar, reglugerðafargan, rétttrúnaðarstefna (loftlagsmál) og skuldasöfnun.
Svo athyglisverðir tímar og spennandi!
Heimildir:
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/11/13/musk_annar_stjornenda_nys_raduneytis_trumps/