Framlenging á Úkraínustríðinu?

 Bandaríkjaþing er núna að undirbúa 95 milljarða dollara aðstoð við Úkraínu, Ísrael og Taiwan og líklega að samþykkja á næstu dögum og þar af 60 milljarða til Úkraínu.

Slæmar fréttir fyrir Úkraínska æsku. Sem er bókstaflega að blæða út.

Svona stórar upphæðir, munu klárlega framlengja stríðið.

En ekki hafa áhrif á lokaniðurstöðu, sem er Rússneskur sigur.

 

Já klárlega mun þetta framlengja stríðið eitthvað.

En það er bara mörg önnur atriði sem hafa áhrif á útkomuna.

Og hvaða atriði eru það?

 

(1) Úkraína vantar mannskap, peningar leysa ekki það vandamál.

 

(2) Nato vantar vopn, og t.d. þá er vopnaframleiðsla Rússa, meira en öll Nato ríki samanlagt. Mörg Nató ríki þurfa líka að fylla upp í vopnabúr sín eftir að hafa tæmt þau til Úkraínu.

 

(3) Rússar eru að taka út orkukerfi Úkraínu, og ríki án orku mun ekki verða starfhæft almennilega, það heldur út, en með þjáningum. T.d. þarf Úkraína nú þegar orku frá ESB.

 

(4) Verði niðurstaðan að Úkraína fái peninga frá Bandaríkjaþingi, þá verður það til að Rússar flýti sér í fyrirhugaða stórsókn hefur verið í býgerð og er áætluð. Rússar munu vilja nota tímann vel, áður en Bandaríkjamenn geti komið vopnum og peningum til Úkraínu.

 

(5) Stríð í Miðausturlöndum, sbr. á milli Ísrael og Íran, gæti einnig gjörbreytt stöðunni og áherslum á einum degi. Bandaríkjamenn taka Ísrael fram yfir Úkraínu, enda er Ísrael langmikilvægasta landið upp á að hafa stjórn á Miðausturlöndum, eins og eitt stórt flugmóðurskip.

 

(6) Það er búið að sýna sig að framleiðslugeta Nato ríkja er í skötulíki. T.d. eru Rússar með stríðsefnahag. Nokkuð sem Nato þjóðirnar sem eru allar í efnahagskreppu geta einfaldlega ekki ráðið við. Það tekur mörg ár að koma almennilegri vopnaframleiðslu í gang, sem er að mestu leyti hjá einkafyrirtækjum, ólíkt Rússum þar sem hergagnaframleiðslan er hjá ríkinu.

 

(7) Rússar þurfa núna að búa til nýja víglínu í norðri og teygja enn frekar á gríðarlegri langri víglínu. Úkraínumenn eru á mörkunum að manna núverandi víglínu og þeir munu ekki ráða við lengingu víglínu. Rússar eru með algjöra yfirburði í lofti, og Nato mun ekki geta gert neitt í því. Patriot kerfi og annað er einfaldlega til í takmörkuðu magni.

 

Vestrið er nkl. sama um Úkraínska æsku og mannfallið þar, þeir líta einfaldlega á Úkraínskustríðið, á stríð þar sem Rússar eru að berjast gegn fyrrum Rússum (Úkraínumenn).

En fyrst og fremst þá eru þetta slæm tíðindi fyrir Úkraínska æsku, því Rússar líta á stríðið sem úrslitaatriði á tilvist Rússneska ríkisins og munu því aldrei bakka, fyrr en sigur vinnst.

Þetta er nokkuð sem Vestrænir fjölmiðlar skilja ekki eða vilja ekki skilja.

 

 


Stríð vinstrisins gegn Kristni

Athyglisvert viðtal Tucker við prestinn Doug Wilson.

Núna er vinstrið búið að búa til nýtt hugtak til að ráðast á kirkjuna og fara í kringum ofsóknir gegn Kristni (opinberlega séð).

Núna er "baráttan" gegn "Christian nationalism" og vinstrið fær til þess aðstoð Hollywood og vinstri fjölmiðla sem eru allsráðandi í Bandaríkjunum.

Ansi bratt, því ætlunin er að taka á Bíblíubelti Bandaríkjanna, sem eru aðalsvæði Republicana.

 

Christan nationalism á víst að vera hið illa, og Doug segir að hið trúlausa Vinstrið virkilega hatar Kristni.

 

Skv. skilgreiningu Sósíalistana, þá er öll flokkun um að vald sem kemur frá Guði, flokkað sem Christian nationalism.

Þrátt fyrir að Bandarísku landfeðurnir skrifuðu, en þeir sögðu einmitt að valdið kæmi frá Guði.

Cancel culture í gangi hérna.

En þeir (vinstrið) vilja eins og kommúnistarnir í Sovétríkjunum að allt vald komi frá valdstjórninni og ekkert sé ofar valdstjórninni.

Ríkið sé Guð.

Enda er Kommúnismi alræðiskerfi sem stjórnar öllu í lífi fólks og hefur algjört alræðisvald yfir lífi fólks, samanber Norður Korea og Social credit System í Kína.

 

Því má ekkert vera fyrir ofan þá skilgreiningu sbr. að Guð sé æðri en jarðnesk stjórnvöld.

Það truflar nefnilega alræðiskerfi, forsjárhyggju og rétttrúnað Sósíalismans.

Woke og Cancel Culture eru t.d. meðul til að rífa niður gömul gildi og hefðir sem hafa byggt upp okkar velheppnaða þjóðfélag á Vesturlöndum.

Skv. Vinstrinu og Kommúnistum, þá er ríkið Guð og í raun æðsta valdformið.

Það má ekki vera Guð fyrir ofan þá skilgreiningu.

Vinstrið vill taka út frelsi einstaklingsins og stjórna öllu í lífi einstaklingsins og jafnvel huga fólks, svona eins og Stóri bróðir, George Orwells.

Fáein valin elíta stjórnar svo öllu, hvað er rétt og rangt, alveg eins og það var með 1% elítuna í Sovétríkjunum sem stjórnaði öllu.

 

Kristin gildi hafa verið undirstaða þjóðfélaga Vesturlanda.

Kristni hefur jafnvægi forms og frelsis fyrir þjóðfélög okkar.

Form til að halda saman þjóðfélagi, en á sama tíma verkfæri til að leyfa einstaklingsfrelsið.

Kristni byggist á röð og reglu, en leyfir á sama tíma fjölbreytileika, leyfir jafnvægi á milli forms og frelsis.

Við viljum ekki globalisma, viljum ekki tribalism heldur national structure með Guð sem æðsta viðmið, segir Doug Wilson...það er hið raunverulega "Christian nationalism".

Og "Christian nationalism" hyllir umburðalyndi, til allra þeirra sem eru ekki kristnir, t.d. múslimar, hindúar og Búddatrúar. Enda er trúfrelsi allsstaðar í Vestrænum þjóðfélögum.

Ég mæli með horfa á þetta snilldarviðtal sem skýrir hlutina á svo miklu betri hátt en ég er að skrifa.

Sjá hér:

https://www.youtube.com/watch?v=4K1nnOXKrUg

 


G7 að breytast í þjófasamtök

Ótrúlegt en satt, G7 eru ennþá að hugsa um að ræna 300 milljarða varasjóði Rússa, sem þeir frystu (ólöglega).

Enginn valkostur hefur verið tekinn út af borðinu þar sem G7 löndin halda áfram að ræða möguleikann á að nota rússneskar eignir sem Vesturlönd hafa fryst til að aðstoða Úkraínu, hefur Reuters eftir háttsettum embættismanni bandaríska fjármálaráðuneytisins.

Washington og bandamenn þeirra hafa fryst um 300 milljarða dollara af eignum rússneska seðlabankans vegna refsiaðgerða sem voru samþykktar til að bregðast við hernaðaraðgerðum Moskvu gegn Kænugarði í febrúar 2022.

Um 200 milljarðar dollara af því fé eru í haldi í ESB.

Bandaríkin hafa haldið því fram í marga mánuði að alþjóðalög heimila að fjármunirnir séu teknir upp, en Þýskaland og Frakkland hafa lýst yfir áhyggjum af því að slík ráðstöfun gæti skapað hættulegt fordæmi.

Örlög hinna frystu rússnesku eigna verða rædd á fundi utanríkisráðherra G7, sem á að hefjast í Capri á Ítalíu á miðvikudag, sagði ónefndur embættismaður í fjármálaráðuneytinu við stofnunina á þriðjudag.

Vestrænu ríkin munu kanna allar tiltækar leiðir til að nota peningana til að aðstoða Zelensky.

Þjófnaður kallast þetta réttu nafni og þetta er ólöglegt sem Bandaríkjamenn reyna að halda fram.

 

Fall traust á fjármálamörkuðum framundan ef þeir láta verða af þessu.

Fjármagnsflótti frá Vesturlöndum.

Engin mun vilja geyma fé sitt á Vesturlöndum.

Eru þeir svona vitlausir að sjá þetta ekki?

Eða er ofstækið svona mikið og rétttrúnaðurinn?

Fjármálakerfi Vesturlanda er viðkvæmt núna á krepputímum og það mun versna enn frekar.

Þjóðir heimsins munu hætta að geyma fé sitt á Vesturlöndum, þær munu hætta að fjárfesta á Vesturlöndum, vegna þess að þær gætu lent í hakkavél viðskiptaþvingana Vestursins. Fé þeirra væri stolið.

Ótrúlegur eyðileggingamáttur eru viðskiptaþvinganir og tvíeggjað vopn.

 

Veikgeðja leiðtogar Vesturlanda hafa enga sterka leiðtoga sem lesa fram í tímann eða stöðuna hverju sinni.

Allar ákvarðanir byggjast á rétttrúnaði og tilfinningum.

Tilfinningar ráða för en ekki köld rökhugsun.

 

Og til að bæta ofan á heimskulega áætlanir að ræna fé Rússa.

Þá munu þessir peningar ekki hjálpa til.

Það eru einfaldlega ekki til næg Nato vopn á lausu og Úkraínu vantar mannskap.

Vopn og mannskortur sem sagt.

Rússar eru núna hægt og rólega að brjóta niður víglínu Úkraínumanna.

Úkraínumenn eru núna með hálfar herdeildir og ná ekki að fylla upp í skörðin.

Rætt hefur verið að hörfa til að stytta víglínuna. En Rússar geta (og ætla líklega) að opna nýja víglínu í norðri. Vonlaust fyrir Úkraínumanna.

Undanfarið hafa Rússar verið að taka út orkukerfi Úkraínumanna.

Þar sem engar loftvarnir eru til staðar, því geta Rússar klárað dæmið og tekið út allt rafmagn og það á einum degi. Líklega gera þeir það á réttu augnabliki.

Í raun þá er sama hvað gert er, Rússar hafa svör.

 

G7 er sem sagt ennþá með á borðinu að ræna varasjóði Rússa.

Þvíllíkt glapræði sem það yrði og afleiðingar langt fram í framtíðina.

 

 

 


Jim Ratcliffe á 1,4% af Íslandi

Svona til að átta sig á stærðinni, þá erum við að tala um nkl. sömu stærð á við allar Færeyjar, en Færeyjar eru 1,393 km2 en 1,4% er 1443 km2....Reykjanesskagi er 829 km2

 Ég var að blaða í gömlum blaðagreinum og rakst á grein um Jim Ratcliffe, sem á 1,4% af Íslandi og það er tilefni þessa bloggs.

Það voru miklar umræður um kaup útlendinga á landi á Íslandi fyrir nokkrum árum síðann, og talað var líka um kaup Kínverja á Grímstöðum á sínum tíma og Kínverjar gætu hreinlega keypt upp Ísland og þar með færi sjálfstæði Íslands.

Dálítið langsótt, en þó? Jim Ratcliffe á 1,4% af Íslandi og hann er einstaklingur!

Umræður um þetta fjöruðu síðan út, en rætt um að umbætur á lögum, þannig að einstaklingar sem keyptu jarðir þyrftu að hafa heimilsfesti á Íslandi.

En ekkert hefur verið gert.

 

Það væri gaman að vita hver staðan er með jarðir Jim í dag?

Á hann ennþá 1,4% af Íslandi?

Voru gerðar breytingar á lögum?

Ég kíkti á Jarðarlög nr. 84, 2004 en þau hafa breyst síðan ég las þau í skóla á sínum tíma.

Skv. 10 gr þarf heimildir sveitafélaga og ráðherra fyrir ráðstöfun fasteignar fyrir lengri en 7 ár, þ.e.a.s. ef þau erfast ekki.

Þannig að í dag virðist vera einhverjar opinberar takmarkanir á notkun jarða,

10 gr. b liður, virðist þó vera leið fyrir erlenda lögaðila til að eiga land á Íslandi, ef ég er að skilja lögin rétt? En greinin fjallar aðeins um upplýsingaskyldu.

 

[10. gr. b. Upplýsingar um eignarhald lögaðila undir er-

lendum yfirráðum o.fl.

# Ákvæði þetta gildir um lögaðila sem eiga bein eignar-

réttindi yfir fasteign eða fasteignaréttindum sem falla undir

[gildissvið þessara laga skv. 3. gr.],1) enda uppfylli lögaðili

a.m.k. eitt af eftirtöldum skilyrðum:

1. Lögaðili hefur annaðhvort aðalstöðvar eða aðalstarf-

semi í öðru ríki eða hefur þar heimili samkvæmt samþykkt-

um sínum eða um er að ræða útibú erlends lögaðila.

2. Lögaðili fellur undir gildissvið laga um skráningu

raunverulegra eigenda og er [samanlagt]

1) að 1/3 hluta eða meira í beinni eða óbeinni eigu erlends eða erlendra lögaðila

eða er undir yfirráðum erlends eða erlendra lögaðila.

3. Lögaðili fellur undir gildissvið laga um skráningu

raunverulegra eigenda og er [samanlagt]1) að 1/3 hluta eða

meira í beinni eða óbeinni eigu erlends eða erlendra fjár-

vörslusjóða eða sambærilegra aðila eða er undir yfirráðum

slíks eða slíkra aðila

 

Svo að erlend stórfyrirtæki og auðhringar, gætu í raun keypt jarðir hérna, undir skilmálum 10 gr.

Engar kvaðir virðast vera í jarðarlögum og ekki einu sinni minnst á EES samninginn. Jarðarlög eru illa saminn, sýnist mér og það vantar heilmikið í þau.

T.d. sá ég enga kvöð að viðkomandi erlendi aðili þurfi að hafa íslenskt lögheimili hérna eða lögfesti.

Vel getur verið að þetta komi fram í öðrum lögum? Ég er bara orðin ryðgaður í lögum um fasteignir og þarf heilmikla lesningu og upprifjun.

 

Mér sýnist í fljótu bragði engar breytingar hafa verið gerðar og raun gætu erlendir milljarðamæringar eða jafnvel erlend ríki keypt upp Ísland.

Hvað varð um frumvarp Sigurðs Inga í Framsókn?

 

Heimildir:

https://www.ruv.is/kveikur/thetta-eru-jardirnar-sem-ratcliffe-hefur-keypt/

https://www.ruv.is/kveikur/ratcliffe-storeykur-eignaumsvif-sin-a-islandi/

https://www.althingi.is/lagasafn/pdf/154a/2004081.pdf

https://www.althingi.is/altext/146/s/1156.html

https://kjarninn.is/frettir/2019-07-18-sigurdur-ingi-vill-ganga-eins-langt-og-haegt-er-i-nyrri-loggjof-um-jardakaup/

https://utvarpsaga.is/herda-tharf-reglur-um-jardakaup-erlendra-audmanna-her-a-landi/

https://www.bbl.is/lif-og-starf/almenningur-telur-ad-stjornvold-aettu-ad-setja-skordur-vid-jardakaup-erlendra-adila

 


Veikburða árás Íran

Árás Írana var furðu veikburða og olli tiltölulega litlum skaða fyrir Ísrael, miðað við umfang árásarinnar, skrifaði The New York Times.

Íslamska lýðveldið sendi að minnsta kosti 185 dróna og 36 stýriflaugar í hefndarskyni fyrir mannskæða árás ísraelska hersins á ræðismannsskrifstofu Írans í Damaskus, að sögn NYT.
Ísraelska loftvarnakerfið stöðvaði 99% af um 300 írönskum flugskeytum sem flugu í átt að því, að því er blaðið Times of Israel hefur eftir Daniel Hagari, talsmanni ísraelska hersins.

Að hans sögn skutu Íranar 185 drónum á loft í átt að Ísrael, en enginn þeirra náði landamærum Ísraels og voru skotinn niður af ísraelska hernum og bandamönnum hans. Að auki skutu Íran 30 stýriflaugum á Ísrael og tókst þeim að stöðva 25 þeirra.

Hagari sagði einnig að Íranar hafi skotið 120 eldflaugum á Ísrael. Sumir þeirra komust í gegnum eldflaugavarnarkerfi Ísraels og náðu til Nevatim flugstöðvarinnar. Herstöðin varð fyrir minniháttar skemmdum, sagði hann.

Tölurnar eru dálítið misvísandi, en drónarnir skiptu hundruðum og á annað hundrað eldflaugar.

 

Bretar og Bandarísk skip tóku þátt í vörnum Ísraels og Bandarískar herstöðvar í Írak og Sýrlandi skutu marga dróna og eldflaugar.

Jórdanar skutu niður fjöldu dróna yfir þeirra lofthelgi, þrátt fyrir að Íranir hótuðu þeim öllu illu ef þeir gerðu slíkt.

 

Vel gæti verið að Klerkastjórnin ætli að láta sér duga þessi árás og séu að reyna að halda andliti, alveg eins og þegar Bandaríkjamenn drápu Íranska hershöfðingjan Qasem Soleimani, þá sendu Íranir flugskeyti á Bandarískar herstöðvar í Sýrlandi og Írak og svo ekkert meir.

Íranir voru fljótir að vara við að ef Ísraelar og Bandaríkjamenn svöruðu fyrir sig, þá myndi stríð stigmagnast, en í raun voru þeir þegar á bak við tjöldin hjá Sameinuðu Þjóðunum að reyna að dempa niður frekari átök og helsti hershöfðingi Írana hefur þegar komið fram á blaðamannafundi og sagt að refsiaðgerðum gegn Ísraelum sé lokið....

Sem sagt sýna Miðausturlöndum og heimamönnum að Klerkastjórnin sé sterk og geti svarað fyrir loftárásina á sendiráð þeirra í Sýrlandi.

 

Það er meira áhugaverðara að sjá hvernig Ísraelar og Bandaríkjamenn bregðist við?

Íranir telja málinu sé lokið af þeirra hálfu..

En hafa þeir ekkert lært af sögunni?

Sé litið til sögu Ísraels og Bandaríkjanna, þá ættu þeir að vita betur.

Kærkomið tækifæri fyrir Bandaríkin að taka á Írönum, það hefur legið í loftinu í fjölda ára. Og Íranskir staðgengils skæruliðar hafa verið að ráðast á Bandarískar herstöðvar í Mið austurlöndum allt síðasta ár.

Svo gæti farið að Bandaríkjamenn og Ísraelar fari alla leið.

Kannski? Kannski ekki? Enginn veit?

Það má ekki gleyma að Biden vill ekki stríð fyrir forsetakosningarnar í nóvember.

En miðað við hvernig Ísraelar brugðust við 7 október fjöldamorðum Hamas.

Þá gætu viðbrögðin orðin mikil.

Bandaríkjamenn ætla að styðja Ísraela sbr. þessi orð Biden:

"Biden said that the US commitment to Israel security against the background of the Iranian attack remains "unshakeable"

En á bakvið tjöldin er talað um að í símtali Biden og Netanyahu í gærkveldi. Að Ísraelar eigi ekki að svara fyrir sig, svo Miðausturlönd fari ekki í fullt stríð. Sem sagt eitt er sagt opinberlega og annað á bakvið tjöldin.

 

Hvað gerist næst?

Jú, Ísraelar gætu svarað fyrir sig. Mögulega dragast Bandaríkjamenn inn í stríðið líka hvort sem þeim líkar betur eða ekki.

Og hvernig geta Ísraelar svarað fyrir sig?

Þeir byrja líklega á netárásum, og kannski nota þeir Stuxnet netvírusinn ógurlega aftur og það opinberlega?

Íran verður ekki unnið auðveldlega hernaðarlega, heldur er auðveldara að taka þá út efnahagslega.

Stríð vinnast í raun oftast efnahagslega. Áratuga efnahagsþvinganir Vestursins hefur veikt Íran gríðarlega. Og legið við uppþotum og miklum óróa innan Írans.

En í Íran búa fjölda þjóðarbrota sem eru illa við Persa sem eru í meirihluta.

 

Hvernig efnahagslega?

Jú, með því að taka út olíuhreinsunarstöðvar Írana og olíulindir og orkuinnviði.

Tekið út vatnstíflur og rafkerfi.

Landið er svo til gjaldþrota og má ekki við að missa tekjur, það gæti því að innanlandsóeirðir hefjist og landið fellur innan frá.

Það er líka gríðarlegur vatnskortur í landinu ofan á allar viðskiptaþvingarnar.

Þetta gæti verið upphaf að endi Klerkastjórnarinnar.

 

Þegar farið er í stríð, þá hefst atburðarás sem enginn stjórnar.

Ég tel næstum öruggt að Bandaríkjamenn og Ísraelar vilji nota tækifærið og eyðileggja kjarnorkuvopna verkefni Írana.

Auðveldast er sem sagt að taka út orkuinnviði Írans og keyra landið í gjaldþrot.

Bandaríkjamenn álykta sem sagt að Íranir í gegnum staðgengla þeirra (Húta í Yemen) eru þegar byrjaðir að trufla heimsviðskipti með olíu og því er eins gott að klára dæmið, en vilji þó bíða með aðgerðir þar til eftir forsetakosningar í nóvember.

En Íranir munu reyna trufla viðskipti í Persaflóanum, ef örvæntingin verður of mikil.

 

Íranir bera fulla ábyrgð á ófriðinum í Miðausturlöndum.

Þeir byrjuðu stríðið, með því að nota Hamas og 7 október hryðjuverkið telst upphafsdagur stríðsins. Íranir nota Hezbollah í Lebanon til árása á Ísrael og svo Húta í Yemen til að ráðast skip á Rauðahafinu og svo fjölda staðgengils vígahópa í Sýrlandi og Írak.

Slóðin liggur glóðvolg til írana.

 

Ísraelar eiga líka yfir 200-300 kjarnorkusprengjur og geta auðveldlega tekið Íran út.

En afar ólíklegt að þeir þurfi að nota slíkt.

 

Svo er annað, Biden stjórnin gæti gripið tækifærið og yfirgefið tapað stríð Úkraínmanna, með þá afsökun að þeir þurfi að bjarga Ísrael, gott tækifæri fyrir næstu forsetakosningar.

Eins og ég hef bent á, þá er fólk fljótt að gleyma og snúa sér að næsta stríði.

 

Heimildir:

https://www.youtube.com/watch?v=vF7LrhQMcYw

https://www.rt.com/news/595934-biden-no-support-iran-retaliation/

https://www.rt.com/news/595928-punishment-israel-completed-tehran/

 

 


Georgíuvín - Kákasus og Svartahafið

Ég ætla að blogga núna í dag um allt aðra hluti en vanalega, eða um vín sem er óvenjulegt af minni hálfu. Blogga sérstaklega um vín sem eru ekki algeng.

 

Georgíuvín:

Núna nýverið er hægt að fá í Vínbúðinni Georgíuvín.

Georgía er með elstu vínframleiðslu í heimi, yfir 8.000 ára sögu.

Vagga vínmenningar er í Kákasus fjöllum, ekki Ítalíu eða Spáni.

Þaðan kemur orðið "wine"/vín.

Frjósamir dalir og hlíðar Suður-Kákasus voru heimili fyrir vínviðaræktun í að minnsta kosti 8000 ár.

Vegna árþúsunda víngerðar og þess áberandi efnahagslega þýðingu vín hefur fyrir Georgíu í þá eru vín og vínrækt samtvinnuð þjóðareinkenni Georgíu og menningararfur.

Árið 2013 bætti UNESCO hinni fornu, hefðbundnu georgísku víngerðaraðferð með Kvevri leirkrukkunum á lista UNESCO yfir menningararf. Þekktustu georgísku vínhéruðin eru í austurhluta landsins, svo sem Kakheti (skipt frekar í örsvæðin Telavi og Kvareli) og Kartli, en einnig í Imereti, Racha-Lechkhumi og Kvemo Svaneti, og strandsvæði eins og Adjara og Abkasía.

Abkasía er reyndar leppríki Rússlands og hugsanlega að sameinast Rússlandi.

Helsta útflutningsríki Georgíu vína er Rússland, en Evrópusambandið er að koma afar sterkt inn og verður líklega aðal markaðssvæði Georgíuvína, sbr. að þau fást nú þegar á Íslandi.

 

Hefðbundin georgísk þrúguafbrigði eru lítið þekkt utan Svartahafssvæðisins.

Það eru næstum 400 vínþrúguafbrigði til að velja úr, en aðeins 38 tegundir ræktaðar opinberlega fyrir vínrækt í atvinnuskyni í Georgíu.

Fjöldi Georgíu rauð- og hvítvína fást í ATVR og um að gera að skoða úrvalið.

En því miður eru flest þeirra á reynslu og því fást aðeins á fáeinum stöðum Vínbúðarinnar og þarf t.d. að gera sér ferðir í þessar 4-5 vínbúðir sem vínin fást.

 

Krímarvín:

Fást ekki á Íslandi, en ég get vottað að þau eru feiknagóð og með afburðagæði.

Saga víngerðar á Krím er löng en með hlé-um sérstaklega þegar Ottomanar réðu yfir Krím.

Saga vínræktar er þó gömul, eða yfir 2000 ára, en Forn Grikkar byggðu Krím (og margir afkomendur búa ennþá þarna).

En saga vínræktar er þó ekki eins gömul og í Georgíu og Kákasus.

Vínrækt blómstrar á Krím í dag.

Og helstu vín eru.

"Massandra", "Inkerman", "Sun Valley", "Gold beam", "Koktebel", "Magarach", "Suter", "Novyi Svit", "Legend of Crimea"

Svartahafsloftslagið hentar frábærlega undir vínrækt og Krím vínin afburða góð.

Helstu vínþrúgur eru Crimean grape varieties er af vestur Evrópskum uppruna eins og Cabernet Sauvignon og Aligoté. Aðrar þrúgur eru meira ættaðar frá austur Evrópu, eins og Saperavi .

Hins vegar eru vínviður af Muscat fjölskyldunni ríkjandi.

 

Ég veit að fleiri svæði eru með góða vínrækt, sbr. Búlgaría, Rúmenía og Moldova.

Svarta hafið er eins og önnur útgáfa af Miðjarðarhafinu.

 

 


Hunter Biden úkraínskt fyrirtæki notað fyrir hryðjuverkaárásir í Rússlandi?

Skv. fréttum frá Russia Today, þá tengist Úkraínskt fyrirtæki hryðjuverkinu í Moskvu eða svo fullyrðir RT.

Þar er tenging til Hunter Biden en hann er sonur Bandaríkjaforseta.


Margir aðilar, þar á meðal Burisma Holdings, hafa tekið þátt í að fjármagna hryðjuverk, fullyrða rússneskir rannsakendur.

Sakamálarannsóknir á fjármögnun hryðjuverkastarfsemi í Rússlandi og erlendis hafa verið hafnar gegn nokkrum einkafyrirtækjum, að því er rannsóknarnefnd landsins tilkynnti á þriðjudag. Á lista yfir grunaða er meðal annars úkraínska iðnaðarsamsteypan Burisma Holdings, sem tengist spillingarmáli í kringum Biden-fjölskylduna sem hefur dregist á langinn.

Hingað til hafa rannsakendur „staðfest að fjármunirnir, sem streyma í gegnum viðskiptastofnanir, þar á meðal olíu- og gassamsteypuna Burisma Holdings, sem starfar í Úkraínu, hafi verið notaðir á undanförnum árum til að framkvæma hryðjuverkaárásir í Rússlandi,“ sagði talskona nefndarinnar, Svetlana Petrenko. Hryðjuverkastarfsemi hefur einnig náð út fyrir landið, sem miðar að því að „útrýma áberandi stjórnmálamönnum og opinberum persónum, auk þess að valda efnahagslegum skaða,“ bætti hún við.

 

Það að fyrirtæki sem Biden fjölskyldann hefur átt í nánum samskiptum við, þýðir ekki endilega að Hunter sé neitt viðriðinn við hryðjuverk, en bara það að vera með tengsl við Burisma Holdings gerir þetta óþægilegt fyrir kosningabaráttu föðursins.

 

Heimildir:

https://www.rt.com/russia/595652-hunter-biden-burisma-terrorist-attack/

 

 


Forseta ringulreiðin - galli í kosningalögum

Hvað eru margir kjósendur komnir fram?

Síðast ég vissi þá höfðu yfir 60 lýst yfir áhuga.

En raunverulega, þá munu aðeins hluti af þeim fá nógu marga meðmælendur.

En það þarf um 1500 meðmælendur á forsetaframbjóðenda.

Það er reyndar allt of lág tala og þyrfti að vera 5.000.

Svo við fáum raunverulega frambjóðendur sem eiga raunhæfa möguleika á kosningu í framboði.

Frestur til að skila framboði rennur út 26 apríl næstkomandi. Og þá vitum við raunverulega tölu frambjóðenda.

Utankjörstaðafundir hefjast 2 maí og þá byrjar ballið.

 

Athyglisvert er að Danir sem eru fæddir fyrir 1946 hafa kosningarétt!

Sama á við Norræna ríkisborgara sem hafa kosningarétt ef þeir:

  • eru orðnir 18 ára á kjördag

  • eru með lögheimili í sveitarfélaginu

Aðrir erlendir ríkisborgarar hafa kosningarétt ef þeir:

  • eru orðnir 18 ára á kjördag

  • hafa átt lögheimili á Íslandi í 3 ár samfellt fyrir kjördag

Þetta eru furðu rúmar reglur mynd ég segja. Og spurning hvort það þarf ekki að fara að endurskoða þessar reglur og herða þær?

 

Síðan eru það niðurstaða um úrslit forsetakosningana sem er nokkuð skrítin

Segjum að það séu tíu frambjóðendur sem er líklegt niðurstaða. Þá gætu þeir í raun fengið 10% hver og allt jafnt.

En frekar ólíklegt að það gerist.

Það sem er líklegt er að við fáum forseta sem er kannski með 15% fylgi. Og forsetinn á víst að heita sameiningartákn.

Viljum við fá forseta með 15% fylgi?

 

Ég gat ekki séð í lögum um kosningar sem eru 21 blaðsíður, að þar kom eitthvað fram um að halda ætti aukakosningar og kosið yrði á milli 2ja efstu frambjóðenda?

Það vantar það í löginn.

Það væri sanngjarnari niðurstaða fyrir þjóðina og líkur að frambjóðandinn geti talist sameiningartákn. Ég get ekki heldur séð að það séu lágmarksprósentur sem frambjóðandi þurfi að hafa til að vera kosinn forseti.

Það getur vel verið að þær greinar séu til, en það hafi farið framhjá mér, og vinsamlega leiðréttið mig.

En ef þetta eru kosningareglurnar eins og ég held að þær séu, þá eru þær meingallaðar og þyrfti að stokka þær upp.

Stjórnarskráin segir eftirfarandi um kjör forseta Íslands.

 5. gr.

Forseti skal kjörinn beinum, leynilegum kosningum af
þeim, er kosningarrétt hafa til Alþingis. Forsetaefni skal hafa
meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000.
Sá, sem flest fær atkvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri, er rétt
kjörinn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri, þá er hann rétt
kjörinn án atkvæðagreiðslu.

Að öðru leyti skal ákveða með lögum um framboð og kjör
forseta, og má þar ákveða, að tiltekin tala meðmælenda skuli
vera úr landsfjórðungi hverjum í hlutfalli við kjósendatölu
þar.

 

Og ég vil fá þjóðaratkvæðagreiðslu um þau lög, en ekki einhverjir fáir alþingismenn taki sér það alræðisvald að stjórna því hvernig við veljum forseta.

 

Reyndar er á ég á þeirri skoðun, að við ættum að leggja forsetaembættið niður og fara einfaldlega Svissnesku leiðina og spara okkur mikinn pening.

 

Heimildir:

https://island.is/skilyrdi-fyrir-kosningaretti

https://island.is/v/forsetakosningar-2024/skil-framboda-og-medmaelalista

https://island.is/v/forsetakosningar-2024/loeg-reglur-og-eydubloed

 


Sigur í Slóvakíu - nýtt valdajafnvægi í austur Evrópu

Stjórnmál í austur Evrópu eru alltaf athyglisverð.

Peter Pellegrini hefur verið kjörinn næsti forseti Slóvakíu og bar sigurorð af fyrrverandi utanríkisráðherranum Ivan Korcok í atkvæðagreiðslu á laugardag. Pellegrini er náinn bandamaður Robert Fico, forsætisráðherra landsins, sem er harður andstæðingur þess að senda vopn til Úkraínu.

Pellegrini fékk 53,12% atkvæða samkvæmt tölum Hagstofu Slóvakíu, en Korcok fékk 46,87%.

Brussel leppurinn, Korcok hefur viðurkennt tapið. „Ég er virkilega vonsvikinn ef ég á að vera heiðarlegur,“ sagði hann stuttu eftir að úrslitin voru kynnt. „En vegna þess að ég er íþróttamaður í hjarta mínu virði ég árangurinn. Þetta var hátíð lýðræðisins."

Pellegrini starfaði sem forsætisráðherra á árunum 2018 til 2020 og er nú forseti Slóvakíu þings. Hann er bandamaður Fico, sem hefur snúið við ákvörðun fyrri ríkisstjórnar um að senda heraðstoð til Úkraínu.

Fico hefur verið harður gagnrýnandi á NATO og ESB vegna skilyrðislauss stuðnings þeirra við Úkraínu gegn Rússlandi og haldið því fram að ekki ætti að draga Slóvakíu inn í átökin. Hann hafði gagnrýnt Korcok sem „stríðsæsingarmanns sem styður hiklaust allt sem Vesturlönd segja honum að gera.

Pellegrini er sem sagt á móti hernaðarsendingum til Úkraínu, en Slóvakar hafa verið furðu stórtækir í hergagnasendingum miðið við stærð þjóðar. Svo mikið að þeir hafa svo til afvopnað sig. Þeim var lofað Bandarískjum vopnum í staðinn fyrir Sovétsk vopn sem þeir sendu til Úkraínu, en það mun líða langur tími í þær efnir.

Því Nato er með vopnaskort.

 

Stjórnmálaleg staða á svæðinu er líka athyglisverð, því Slóvakar munu nú vera í sama liði og Ungverjar með Viktor Orbán og svo ESB kandidatinn, Serbía með Aleksandar Vucic.

Slóvakía á einnig landamæri að Úkraínu ásamt Ungverjalandi.

Og gæti gert kröfu í gömul svæði í Vestur Úkraínu, ásamt Ungverjum og Pólverjum.

Eitt er víst það þetta eru enn ein leiðinlegu tíðindin fyrir Zelensky.

Sem fær litla sem enga hernaðar- og peningaaðstoð lengur.

 

Slóvakar gætu haft mikinn ávinning að vinna með Ungverjum, Serbum Rússum. Samanber aðgang aðgang að gas- og olíupípum sem koma frá Rússum.

Að fá orku skilur á milli lífs og dauða.

Rússar hafa byggt upp kjarnorkuver Ungverja og útvega þeim kjarnorkueldsneyti.

Og sama gæti verið uppi á teninginum með Slóvaka, en þeir eru þegar með 5 kjarnorkuofna í notkun.

Kjarnorkueldsneyti liggur ekki á lausu og eru Rússar ráðandi þar, eins og með gas og olíu. Meira að segja Bandaríkjamenn hafa þurft að kaupa kjarnorkueldsneyti frá Rússum.

Vinsamlegri samskipti við Rússa, gæti hjálpað Slóvökum gríðarlega efnahagslega, og það gæti verið skýringin á sigri Pellegrini.

Núna er að myndast "öxull" þriggja ríkja sem eru vinsamleg Rússum, og gæti mögulega tengst Rússum landfræðilega, ef Rússar taka alla Úkraínu.

Ungverjar, Slóvakar og Serbía mynda þannig landfræðilega brú við Rússland.

Þetta er veruleiki sem austur Evrópuþjóðir eru að upplifa. En hann er að Rússland er nágranni sem þarf að vinna með en ekki gegn. Enda eru Rússar Evrópuþjóð.

 

Heimildir:

https://en.wikipedia.org/wiki/Nuclear_power_in_Slovakia

https://www.youtube.com/watch?v=Mct6AzUZW4U

 

 


Rússar ætla að verða fjórða stærsta hagkerfi heimsins.

Mikhail Mishustin, forsætisráðherra, telur að efnahagur Rússlands hafi allar forsendur til að verða eitt af stærstu hagkerfum heims.

Samkvæmt mati Alþjóðabankans er Rússland eitt af fimm stærstu hagkerfum heimsins hvað varðar PPP.

Og það tókst þrátt mestu efnahagsþvinganir sem hægt er að hugsa sér.

 

Ekki er langt síðan í ávarpi [til Dúmunnar] setti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, metnaðarfullt verkefni að verða eitt af fjórða stærsta hagkerfin heimsins á næstu árum.

Það eru forsendur fyrir því," sagði Mishustin í ársskýrslu í Dúmunni og bætti við að mikill hagvöxtur hafi verið viðvarandi í byrjun þessa árs.

Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Rosstat ríkistölfræðiþjónustu landsins jókst landsframleiðsla Rússlands um 3,6% árið 2023.

 

Rússar eru reyndar með þessar stundirnar stríðsefnahagskerfi, sem þýðir að hjól efnahagslífsins snúast um að hjálpa hergagnaiðnaðinum.

Og hjól efnahagslífsins eru á fullri ferð út af því.

 

Stríðið lýkur á þessu ári, hvað þá?

Hvað fær Rússa til að halda að þeir geti orðið eitt af fjóru stærstu efnahagsveldum heimsins?

Rússar eru geimferðaþjóð og hátækni.

Hámenntað vinnuafl og hörkuduglegt, skilvirkt markaðskerfi án lítillar ríkisafskipta er t.d. góður grunnur. Svo til engar erlendar skuldir.

Ofan á það eru gríðarlegar náttúruauðlindir Rússa.

Olía, gas, kol, áburður, kjarnorkueldsneyti, timbur, endurnýjanleg orka, hveiti, demantar og málmar.

Eftir stríð verður svo hergagnasala til útlanda ráðandi.

Svo það er úr nógu að taka.

Og Rússar eru á fullu við framleiða allt sjálfir. Bílar, micro chips, flugvélar, skip o.s.frv.

Verða algjörlega sjálfbærir með alla framleiðslu og óháðir útlöndum.

Já flugvélar, Rússar ætla að framleiða allar sínar farþegaflugvélar sjálfir, sbr. Irkut MC-21 sem er háþróaðri en Boeing og Arbus varðandi eldneytisneyðslu.

Og það verða sóknartækifæri til flugvéla útflutnings.

 

Bandaríkjamenn með sínar 34 trilljarða skuldir og Kínverjar með sínar 63 trilljarða földu skuldir, hafa gríðarleg vandamál framundann, og ekkert sjálfgefið þessi ríki verði í efstu sætunum. Japanir, Bretland, Frakkland og Þýskaland eru öll í stöðnun og á niðurleið og eru á hraðleið niður listann.

 

Þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Vestursins, þá geta Rússar þetta, aðallega í gegnum BRICS samvinnuna sem á eftir að hjálpa mikið til, nóg af mörkuðum, Asía, Afríka og Suður Ameríka.

 

Heimildir:

https://www.youtube.com/watch?v=q1mvXgJtpRk

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband