Jim Ratcliffe á 1,4% af Íslandi

Svona til að átta sig á stærðinni, þá erum við að tala um nkl. sömu stærð á við allar Færeyjar, en Færeyjar eru 1,393 km2 en 1,4% er 1443 km2....Reykjanesskagi er 829 km2

 Ég var að blaða í gömlum blaðagreinum og rakst á grein um Jim Ratcliffe, sem á 1,4% af Íslandi og það er tilefni þessa bloggs.

Það voru miklar umræður um kaup útlendinga á landi á Íslandi fyrir nokkrum árum síðann, og talað var líka um kaup Kínverja á Grímstöðum á sínum tíma og Kínverjar gætu hreinlega keypt upp Ísland og þar með færi sjálfstæði Íslands.

Dálítið langsótt, en þó? Jim Ratcliffe á 1,4% af Íslandi og hann er einstaklingur!

Umræður um þetta fjöruðu síðan út, en rætt um að umbætur á lögum, þannig að einstaklingar sem keyptu jarðir þyrftu að hafa heimilsfesti á Íslandi.

En ekkert hefur verið gert.

 

Það væri gaman að vita hver staðan er með jarðir Jim í dag?

Á hann ennþá 1,4% af Íslandi?

Voru gerðar breytingar á lögum?

Ég kíkti á Jarðarlög nr. 84, 2004 en þau hafa breyst síðan ég las þau í skóla á sínum tíma.

Skv. 10 gr þarf heimildir sveitafélaga og ráðherra fyrir ráðstöfun fasteignar fyrir lengri en 7 ár, þ.e.a.s. ef þau erfast ekki.

Þannig að í dag virðist vera einhverjar opinberar takmarkanir á notkun jarða,

10 gr. b liður, virðist þó vera leið fyrir erlenda lögaðila til að eiga land á Íslandi, ef ég er að skilja lögin rétt? En greinin fjallar aðeins um upplýsingaskyldu.

 

[10. gr. b. Upplýsingar um eignarhald lögaðila undir er-

lendum yfirráðum o.fl.

# Ákvæði þetta gildir um lögaðila sem eiga bein eignar-

réttindi yfir fasteign eða fasteignaréttindum sem falla undir

[gildissvið þessara laga skv. 3. gr.],1) enda uppfylli lögaðili

a.m.k. eitt af eftirtöldum skilyrðum:

1. Lögaðili hefur annaðhvort aðalstöðvar eða aðalstarf-

semi í öðru ríki eða hefur þar heimili samkvæmt samþykkt-

um sínum eða um er að ræða útibú erlends lögaðila.

2. Lögaðili fellur undir gildissvið laga um skráningu

raunverulegra eigenda og er [samanlagt]

1) að 1/3 hluta eða meira í beinni eða óbeinni eigu erlends eða erlendra lögaðila

eða er undir yfirráðum erlends eða erlendra lögaðila.

3. Lögaðili fellur undir gildissvið laga um skráningu

raunverulegra eigenda og er [samanlagt]1) að 1/3 hluta eða

meira í beinni eða óbeinni eigu erlends eða erlendra fjár-

vörslusjóða eða sambærilegra aðila eða er undir yfirráðum

slíks eða slíkra aðila

 

Svo að erlend stórfyrirtæki og auðhringar, gætu í raun keypt jarðir hérna, undir skilmálum 10 gr.

Engar kvaðir virðast vera í jarðarlögum og ekki einu sinni minnst á EES samninginn. Jarðarlög eru illa saminn, sýnist mér og það vantar heilmikið í þau.

T.d. sá ég enga kvöð að viðkomandi erlendi aðili þurfi að hafa íslenskt lögheimili hérna eða lögfesti.

Vel getur verið að þetta komi fram í öðrum lögum? Ég er bara orðin ryðgaður í lögum um fasteignir og þarf heilmikla lesningu og upprifjun.

 

Mér sýnist í fljótu bragði engar breytingar hafa verið gerðar og raun gætu erlendir milljarðamæringar eða jafnvel erlend ríki keypt upp Ísland.

Hvað varð um frumvarp Sigurðs Inga í Framsókn?

 

Heimildir:

https://www.ruv.is/kveikur/thetta-eru-jardirnar-sem-ratcliffe-hefur-keypt/

https://www.ruv.is/kveikur/ratcliffe-storeykur-eignaumsvif-sin-a-islandi/

https://www.althingi.is/lagasafn/pdf/154a/2004081.pdf

https://www.althingi.is/altext/146/s/1156.html

https://kjarninn.is/frettir/2019-07-18-sigurdur-ingi-vill-ganga-eins-langt-og-haegt-er-i-nyrri-loggjof-um-jardakaup/

https://utvarpsaga.is/herda-tharf-reglur-um-jardakaup-erlendra-audmanna-her-a-landi/

https://www.bbl.is/lif-og-starf/almenningur-telur-ad-stjornvold-aettu-ad-setja-skordur-vid-jardakaup-erlendra-adila

 


Enn og aftur varðandi gjaldmiðla

 

Sunnudagshugvekja FRAMTÍÐ GJALDMIÐLA OG KRÓNUNNAR 8 júní 2019

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í fjölda ára hefur Krónan verið þrætuepli á Íslandi, sérstaklega út af smæðinni og hve "óstöðug" hún hefur verið. Hún hafi auðveldað spákaupmennsku. Hún hefur þó haft á sér góðar hliðar sem við sáum í Hruninu. Þar sem virði hennar endurspeglaði hagkerfi og púls þess. En neikvæðu hliðarnar voru þær, að hér þurfti að setja á gjaldeyrishöft.

Gjaldeyrishöftin voru reyndar ekki krónunni að kenna, heldur spillingu bankakerfisins og illa stjórnað landi.

Gjaldeyrishöft er staða sem við eigum aldrei að þurfa að lenda í aftur, alveg sama, hve gott það er að geta látið hana sveiflast í takt við hagkerfið. Gleymum ekki að óábyrgir stjórnmálamenn, og Seðlabankinn, geta aukið magn peninga og aukið verðbólgu, við sjáum þetta núna í dag. Svo er það rafræn peningaframleiðsla bankana, en það er önnur saga sem ég fer ekki nánar í hér. Hver er þá framtíð gjaldmiðils Íslands?

Lítum á nokkra gjaldmiðla:

 

EVRA:

Evran (€; EUR) er opinber gjaldmiðill í 19 af 28 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þessi hópur ríkja er þekktur sem evrusvæðið og telur um 343 milljónir borgara frá og með 2019. Evran er næststærsti gjaldmiðillinn á gjaldeyrismarkaði á eftir Bandaríkjadal.

Evrunni er stjórnað af Evrópska seðlabankanum í Frankfurt í samvinnu við seðlabanka aðildarríkja. Evran er önnur mesta notaða varasjóðsmynt heims á eftir Bandaríkjadal, auk þess að næst mest gjaldmiðillinn á gjaldeyrismörkuðum heimsins eftir Bandaríkjadal. Samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er 20,48% af gjaldeyrisvarasjóðum heims í Evru og hefur farið hækkandi síðari ár. 59% af gjaldeyrisvarasjóðum er í Bandaríkjadal, en fer minnkandi bæði hjá Evru og Bandaríkjadal.

Evran er draumur Evrópusinna á Íslandi. Og ein af helstu rökum þeirra að ganga í Evrópusambandið er stöðugur gjaldmiðill. Evran hefur reynst ágætlega fyrir ESB ríkin sjálf. Því hún er alþjóðleg mynt, sem auðveldar viðskipti innan Evrópulanda og líka út á við.

En fyrir okkur Íslendinga er hún gagnlaus, sem ætlum að standa fyrir utan Evrópusambandsins.

Helstu gallar hennar, er að hún bakkar ekki Evruþjóðir í efnahagserfiðleikum. Evrópski seðlabankinn gerði það ekki. Við sáum þetta á Grikklandi. Þar píndi seðlabankinn landið í skuldafjötra og afnám efnahagslegt sjálfstæði landsins og í raun sjálfstæðið.

Grikkland er ein brunarúst og varla í dag búið að jafna sig, en Ísland var fljótt að jafna sig eftir hrunið með krónuna.

Þar sem Evan gerði Grikkjum ómögulegt að gjaldfella myntina, eins og við gerðum með krónuna. Ef við hefðum verið með Evruna í Hruninu, þá hefði farið fyrir okkur eins og Grikkjum sem eru í dag....gjaldþrota þjóð og Evrópsk nýlenda ESB.

Vandamál Evrunnar að hún slær í takt við efnahag Þýskalands og norður ESB þjóða.

Suðurhlutinn hefur verið að safna skuldum við norðurhlutann og Ítalir og Spánverjar eiga í miklum erfiðleikum. Suðurþjóðarnir voru áður þekktar fyrir að gjaldfella miðlana sína, en geta það ekki í dag. Misvægið á milli norður og suður er svo mikið, að talað hefur verið að skipta Evrunni í norður og suður Evru.

Nýjasti vandi Evrunar er að hún verður ekki alheims varagjaldeyrismynt.

Út af viðskiptaþvingunum á Rússa, hefur allt verðlag farið á flug og verðbólga í hæstu hæðum í Evrópu.

Engin treystir mynt sem fellur í verði sem varagjaldeyrismynt.

Og traust heimsins á myntinni hrapar vegna þvingana á Rússa með að frysta eignir þeirra og útiloka Rússa frá SWIFT kerfinu. Útilokun ríkja frá SWIFT kerfinu, þýðir að þessar þjóðir (Rússar og fleiri muni ekki nota Evruna sem viðskiptamynt og varaforðamynt). Fleiri ríki BRICS ætla að minnka vægi Evru og nota nýja BRICS mynt í staðinn.

Rússar ætla  sem sagt ekki að nota Evruna í orkuviðskiptum, korn og málma. Þar með hrynur Evran í eftirspurn. Ég sé Evruna minnka í alheimsmynt körfunni (er núna um 20% og fer minnkandi.

Framtíð Íslands liggur ekki í Evrunni. Ísland á að einblína á allan heiminn, ekki örfáar þjóðir í Evrópu og takmarkaðan markað, varðandi viðskipti.

 

DOLLAR - Yuan - Rúbla:

A fistful of dollars”...

Hefur verið sterkasti gjaldmiðill heimsins og mest notaði sem varasjóður.

Styrkur er hans hefur verið það mikill að hann er notaður sem trygging skulda á milli landa. Þjóðir gefa út skuldir í dollurum sbr. Argentína og fleiri. Því engin treystir gjaldmiðli Argentínu og vita að hann gæti fallið gríðarlega og þar með afföll á skuldum. 59% allra gjaldeyrisvarasjóða þjóða í heiminum er í dollurum, sbr. 20% Evru. Og 40% af öllum skuldum heimsins eru í dollurum. Styrkur dollars, hefur verið þrátt fyrir mikla peningaprentun Bandaríkjastjórnar hingað til, þá hefur ekki skapast verðbólga, vegna gríðarlegrar eftirspurnar eftir dollar alþjóðlega. En núna eru blikur í lofti.

 

MONETIZE DEBTS, er fyrirbærið kallað, þegar USA prentar eins mikið af dollurum og það þarf fyrir skuldum. Dökka hliðin fyrir Bandaríkin sjálf, er þó að USA borgar 1 Trilljarð á ári í vexti. "Björtu" hliðarnar eru að sífellt fleiri dollarar eru að fara í umferð í heiminum.

 

Petrodollar...Áður fyrr þegar dollar var á gullfæti þá var hægt að skipta ígildi dollar fyrir ígildi gulls. Svokallaður GULLFÓTUR. Richard Nixon breytti þessu 1971, vegna þess að Víetnam stríðið olli því að seðlabankinn, prentaði meiri dollara, en til var af gulli. Og fleiri dollarar voru í umferð erlendis en til var í USA.

Og erlendir aðilar fóru krefjast innlausnar. Þetta setti pressu á Nixon að afnema gullfótinn. Þetta átti að verða tímabundið ástand, en varð það ekki. Traust heimsins á dollar hrundi. Það sem varð dollaranum til björgunar er að árið 1974, gerðu Sádar og USA með sér samkomulag að öll olíuviðskipti færu í dollurum. Í staðinn hét USA því að verja Sáda hernaðarlega, bæði innan og utanlands. Þar með varð Petrodollar til og styrkti dollar sem alheimsmynt og varð til núverandi velgengni dollars. Núna er Petrodollar að deyja út af viðskiptaþvingunum á Rússa. Sjá hér að neðan.

 

Hlutur Seðlabanka Bandaríkjanna:

Gallinn við "Fiat currency" er að við verðbólgu, þá rýrnar gjaldmiðillinn. Milton Friedman talaði um að að t.d. 2% verðbólga væri í raun skattur. Frá þvi að Seðlabanki USA varð til 1913, þá hefur US dollar rýrnað um 96%.

 

Seðlabankinn á enga peninga, en býr til peninga með því að gefa út Bonds og Treasury bills, sem svo markaðurinn og bankar kaupa og selja síðan aftur til Seðlabanka með vöxtum. Peningar skipta í raun ekki um hendur heldur birtist á debet hlið bankans.

https://www.youtube.com/watch?v=yz8ymvqUMrU

 

Bankar ,,prenta" einnig peninga með því lána peninga til skuldara, með því að færa til credit og debit stöðu bankans. Peningar búnir til rafrænt innan bankans, án þess að innistæða sé í raun til. Skuldarinn notar síðan rafrænu millifærsluna til að kaupa fasteign með tilvísun á traust að bankinn eigi fyrir fyrir borgunni.

 

Dæmi ... þú átt inneign hjá banka upp á 100 kr. en bankinn er aðeins með 3 krónur. Bankinn lánar síðan 97 kr. til Jón til að kaupa eitthvað. Í innistæðu þinni hjá bankanum eru ennþá 100 kr. en núna á Jón 97 kr rafrænt á sínum bankareikningi. Og þetta er rafræn eign Jóns. Bakkað upp með loforði bankans að borga til baka. Nýju peningar hans Jón eru búnir til sem SKULD....Jón kaupir síðan eitthvað fyrir 97 kr og seljandinn setur síðan 97 í annan banka. Sem síðan lánar öðrum Sigga. Og svo aftur og aftur. Þannig verða til rafrænir peningar án raunverulegrar innistæðu. Þetta kerfi kallast "Fractional Reserve Banking".

 

Í raun er um 97% af peningum í umferð í Bretlandi peningar bara tölur í tölvukerfi bankana. Og aðeins 3% raunveruleg eign. Bankar græða síðan tá og fingri á vöxtum.Bankarnir hafa því í raun búið til fyrstu rafrænu peningana.

 

HRUN DOLLARANS FRAMUNDAN:

Út af viðskiptaþvingunum á Rússa, hefur allt verðlag farið á flug og verðbólga í hæstu hæðum í Bandaríkjunnum.

Engin treystir mynt sem fellur í verði sem varagjaldeyrismynt og stóri vandinn er 33 trilljarða skuld.

Skuld sem eina leiðin til að borga, er að prenta út peninga,

Framboð umfram eftirspurn = VERÐBÓLGA.

Og traust heimsins á myntinni hrapar vegna þvingana á Rússa með að frysta eignir þeirra og útiloka Rússa frá SWIFT kerfinu.

Emdalaus misnotkun Bandaríkjamanna með nota Dollarann í viðskiptaþvingunum.

Hefur rýrt traustið. Enginn veit hver verður næstur? Þjóðir heims eru nú í óðaönn að skipta út dollar.

Kínverjar og Rússar ætla að veikja dollar og minnka vægi hans, með því að nota olíuviðskipti sína á milli í Yuan. Og Rússar reyna að styrkja rúbluna sína með því að kaupa upp allt það gull það sem þeir geta og grafa úr jörðu... gullfótur. En það er aðallega til heimabrúks til að styrkja Rúbluna.

 

Rússar og Kínverjar og jafnvel Indverjar eru að taka dollarann niður.

Nýjasta er að Kínverjar og Saudar ætla að nota eigin gjaldmiðla í olíuviðskiptum, þetta minnkar gjaldeyrisáhættuna á millli landana.

Rússar og Saudar eru 2 og 3 stærstu olíuútflytendur í heimi og Rússar í gasi.

Ríki sem stjórna orkunni, stjórna efnahagskerfum heimsins.

Og Rússland er í sérstöðu. Núna krefjast þeir að óvinveittar þjóðir greiði orkuna í Rúblum.

Sem þýðir að Rúblan á eftir að styrkjast gríðarlega.

Olía, gas, kol, korn og sjaldgæfir málmar.

Allt mun þetta fara fram í Rúblum.

Rússar eru með orkuna, en Kínverjar eru með framleiðsluna og annað stærsta hagkerfi.

Hvað gerist þegar tveir svona stórir risar taka saman og hjóla í dollarann?

HRUN.....Dollarinn verður eins og Breska pundið.

Ekki lengur ráðandi alheimsgjaldmiðill.

Stór en ekki ráðandi.

Ráðandi gjaldmiðlar verða: Evran, Dollarinn, Breska pundið, Svissneski frankinn, Yuan og Rúblan.

Yuan og Dollarinn þó stærstu myntirnar.

BRICS löndin munu vera með viðskipti sín á milli, en sleppa Evru og Dollar.

Breska pundið á eftir að veikjast. Það er búið að stúta London sem alheims viðskiptamiðstöð út af árásum á Rússneska auðjöfra. Það er flótti í erlendum fjárfestum frá Bretlandi.

Ekki hægt að treysta Bretlandi. Bretar eru ekki með orkuna og lítið að framleiða.

Og Svissneski frankinn mun einnig eiga erfiða tíma. Sviss hætti að verða hlutlaust land með því að frysta 200 milljarða dollara eigur Rússa. Svissneskt efnahagslíf mun eiga erfiða tíma framundann. Því hvaða þjóð mun treysta Sviss fyrir varaforða sínum? Ekki einu sinni glæpónarnir munu treysta Sviss til að geyma peninga fyrir þá. Mikil mistök hjá Svisslendum og sú stærsta í sögu landsins.

Ég tók fyrir í öðru bloggi, um áætlanir um nýjan BRICS gjaldmiðil og möguleikar að sú mynt verði sú stærsta í heimi.

 

BITCOIN og crypto currency:

Hvað um framtíðina? Er Bitcoin framtíðin? Fjórða iðnbyltingin í hnotskurn, gervigreind.

Bitcoin er nýr rafrænn gjaldmiðill, Hann er rauninni bara tölvukóði í netskýjum, samansafn af tölvubætum, rafmiðill sem er í raun eigin banki, laus við skatta, þóknanir til banka og laus við brask þeirra og seðlabanka með peninga. Algjörlega frítt.

 

Árið 1998 bjó Bernhard Von NotHaus til eigin gjaldmiðil. Þrátt fyrir að slíkt sé bannað í USA. Hann kallaði gjaldmiðil sinn "Liberty dollar" og var til í gulli, silfri, platínum og kopar. Einnig til sem peningaseðill (pappír) og svo rafrænt. Bandaríkjastjórn handtók hann og dæmdi í 22 ára fangelsi.

 

En þetta útspil varð sem upplifun og fyrirmynd fyrir stofnenda Bitcoin. En það var hakkari í Amsterdam sem kallaði sig Satoshi Nakamoto sem stofnaði Bitcoin. Hann kom fram undir dulnefni. Því ekki vildi hann lenda í sporum Bernhards.

 

Bitcoin er sem sagt stærðfræðilegur tölvukóði, sem er öllum frjálst að nota.

Rafrænn gjaldmiðill og tölvuhugbúnaður, sem notar alheims greiðslukerfi og notar heimsins einkatölvur í gegnum internetið. Bitcoin er geymt í þessu heimsins netkerfi og þar sem það er opið öllum, þá getur engin einstakur aðili hakkað eða spilað með Bitcoin. Enginn getur breytt kóðanum, nema að það sé gert opinberlega. Núna eru hundruðir forritarar að endurbæta og uppfæra hugbúnaðinn, en kóðinn er opinn öllum, og því ekki hægt að svindla á honum.

 

Bitcoin er því Blockchain, og gæti orðið framtíðar efnahagstæki.

Blockchain gæti búið til þjóðfélag án landamæra og er eins valddreift (decentralized) og hægt er.

Gervigreind, opinn gagnagrunnur, aðgengilegur öllum.

Bitcoin sparar okkur milliliði eins og fjármálafyrirtækin.

Bitcoin eign þín kallast "Digital wallet" og er bara kóði.

Þegar Bitcoin er send frá einu Digital wallet til annars Digital wallet, þá er bara verið að breyta aðgengi að database (gagnagrunni) á milli eigenda.

Hver einkatölva er í raun Bitcoin miner, sem geymir Bitcoin kóðann.

Bitcoin leysir af banka og bankamenn. Hjá Bitcoin er engin verðbólga eða offramleiðsla af peningum. Laus við afskipta stjórnmálamanna og seðlabanka.

Notkun kreditkorta getur verið áhættusamt, alltaf verið að hakka inn í kerfi þeirra, eða þú týnir korti þínu. Og kreditkortaþóknanir eru gríðarlega háar. Með því að losna við þessar þóknanir, þá geta fyrirtæki boðið ódýrari vöru til kaupenda með því að bjóða greiðslur í Bitcoin.

 

Í dag eru 2,5 milljarðar manna án bankareiknings. Með Bitcoin þá getur þetta fólk notast við greiðslukerfi Bitcoin, án banka og þurfa aðeins aðgang að farsíma. Þeir geta millifært peninga á milli landa án aðkomu banka og hárra þóknana.

Það skrítna við millifærslur á milli landa, eru að þær geta tekið allt að fjórum dögum. Og þó eru þær í raun rafrænar. Hverju veldur? Bitcoin gerir þetta á sekúndubragði án bankaþóknana.

Helsti galli rafmynta, er hve mikla orku þær taka og orka virðist vera takmörkuð í heiminum í dag.

 

Hvað eru peningar? Þeir eru í raun loft, huglægt mat á gæðum. Sem eru mismunandi eftir því hver þörfin er hverju sinni. Við ákveðum að gefa þeim ákveðin verðmæti og heitið er PENINGAR.

Peningar eru tungumál, sem við miðlum okkar á milli um ákveðin verðmæti. Hús er t.d. Ekki meira virði í evrum eða dollara en við erum tilbúinn að borga fyrir húsið. Þetta er sem sé persónulegt verðgildi.

 

Crypto currency getur haft gildi eins og hver önnur mynt, því verðgildið er huglægt. Ókostur venjulegra mynta er rýrnun þeirra, vegna ríkisstjórna og seðlabanka. Og mikil offramleiðsla/prentun veldur rýrnun gjaldmiðilsins. Milton Friedman kallaði þetta rán á almenningi. Offramleiðsla á peningum veldur VERÐBÓLGU (í raun aukaskattur). Sem aftur rýrir kaupgetu almenningsins og rýrir gjaldmiðilinn. Þannig eru peningar færðir til/teknir frá almenningi. Þetta gerist í öllum gjaldmiðlum heimsins. Í dag er t.d. Dollarinn aðeins 4% virði þess sem hann var fyrir 100 árum. Þetta er helsti ókostur gjaldmiðla miðað við crypto currency.

 

Hvað ef peningar væru aðskildir frá ríki og seðlabönkum?

Enginn stjórnar Bitcoin, ekkert ríki, seðlabanki, ekki einu sinni forritarinn sem bjó til myntina. Við fólkið gefum myntinni verðgildi, með framboð og eftirspurn. Með Bitcoin er engin verðbólga sem rýrir peningana okkar og engin spilling. Þar sem enginn stjórnar myntinni, þá getur enginn fylgst með eyðslu okkar eða notkun okkar.

 

Blockchain sér í raun um bókhald fyrir crypto currency, sem kemur í staðinn fyrir ríki, banka og elítu sem millifæra fyrir okkur fjármuni og taka fé fyrir, sumir segja ræna okkur. Ef við ætlum t.d. Að kaupa, hús, þá þurfum við fjölda milliliða, fasteignasala, banka og fjölda annarra sem taka þóknun.

 

Blockchain sleppir milliliðum, gerir viðskiptin ódýrari og öruggari. Greiðslur framtíðarinnar, með sjálfkeyrandi bílum, skipum og flugvélum fara fram með rafrænum gjaldmiðlum. Machine to machine payments.

 

Þá komum við að svokölluðu....

DAO company...Smart contracts...gervigreind. Fyrirtæki án eiganda.

Framtíðin gæti verið að enginn ætti gæðin, tökum dæmi... leigubíll. Leigubíllinn veitti hverjum sem er þjónustu, sem borgaði í bitcoin. Á nætur myndi leigubíllinn hlaða sig rafmagni og fá viðhald. Með innkomunni, þá myndi leigubíllinn kaupa fleiri leigubíla og endaði í raun í leigubílaflota. Enginn ætti bílana í raun, heldur væri þetta bara tölvukóði í netheimum.

 

Án milliliði, þá býður gervigreindin Blockchain, alla þjónustu ódýrari og skilvirkari.

Í raun gæti gervigreindin rekið heilt þjóðfélag, og gert þar á meðal gert stjórnmálamenn óþarfa.

Gert fulltrúalýðræðið óþarft, með svokölluðu “distributed democracy”.

 

Markmiðið er að enda skrifræði og spillingu stjórnmálamanna og nota gervigreind til að stjórna. Framtíðin gæti litið svona, þú ætlaðir að kaupa bújörð, en gætir ekki fengið bankalán, eða fengið fjárfestir. Kæmist ekki á hlutabréfamarkað. Og þú byggir t.d. í Rússlandi, og vildir stofna kúabú. Þú gætir t.d búið til crypto currency, svokallaða MILKCOIN...til að fjármagna kaupin, þú auglýstir myntina á eigin vefsíðu með, ICO ... Initial Coin Offering.

Þá kemur spurningin, af hverju ættir þú að kaupa slíkan gjaldmiðil?

 

En þú ert í raun að kaupa hlutabréf, án þess að fara í gegnum hefðbundin hlutabréfamarkað, crowd funding eða Angel Investor. Og þetta er því frábært tækifæri fyrir “startup/frumkvöðlafyrirtæki”. ICO sem hefur ekkert regluverk á bakvið sig, sem er draumur svindlara, sem vilja nýta sér þessa leið fólk til fjármögnunar og svindla á þeim. Það er því ljóst að það þarf eitthvað regluverk. Þar kemur Sviss til sögunnar með TOKEN, en TOKEN er eitthvað sem er hægt að nota og skipta í Blockchain, TOKEN varð til með næstfrægasta crypto currency, Ethereum.

 

Til að koma í veg fyrir svindl með ICO, þá ætlar Sviss að taka að sér að búa til regluverk með ICO. Ethereum (sem er crypto currency) er með höfuðstöðvar í Zug kantónu í Sviss. Kantónan leyfir crypto currency og ICO fyrirtæki fái að starfa óáreitt, en með ICO regulations. Sem sagt hver sem vill stofna ICO, þarf að gera undir Svissnesku fyrirtæki, og þurfa að skrásetja og gefa upp áþreifanlegt heimilisfang.

En þetta er allt saman í þróun, en lítur gríðarleg vel út fyrir Zug kantónu, sem græðir tá á fingri.

GALLAR RAFMYNTA:

Það er gríðarlega orkufrekt að halda úti rafmynt og spurningin hvort það sé þess virði? Og svo er það hin hliðin. Til að rafmynt gangi upp, þá verður hún að vera bökkuð upp með raunverðmætum. BRICS myntin verður bökkuð upp, ef ég skil þetta rétt með gulli, eða öðru málmum og meðaltali af gengi BRICS landana.

Án bökkunar raunverðmæta, þá er rafmynt bara loft eða bóla sem springur.

Þetta þarf að leysa, eigi rafmynt að vera raunhæfur kostur.

 

Hver er þá niðurstaða mín með framtíðargjaldmiðil Íslands?

Krónan ásamt rafmyntum gætu verið notaðar saman, sérstaklega þegar Fjórða iðnbyltingin er komin lengra áfram. Vel gæti verið að Ísland verði með eigin seðlabanka rafmynt?

Þetta gæti verið skrefið frá því að Bitcoin sé "storage" mynt, yfir í alvöru viðskiptamynt, en það þarf að leysa vandamál rafmynta fyrst (sjá hér að ofan um galla rafmynta).

Fjórða iðnbyltingin með gervigreind er nútíðin og framtíðin og miklar breytingar framundan.

BRICS ætlar til dæmi að nota, gull, heimagjaldmiðla og sameiginleg rafmynt í viðskiptum sín á milli.

Eitt er víst að Íslenska krónan er búin að þjóna sínu hlutverki og mun gera í bráð.

Krónan er búin að sanna sig hvað eftir annað og síðast í alvöru í Hruninu 2008.

Krónan okkar

 

 

 

 


Afhverju er stríð í Úkraínu?

 

Afhverju er stríð í Úkraínu

 

Vestrænir fjölmiðlar útskýra þetta, með Rússafóbíu og kenna mannvonsku Rússa um og þá helst Putin.

Stríðið byrjaði í Donbass 2014, ekki 2022. Byrjum þar.

Viktoria Nulland og Neocons í Washington skipulögðu Maiden byltingu í Kiev árið 2014. Markmiðin voru nokkur hjá Washington liðinu. Ég ætla að rekja þau hér:

 

1) Sameiginleg saga svæðisins, Kievan Rus ríkið, sameiginlegar rætur í 1100 ár.

2) Vestrið vill komast yfir gríðarlegar náttúruauðlindir Donbass og austur Úkraínu.

3) Úkraína fátækasta ríki Evrópu frá upphafi stofnunar, Vestræn fyrirtæki og Úkraínskir Oligarchar hafa látið greipar sópa og tæmt landið. Spilltasta land í heimi.

4) Buffer zone Rússa

5) Nato útþensla í 30 ár, alveg að landamærum Rússlands.

6) Ráðist gegn Rússneskri tungu frumbyggja og hún bönnuð.

7) Kiev stjórnin er í stríði gegn Úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunni.

8) Minsk samkomulagið var plat

9) 15.000 Donbass búar drepnir fyrir innrás Rússa inn á svæðið.

10) Úkraína er aðeins 32 ára gamalt ríki í núverandi formi, bútasaumur frá ýmsum tímabilum.

 

Kievan Rus ríkið, Víkingar áttu mikinn þátt í stofnun ríkisins, og höfðu mikil áhrif á stofnun Rússneska ríkisins. Víkingurinn Rúrik var t.d. fyrsti Tsar-inn og Rúrik ættin stjórnaði Rússlandi í hundraði ára, eða til Ivan grimma.

Ef litið er á landakort, þá nær Kievan Rus ríkið frá Murmansk og suður eftir til Krím. Kiev var höfuðborg ríkisins frá 882-1240, eða þar til Mongolar réðust inn á svæðið og eyddu Kiev.

Löng saga Rússa sem sagt á svæðinu. Allir tala rússnesku í Úkraínu, en aðeins lítill hluti talar Úkraínsku og þá aðallega í vesturhlutanum. Ekki að undra að talað er um bræðraþjóðir, því þetta var eitt sameiginlegt ríki fyrir 1100 árum síðan.

 

Fyrir Vestrið, þá snýst stríðið að mörgu leyti að aðgang að Úkraínskum náttúruauðlindum sem eru gríðarlegar, eins og t.d. í Donbass. Orkusnauð Evrópa, vill ekki vera háð Rússum með orku.

Og að hafa Úkraína sem Nato ríki og ESB, tryggir útþenslu Nato og Brussel fær aðgang að náttúruauðlindum.

Donbass er allra ríkasta svæði, með gas, kol, hveiti og olíu og málma.

Það er ástæða þess að Kiev stjórnin, stjórnað af Vestrinu vildi ekki sleppa svæðinu.

 

Vestrið var byrjað að koma sér fyrir og notaði Úkraínska Oligarch-a til að mergsjúga svæðið. En til að tryggja aðganginn, þurfti að koma Úkraínu í Nato.

Vestræn fyrirtæki voru byrjuð að leita að olíu og gasi út um alla Úkraínu, og undirbúa aðkomu sína. Spillingin var yfirgengileg, svo mikil að lítið var skilið eftir til almennra íbúa landsins. Í staðinn fyrir velsæld, þá var landið bláfátækt.

Evrópa er orkusnauð, hérna gat ESB komist í mestu náttúruauðlindir heimsins.

Olía, gas, kol, neo gas, málmar, áburður og hveiti.

Fyrir Rússa, þá er landið fullt af Rússneskum frumbyggjum og því á áhrifasvæði Rússa. Annað sem er líka rauð lína fyrir Rússa, var Nato útþenslan.

Rússar hafa langa sögu af innrásum í landið og sérstaklega frá Vestrinu. Svæðið er flatt og erfitt að verja það. Mongolar, Pólverjar, Svíar, Napoleon, Japanir og Hitler höfðu ráðist inn í landið. Því hafa Rússar alltaf viljað hafa "buffer zone" svæði.

Hlutlaus lönd á milli, sín og Nato.

Eftir fall Sovétríkjanna var Rússum lofað margsinnis munnlega að Nato myndi ekki stækka og þenjast að landamærum þeirra. En það var svikið margsinnis. Eina sem Rússar vildu af Úkraínu, að landið væri hlutlaust, voru jafnvel tilbúnir að líta framhjá ESB aðild. Nato útþenslan var hinsvegar algjört no, no...

Krúsjoff sem á ættir að rekja til Donbass svæðisins ákvað árið 1954, að láta Krím vera hluta af Úkraínu oblast. Sem sagt ekki ríki, heldi svæði innan Sovétríkjanna. Og því fór sem fór þegar Sovétríkin leystust upp. Austurhlutinn og Krím fór með Kiev ríkisstjórninni og ekki hugsað um afleiðingarnar.

 

Annað atriði var stríðið gegn Rússneskum frumbyggjum svæðisins. Fólk sem hefur búið þarna frá upphafi og líta á sig sem Rússa. Ef litið er á kort og söguna, þá hefur stærsti hluti Úkraínu verið Rússnesk yfirráðasvæði og rússnesk tunga og menning.

Eitt af því sem Kiev stjórnin gerði var að banna rússneska tungu og menningu.

Hvernig er hægt að banna fólki að tala móðurmál sitt? Og afneita eigin uppruna?

Það var ástæða þess að austurhluti Úkraínu fór í uppreisn. Og stríðið byrjaði 2014.

Krím var t.d. aldrei Úkraínskt svæði, heldur var það Katrín mikla sem kom Krím undir Rússneska lögsögu, 1787.Reyndar eiga Rússar sögu í 1100 en Mongolar rufu tengslin í nokkur hundruð ár.

Fyrir þann tíma bjuggu ýmsar þjóðir Krím, allt frá Forn grikkjum (grikkir búa þar ennþá).

Austurhlutinn vill ekkert með Kiev ríkisstjórnina að gera, og Azov ný nasistana.

Kiev stjórnin innblásin af Bandera leiðtoganum, en hann starfaði með Nazistum í síðari heimstyrjöldinni. Fóru offari í ofbeldi gegn rússneskum frumbyggjum. Hugmyndafræði Bandera er ógeðfelld.

 

Stríðið gegn kirkjunni. Hluti af Bandera hugmyndafræðinni var að ráðast gegn Rétttrúnaðarkirkjunni. Vitandi að hún er límið fyrir rússneska tungu og menningu.

Síðan stríðið byrjaði hefur Zelensky fangelsað presta og gert eigur kirkjunnar upptækar. Eigur sem hafa verið í eigu hennar í 1000 ár.

 

Minsk samkomulagið var plat.

Washington Neocons klíkan og Brussel stjórna ferðinni, í Úkraínu.

Þetta lið vill heyja staðgengilsstríð í Úkraínu. Úkraína er tilvalinn staður til að takst á við Rússa. Og því var Zelensky att út í átök við Rússa.

Fyrsta skrefið var innganga inn í Nato og neita hlutleysisstefnu

Algjörlega rauð lína fyrir Rússa og Zelensky og Pentagon vissi það.

-Vesturlönd, sviku loforð frá 1991 um að stækka ekki til austur.

-Vesturlönd hafa ekki virt Istanabul sáttmálan frá 1999, um að stækkun mætti ekki vera á kostnað á öryggi annars.

-Úkraína neitaði að standa við Minsk samkomulagið 2014.

Allt svikin loforð. Og þegar Nató stóðu fyrir því að Úkraína, myndi gerast Nato aðili með "open policy" og Nató eldflaugar og herstöðvar myndu rísa upp í Úkraínu, þá átti Putin engra annarra kosta völ.

Því það er ómögulegt að verja Rússland með flatlendi Úkraínu og Rússland og eldflaugar í 4 mínútna fjarlægð frá Moskvu. Þetta er raunveruleg ástæða innrásar Rússa í Úkraínu.

François Hollande og Germany Angela Merkel, hafa bæði stigið fram, og viðurkennt að samkomulagið var til að plata Rússa, og gefa Úkraínska hernum tækifæri að stækka, enda hefur Nato staðið að þjálfun hersins frá 2014 og gert hann að allra stærsta her í Evrópu.

Gríðarlegir peningar og vopn hafa farið til Úkraínu og er ein af ástæðunum að Úkraína getur ennþá barist gegn Rússum

 

Rússar hafa horft á stríðið í Donbass frá því 2014. Um 15.000 íbúar drepnir af stórskotaliði Úkraínu. Aðallega óbreyttir borgarar. Donetsk borg er t.d. uppáhalds skotmark Úkraínuhers , vitandi að þar eru óbreyttir borgarar að falla.

Eitt af markmiðum Rússa var að vernda rússneska frumbyggja svæðisins sem vilja vera rússneskir.

Það hafa farið fram þjóðaratkvæðagreiðslur, í Zaporizhzhia Oblast, Luhansk, Donetsk, Krím og Kherson (Mykolaiv Oblast), þar sem yfirgnævandi meirihluti vildi vera rússneskt svæði aftur.

 

Úkraína er aðeins 33 ára gamalt ríki í núverandi formi, bútasaumur frá ýmsum tímabilum.

Núverandi Úkraína er samsett og sett saman frá ýmsum tímabilum, Rússneskir Tsar-ar Lenín, Stalin og Krúsjoff, bættu við landið svæðum, í óþökk Pólverja, Ungverja og jafnvel Rúmena. Pólverjar vilja reyndar fá Lviv oblast aftur, enda Pólskt svæði frá 1300.

Bandaríkjamenn hafa líst yfir að þeir vilji leysa upp Rússneska ríkið, já það hafa fjölda valdamanna Washington viðurkennt það opinberlega. Leysa átti upp Rússneska ríkið og komast yfir nátttúruauðlindir þess. Þess vegna talar Putin sífellt, að stríðið sé barátta um tilverurétt Rússlands. Hugmyndir Washington voru að ögra Rússum með því að setja upp herstöðvar í Úkraínu, og taka Úkraínu inn í Nato og ESB. ESB kæmist yfir náttúruatuðlindir Úkraínu og Bandaríkjamenn fengju herstöðvar við túnfætinn á Rússlandi, óverjandi að verja Moskvu fyrir Nato eldflaugum. Með því að fá Rússa inn í Úkraínu, þá gafst tækifærið að setja á Rússa mestu efnahagsþvinganir sögunnar. Það átti að ganga frá Rússlandi efnahagslega, notfæra sér upplausnina, koma Putin frá og setja upp Vestræna leppstjórn eins og gert var í Úkraínu. Og komast yfir auðlindir Rússlandir. "Copy and paste" af Úkraínu.

 

Eins og sést þá eru ástæðurnar fyrir stríðinu margar, en aðallega Nato útþensla, vernda rússneska frumbyggja og barátta um náttúrauðlindir sem ESB og Bandaríkin vilja komast yfir.

 

Heimildir:

https://en.wikipedia.org/wiki/Kievan_Rus%27

https://en.wikipedia.org/wiki/Crimean_journey_of_Catherine_the_Great

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband