Færsluflokkur: Evrópumál

Skattar eru ekki lausn við öllu

 

Skattaofstækið... Ég las grein í Viðskiptablaðinu í dag.

Joseph Stiglitz, bandarískur Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, skrifaði inngang skýrslunnar um skatta

Þar segir í Viðskiptablaðinu:

"Samkvæmt nýrri skýrslu frá skattamálastofnun Evrópusambandsins myndi 2% skattaálagning á alla milljarðamæringa heims skila í kringum 250 milljarða Bandaríkjadali í ríkistekjur á heimsvísu á ári.

Fréttastofan BBC vitnar í skýrsluna sem segir að milljarðamæringar heimsins séu í dag um 2.500 talsins og að samanlagður auður þeirra sé um 13 billjónir Bandaríkjadalir.

Skýrsla skattamálastofnunarinnar, sem er hluti hagfræðiháskóla Parísar, var unnin til að kanna hversu árangursríkar aðgerðir undanfarinn áratugar hafa verið til að tryggja að ríkustu einstaklingar og fyrirtæki borgi sinn hlut í skatt."

Það er dæmigert fyrir skattamálastofnun ESB að vera að kortleggja hvernig hægt er að skattleggja meira.
Enda er ESB kommúnistasamband. Sovétríki Evrópu.
Það sem er ekki sagt í þessarri grein, er að ríkir borga meiri skatta en aðrir, vegna þess að þeir afla meira.
Og það sem líka vantar í greinina. Er að ef eitt land eða álfa fer að vera með ósanngjarna og háa skattheimtu á ríka, þá flýja þeir með fjárfestingar sínar annað og þar með verður landið (álfan), algjörlega af fjárfestingu, atvinnusköpun og skattfé...


Bretar fóru í eignaupptöku á Rússneskum olígörkum í Bretlandi.

Afar slæmt fordæmi og setti aðvörunarmerki til allra milljónera um allan heim að það er hættulegt að fjárfesta og geyma peninga í Bretlandi.

Sjaldan hefur verið svo lítið að gera í fjármálahverfi London, City.

Út af viðskiptastríði við Rússa, þá er Bretland í efnahagskreppu.

Það að ráðast á Rússneska auðkýfinga, sendi skilaboð til allra hinna.

Kínverjar, og fleiri þjóðerni eru að færa peninga sína á aðra og öruggari staði.

Það sem ég er að reyna að koma að með þessu innleggi, er að fjármagn er afar hreyfanlegt og auðvelt að fara með það annað.


Það þarf að hugsa þetta dýpra.
Stóra vandamál Vestrænna samfélaga er OF HÁ SKATTHEIMTA Á ALLA. Ríka og fátæka. Algjörlega óþörf ríkisbákn sýgur til sín peninga, stjórnkerfi sem eru of stór og eru að gera hluti, sem þau eiga alls ekki að vera að gera.

ESB ætti að vera að hugsa um minnka ríkisbákn og lækka skatta, en er of önnum kafin við að finna nýja skatta á okkur og það nýjasta eru loftlagsskattarnir.

Verði þeir of háir, þá fara Evrópsk fyrirtæki með framleiðslu sínu út úr ESB.

Sósíalistarnir hugsa hlutina aldrei til enda og halda að skattar séu raunveruleg efnahagsstefna og lausn við öllu.

Heimild:

https://vb.is/frettir/osanngjorn-skattlagning-er-bein-ogn-vid-lydraedi/

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband