Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2024

Skilvirknisráðuneyti

Ísland hefur verið með 7 ára í hallafjárlög. Sem er ótrúlegt í ljósi þess góðæris sem hér hefur ríkt (fyrir utan Covdi svindlið)

Þetta segir mér að það eitthvað mikið að. Við vitum að hælisleitendamálin hafa kostað okkur tugi milljarða á ári, út af opnum landamærum.

En það er meira sem hangir á spítunni. Bara t.d. Við að búa til fráverandi ríkisstjórn voru bætt við 3 ný ráðuneyti! Afhverju? Til að friða liðið?

Ný nöfn á ráðuneyti voru fundin upp, sem fáir vita ennþá hvað heita og hvaða verkefni þau standa fyrir? Enda virðast mörg þeirra vera með verkefni sem skarast á. Fyrst þeir voru á annað borð að fjölda ráðuneytum, afhverju var þá ekki búið til SKILVIRKNIRÁÐUNEYTI?

 

Hvað er til ráða? Hvað ætla Trump og Elon Musk að gera?

After endorsing Trump in July, Musk quickly embraced the idea of helming a “Department of Government Efficiency” (D.O.G.E.) aiming to cut $2 trillion or more from the federal budget, while Trump has touted Musk as the so-called “Secretary of Cost-Cutting.”

 

Trump lofaði forstjóra Tesla að hann myndi stofna sérstaka „stjórnarskilvirkni“ nefnd eða ráðuneyti, kölluð DOGE, sem milljarðamæringurinn mun leiða ef Trump vinnur kosningarnar, sem og Trump gerði.
Elon Musk ætlar að gera bandarískt stjórnkerfi skilvirkari.
„Ég væri fús til að hjálpa til við að bæta skilvirkni stjórnvalda,“ sagði Musk. „Við erum með risastórt ríkisskrifræði, við höfum of mikið eftirlit, við höfum stofnanir sem hafa skarast ábyrgð, of mikið regluverk... þetta þýðir raunverulegan kostnað fyrir fólk, þetta er falinn kostnaður en hann er mjög verulegur.

Musk hét því á fundi Trumps í síðasta mánuði að hjálpa repúblikana að skera niður árleg fjárlög Bandaríkjanna um „að minnsta kosti 2 Trilljarða Bandaríkjadala“ sem hluti af endurskoðun alríkisstofnana sem hann myndi framkvæma ef Trump snýr aftur í Hvíta húsið.
„Skattapeningunum þínum er sóað og skilvirkni ráðuneytisins mun laga það,“ sagði Musk.

Hvað um Ísland? Hefur einhver tekið út Íslenskt stjórnkerfi?

Afhverju erum við með 63 þingmenn í örlitlu hagkerfi? 43 væru t.d. Alveg nóg.

Afhverju voru borgarfulltrúum fjölgað úr 15 í 23?

Hvað eru margir embættismenn á Íslandi og hvað eru þeir að gera?

Hefur einhver gert úttekt á hvað þeir eru að gera?

Afhverju erum við ekki með rafrænt stjórnkerfi eins og Eistar?

Hægt er að kjósa rafrænt og gera alla opinbera hluti rafrænt í Eistlandi.

Það er ótrúlegt á tímum Fjórðu iðnbyltingarinnar og AI tækninnar að ekkert skuli vera að fækka í opinbera geiranum.

Gervigreind er komið á þann stað hún getur gert allt, þar á meðal rekið heilt þjóðfélag.

Við lifum við mesta skattaokur í heiminum, skattpíndasta þjóð í heimi.

Vinstri flokkarnir, Samfylking, Viðreisn, Píratar, Sósíalistaflokkur Íslands, Framsókn og Flokkur fólksins lofa okkur hærri sköttum.

En ekki orð um að skera niður báknið og lækka skattbyrði okkar.

Enda þekkja þeir ekki regluna um að lægri skattar gætu gefið af sér stærri köku til samfélagsins og þar með meiri skattekjur. Gleymum heldur ekki vinstra reglugerðarfarganið, ímyndaða loftlagsvá og loftlagsskatta. Peningar sendir til vopnakaupa í Úkraínu. Af nógu er að taka í óráðsíu.

Hvernig aukum við skilvirkni í stjórnkerfinu, minnkum báknið og lækkum skatta og þar með velferð í þjóðfélaginu?

Og athugið að markaðskerfið er eina kerfið í heiminum sem hefur útrýmt fátækt.

Markaðskerfið sér líka um að reka velferðarkerfið, enda er einkageirinn rúinn inn að skinni og skattlagður. Ekki er ríkið að skapa peninga. Það eru einkafyrirtækin, frumkvöðlar, einyrkjar í rekstri sem eru að skapa verðmætin. Hárgreiðslufólk, smiðir, rafvirkjar, píparar o.s.frv. Það eru á fjórða tug þúsunda einyrkja á Íslandi. Samfylkingin talar um þetta sé fólkið með breiðu bökin og megi skattleggja.

 

Skilvirknisráðuneyti (ekki nefnd, þær eru alltaf svæfðar) myndi t.d. Vera tímabundið ráðuneyti.

Sem myndi sjá til þess að skera niður óþarfa ríkisbákn. Javier Milei Argentínuforseti er t.d. Að reyna að taka niður ríkisbáknið, en hann tók við gjaldþrota Argentínu.

Skattaokur, hallafjárlög segja okkur augljósa staðreynd....óskilvirkni í stjórnkerfinu.

 

Heimildir:

https://www.forbes.com/sites/dereksaul/2024/11/06/heres-what-elon-musk-may-do-in-a-trump-administration/

 

 


Elon Musk – Trump áætlunin

 Er snilldaráætlun og í raun eina leiðin til að bjarga gjaldþrota Bandaríkjunum.

Bandaríkin eru á leið í þrot með næstum 36 Trilljarða skuldir, verðbólgu og af-dollaravæðingu. Með af-dollaravæðingu verður æ erfiðra að flytja út verðbólguna og prenta peninga. Dollarinn er líka á hraðri leið niður sem varagjaldeyrisforða gjaldmiðill, en talið er að hann fari úr 58% niður í 30%.

Síðan eru það 1,2 Trilljarða vaxtagjöld og 1.7 Trilljarða viðskiptahalli!

Það er ljóst að Trump er að taka við gjaldþrota búi.

Minnir ansi mikið á Javier Milei og þegar hann tók við gjaldþrota Argentínu.

Landið gat ekki sokkið lengra niður, og bara sáraukafullar björgunaraðgerðir framundan.

 

Svo hugmyndir Elon og Trump minna mikið á Javier Milei og hverjar eru þær?

Elon Musk sagði Tucker Carlson að hann muni fækka alríkisstofnunum ef hann verður hluti af nýju stjórninni.

Elon Musk forstjóri Tesla og SpaceX hefur sagt að hann muni leitast við að bæta skilvirkni stjórnvalda með því að fækka alríkisstofnunum ef hann fær hlutverk í stjórn Donald Trump.
Sem sagt minnka ríkisbáknið!
Musk, stuðningsmaður Trumps, lét þessi ummæli falla þegar hann kom fram í netþætti Tucker Carlson, sem sýndur var frá Mar-a-Lago búi Trumps.

Þrátt fyrir að hafa lýst yfir pólitísku hlutleysi í upphafi, gaf Musk Trump stuðningsyfirlýsingu, opinberlega eftir morðtilraun á hinn kjörna forseta í júlí.

Trump lofaði forstjóra Tesla að hann myndi stofna sérstaka „stjórnarskilvirkni“ nefnd eða ráðuneyti, kölluð DOGE, sem milljarðamæringurinn mun leiða ef Trump vinnur kosningarnar, sem og Trump gerði.
Elon Musk ætlar að gera bandarískt stjórnkerfi skilvirkari.


„Ég væri fús til að hjálpa til við að bæta skilvirkni stjórnvalda,“ sagði Musk. „Við erum með risastórt ríkisskrifræði, við höfum of mikið eftirlit, við höfum stofnanir sem hafa skarast ábyrgð, of mikið regluverk... þetta þýðir raunverulegan kostnað fyrir fólk, þetta er falinn kostnaður en hann er mjög verulegur.

 

Musk hét því á fundi Trumps í síðasta mánuði að hjálpa repúblikana að skera niður árleg fjárlög Bandaríkjanna um „að minnsta kosti Trilljarða Bandaríkjadala“ sem hluti af endurskoðun alríkisstofnana sem hann myndi framkvæma ef Trump snýr aftur í Hvíta húsið.
„Skattapeningunum þínum er sóað og skilvirkni ráðuneytisins mun laga það,“ sagði Musk.

Elon Musk hefur ítrekað slegið viðvörun vegna skulda Bandaríkjanna og varað við því í síðustu viku að landið sé að fara í átt að gjaldþroti og muni fljótt fara á hausinn ef Washington dregur ekki úr útgjöldum sínum.

 

Ofan á þetta, ætla þeir að fara ofan í saumana á spillingu í stjórnkerfinu í Washington, og sjá til þess að pólítískir andstæðingar geti ekki misnotað dómskerfið, FBI og CIA á pólítíska andstæðinga sinna.

Lagfæra kosningakerfið, svo ekki verði hægt að svindla.

Það eru vægast sagt ansi merkilegar tímar framundan í Bandaríkjunum.

Og ef einhverjir geta bjargað Bandaríkjunum, þá eru það þessir tveir snillingar.

það er þó ein stefna sem ég er á móti, en það eru verndartollar. Það er ekki í anda frjálsrar verslunar. Enda er ég hrifinn af fríverslunarsamninginum. Einangrunarstefna Trumps er ekki uppbyggileg, og ESB á eftir að lenda í því og sérstaklega Kínverjar.

Síðan er að sjá hvernig þeir bregðast við BRICS og af-dollaravæðingu sem er komin af stað. Ég held að þeir geti ekki spornað við henni og verði að sætta sig við boðaðann Multi-polar heim Putins.

Heimildir:

https://www.youtube.com/watch?v=kYTWUGdVWms

 

 

 


Stöðva þarf peningasendingar til Úkraínu og stríðið er að ljúka

Trum kom, sá og sigraði...”Veni Vidi Vici”.

Núna er verður hægt að tala um vikur en ekki mánuði, þar til Úkraínustríðinu lýkur.

Staðgengilsstríði Biden/Kamilla gegn Rússum, er að ljúka.

Í kosningasigursræðu sinni lofaði Trump að stöðva stríð og ekki byrja á neinu. Trump tekur við embætti í janúar 2025, en hann sagðist samt ætla strax eftir kosningar að ljúka stríðinu í Úkraínu.

Það er von fyrir unga menn í Úkraínu, sem hafa miskunarlaust verið hirtir upp af götunum af illmenninu Zelensky og neyddir í fremstu víglínu. Notaðir sem fallbyssufóður gegn best vopnaða her og hátæknivæddasta í heimi.

Bara í síðasta mánuði hurfu 100.000 menn úr Úkraínska hernum, liðhlaupar, líklega horfnir til Rússlands.

 

Hvað er Ísland búið að senda mikla peninga til Úkraínu og hvað er búið að lofa miklu? Ég hef heyrt töluna 20 milljarðar, eða heil Sundabraut.

En ég veit ekki nákvæma tölu, og það væri frábært ef einhver blaðamaður spyrði Þórdísi utanríkisráðherra, hve mikið af íslensku skattfé hefur farið til eða er að fara til Úkraínu í staðgengilsstríði Biden.

Síðann mætti fara að hugsa um að fara taka upp vinsamleg samskipti við Rússa og taka upp stjórnmálasamband að nýju, en með því að loka sendiráðinu í Moskvu og reka Rússneska sendiherrann, þá var stjórnmálasambandi við Rússland í raun slitið.

Líklegt er að Trump minnki umsvif Bandaríkjanna til Nato og leggi fram minni peninga. Bandaríkjamenn þurfa að skera niður, enda með 1,7 Trilljarða viðskiptahalla og 1.2 Trilljarða vaxtagjöld. Og Evrópa þarf að hugsa um sína framtíð án Bandaríkjanna, sem hafa reyndar reynst Evrópu afar illa í stjórnartíð Biden.

 

Victor Orbán Ungverjaforseti er í einstakri stöðu. Hann er með frábært persónulegt samband við Putin og Trump.

Hlutleysi borgar sig alltaf.....Victor Orbán, á það sameiginlegt með Trump og Putin að setja hagsmuni þjóðar sinnar alltaf í fyrsta sæti.

Hann fer ekki eftir þvælunni í Brussel, enda allt í ólestri þar.

 

Það eru blikur á lofti. Viðskiptastríð við Kína...

Trump ætlar að reka einangrunarstefnu og tolla Kínverja og jafnvel ESB líka, hann hefur sagt það í ræðu.

Það er ekki bara Trump sem er að fara í viðskiptastríð við Kína, heldur Evrópa líka. Það klárlega rosalegt viðskiptastríð framundann.
Ísland er í eitruðu sambandi við ESB og ætti að segja upp EES samningi og gera tvíhliða fríverslunarsamning við bæði ESB og BRICS löndin.

Græða á hlutleysinu alveg eins og Victor Orbán.

 

Núna þarf að stokka upp spilin og fara hugsa til framtíðarinnar.

Framtíðin er BRICS og forystuþjóðin þar er einmitt Rússland.

Ísland hefur rekið verstu utanríkisstefnu síðustu fjögur í sögu lýðveldisins.

Eina landið í heiminum sem gerði sendiherra Rússa að Person Non Grada!

Breytingar þurfa að vera gerðar á næstunni.

Og skrúfa þarf strax peningasendingar til Úkraínu.

 

Heimildir:

https://youtu.be/G3V9FwsvHaE?si=vgSvvXMk9zKWVWjx

 

 


Biden endaði Bandaríska heimsveldið á fjórum árum

Arfleið Biden/Kamilla stjórnarinnar verður minnst í sögubókum sem verstu ríkisttjórn í sögu Bandaríkjanna. Bandaríkin eru svo illa farinn að það skiptir ekki máli hver vinnur 5 nóvember. Sviðin jörð er framundann. Demokratar hafa dælt trilljörðum dollara síðasta árið, til að fela ónýtann efnahag fram yfir kosningar 5 nóvember, og þeim hefur tekist það ætlunarverk. En strax á næsta ári kemur hrunið. Það þarf kraftaverk til að laga efnahaginn, eitthvað stórkostlegt.

Biden hefur verið svo illa áttaður, að hann hefur varla verið með lífsmarki eða þessarri vídd. Kamilla, sem Demokratar höfnuðu, endaði sem forsetaframbjóðandi. Ekki hefur Kamilla talist vera neitt gáfnaljós. Hver hefur þá verið að stjórna Hvíta húsinu, síðustu ár? Nokkur nöfn embættismanna hafa komið upp.

Staða Bandaríkjanna er afar slæm. Skelfileg utanríkisstefna Bandaríkjamanna og áratuga innrásir í önnur lönd og eilífðar viðskiptastríð og það jafnvel gegn eigin “bandamönnum” hafa gert heiminn andsnúinn Bandaríkjum. Núna fylkja ríki heimsins sér að baki Rússum sem leiða BRICS og eru að setja upp nýtt alheimsfjármálakerfi gegn Vestrinu og Bandaríkjunum.

Kerfið verður byggt þannig upp að Bandaríkjadollar verður ekki notaður. Af-dollarvæðing er nú þegar hafinn.

Dollar sem varagjaldeyris gjaldmiðill er ca. 58%, en talið er að hann fari niður í 30-35%. Og hann endi eins og Breska pundið eftir fall Breska heimsveldisins.

Öll stefna Demokrata hefur verið eitt stórt slys, t.d. Með græningjastefnu og orkumálum. Ekkert aðhald í ríkismálum og stjórnleysi með landamærinn. Landið er að nálgast 36 trilljarða í skuldum og bara vaxtaskuldirnar eru 1,2 trilljarðar á ári og fara hækkandi. Viðskiptahallinn hefur síðann verið 1,7 trilljarðar á ári!

Hallinn hefur verið fjármagnaður með því að prenta peninga sem og aftur er notaður til að kaupa ríkisskuldabréf! Þetta er því svikamylla. Að kaupa eigin skuldir er svikamylla!

Sjá tengil hér að neðann.

https://www.youtube.com/watch?v=l-n2w8eqBCo

Með BRICS fjármálakerfinu, þá eru tímar viðskiptaþvingana Bandaríkjamanna úti....það er ástæða þess að þjóðir heimsins keppast um að ganga inn í BRICS. Rússland lenti í verstu viðskiptaþvingunum sögunnar. En var of stórt til að falla, Og núna er efnahagur Rússa í blóma, jafnvel verið að tala um ofhitunun, en það er tímabundið. Rússar hafa leitt BRICS stefnuna og talað er um að BRICS ráðstefnan í Kazan í Rússlandi hafi verið tímamótafundur sem breytti heiminum í Multipolar heim.

Heimsveldi koma og fara í sögunni. En það eru 5 atriði sem eru sammerkt með falli þeirra.

  1. Efnahagsleg hnignun

  2. Ofþensla í herútgjöldum

  3. Stjórnmálalegur órói og spilling

  4. Innanlands átök og uppreisnir

  5. Ytri þrýstingur (innrásir)

Förum aðeins yfir þessa fimm þætti og berum saman við Bandaríkin.

Efnahagsleg hnignun

Bandaríkin eru í hnignun með ofur skuldir, yfir 35 trilljarða skuldir, bara afborganir af vöxtum er yfir 1,2 triljarður á ári. 1.7 trilljarðar viðskiptahalli við útlönd. Gríðarleg peningaprentun til að borga fyrir falskan efnahag, er einkenni Sósíalisma Demokrata. Skuldasöfnun og skattaokur.

Of mikil peningaprentun, veldur verðbólgu og rýrnun dollarins.

Herútgjöld... Bandaríkjamenn eru með hagsmuni um allan heim og ævintýralega fjölda af herstöðvum til að gæta þessarra hagsmuna. Útgjöld hersins eru yfir 800 milljarða dollara. Peningar sem eru ekki til og verið er að prenta og valda verðbólgu.

Stjórnmálalegur órói og spilling.

Innanlands átök og uppreisnir.

Ég tek þessi tvö atriði undir einn hatt.

Það er klárlega tvær þjóðir í Bandaríkjunum sem eru að berjast um völdin.

Annarsvegar eru það Sósíalistahlutinn, sem vill umhverfa þjóðfélaginu í Woke og Cancel Culture og síðan eru það hægra fólkið með Republicana sem vilja halda í hefðbundin gildi sem gerðu einmitt Bandaríkin að stórveldi. Við sjáum mismunandi stefnur birtast í fylkjum Bandaríkjanna.

Það má meira að segja sjá þetta á Íslandi líka, tvær þjóðir.

Varðandi spillinguna, þá er hún klárlega gríðarleg. Demokratar nota FBI, CIA og dómskerfið til að ofsækja Trump og síðan eru það samfélagsmiðlarnir skikkjaðir til að vera með ritskoðun á netinu. Allt er þetta stefna í átt að fasisma.

Við sáum BLM hreyfinguna brenna borgir Bandaríkjanna með stuðning Demokrata og hvatningu.

Það er gríðarlega erfitt að bjarga þjóðfélagi sem er svona gríðarlega klofið. Íslendinga eiga nkl. Sama vandamál að stríða.

Ástandið er hinsvegar ekki orðið óbærilegt, en stefnir í það. Óróinn brýst vanalega út þegar efnahagurinn fer niður á við og hann er svo sannarlega á niðurleið í Bandaríkjunum.

Ytri þrýstingur.

Hann er klárlega til staðar og uppreisn gegn Bandaríkjunum, leiða Rússar.

Efnahagsþvinganir á Rússa og reknir úr SWIFT veldur því að Rússar hafa fylkt liði og notað BRICS til að þjappa þjóðum saman gegn Bandaríkjunum.

Og það hefur ekki verið erfitt...enda hefur Bandaríkin herfilega misnotað efnahagsþvinganir gegn flestum þjóðum heimsins. Síðan eru það endalausar innrrásir og afskiptum af stjórnmálum annarra ríkja, svokölluð Coupe, sem CIA er með puttana í. Þá eru andstæðingar stjórnvalda sem Washington líkar ekki við, vopnaðir eða fjármagnaðir og stjónvöldum velt úr sessi.

Núna fara Rússar í farabroti ásamt Kínverjum og stefna að af-dollarvæðingu.

Hætta nota dollarann. Þetta mun leiða til gríðarlegrar hnignunar og að lokum falls Bandaríska heimsveldisins...

 

Putin talar um Multipolar world. Og ég held að það verði niðurstaðann.

Kínverjar taka fram úr Bandaríkjunum sem efnahagsveldi og Rússar eru nú þegar orðnir sterkasta herveldi heimsins, með afar háþróuð vopn og stærsta kjarnorkuvopnabúr heimsins.

Bandaríkin falla ekki algjörlega, en mun þurfa að deila “völdum” með Kínverjum og Rússum. Multipolar world.

 

Það eru aðeins tvö ríki í heiminum sem hafa allt innan landamæra sinna og geta lifað sjálfstæðu efnahagslífi án utankomandi ríkja, það eru Rússland og Bandaríkin.

Bandaíkin gætu verið án heimsins og með lokað hagkerfi og verða ekki gjaldþrota, nema tæknilega séð.

Hætti Bandaríkin að borga skuldir sínar, Þá er lítið hægt að gera fyrir skuldunauta Bandaríkjanna. Það er ekki hægt að gera innrás á þetta mikla hernaðarveldi og þvinga þannig uppgjör á skuldum og ekki er hægt að svelta landið að aðföngum og viðskiptum, því Bandaríkin hafa allt innan sinna landamæra og geta lifað sjálfstæðann efnahag án annarra ríkja. Þetta eru líka sömu ástæður þess að viðskiptabann á Rússland misheppnaðist.

Bandaríkin eiga gríðarlega erfiða tíma og þær þjóðir sem eru sem minnst “háðar” Bandaríkjunum, fara best út úr þeim tengslum.

 

Heimildir:

https://www.youtube.com/watch?v=uktsILxaNmw&t=726s

https://www.youtube.com/watch?v=l-n2w8eqBCo

https://www.youtube.com/watch?v=NX6YgvXlTAU

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband