Færsluflokkur: Ísland
Afhverju er enginn hægriflokkur til á Íslandi?
2.5.2022 | 19:53
Afhverju er enginn hægriflokkur til á Íslandi?
Í langann tíma, tíma taldist Sjálfstæðisflokkurinn vera hægra megin í stjórnmálaritrófinu.
En...vandamálið er að inn á milli eru margir í flokknum að daðra við miðjuna og lengra vinstra megin, og hafa sósíaldemókratísku taugar. Baráttan er hörð innan flokksins.
T.d. klufu nokkrir sig úr flokknum og stofnuðu Viðreisn, sem er sósíaldemókratar flokkur, jafnvel Sósíalistaflokkur.
En ekki allir, það eru ennþá margir í XD með taugar til ESB og eru ennþá í flokknum og eru í raun sósíalistar. Og sósíalistarnir virðast vera hafa yfirhöndina í flokknum. Það virðist ekki vera neinn munur á mili flokkana á þingi, hver sér t.d. mun á stefnu Sjálfstæðisflokksins, VG og Framsóknar?
Íslenska þjóðfylkingin hefur ekki náð sér á strik og ekki hægt að telja hana með.
Margir bundu vonir við Viðreisn, en hann hefur reynst úlfur í sauðargæru og það er nkl. engin munur á Viðreisn og Samfylkingu, báðir hreinir sósíaldemókrataflokkar.
Til hvers að kjósa Viðreisn? Þegar Samfylking er með nkl. eins stefnu?
Margir hægrisinnaðir kjósendur Viðreisnar, eru núna að vakna við vondann draum, horfandi á spilltann flokkinn í borginni og sjá eineggja flokkana Samfylkingu og Viðreisn með nkl. Sömu stefnu og munu ekki kjósa flokkinn í næstu kosningum.
Hvað gerir sanntrúaður lýðræðislega sinnaður hægrimaður eins og ég?
Voða lítið, ég er landslaus og í hægri tilvistarkreppu.
Ég hef tekið eftir því að ansi margt hægrisinnað fólk eins og ég eru landlaust í stjórnmálunum.
Við höfum ekki alvöru hægri flokk á Íslandi!...Við erum sem sagt í landi sósíalistanna, allt saman vinstri og miðjumoð. Meðalgreint fólk er fljótt að átta sig á stöðunni á alþingi. Hver og einn einasti flokkur á Íslandi er í miðju- og vinstramegin í litrófinu.
Ósigur og fall sósíaldemókratanna er í gerjun.
Ég hef lengi haldið því fram að Sósíaldemókratar sé bara Kommúnismi á kennitöluflakki.
Þegar kommúnisminn fell og tapaði hagfræðinni fyrir markaðskerfinu.
Þá reyndu þeir að lappa upp á ónýta hugmyndafræði.
Og hleyptu inn markaðskerfinu, en héldu þó upp á sína forsjárhyggju og rétttrúnað og ofstjórnun. Ný Marxismi er nýja stefna Sósíaldemókrataflokkana.
Hvað er sú stefna?
MARXISM and NEO MARXISM
Marxism:Marxism is based on the writings of Karl Marx.
He argued, that society was shaped by the economy and it is conflict based perspective.
Neo Marxism: Neo Marxism has developed the ideas of Marx, but took in to account the changes that occured in the 20th century.
Rather than only considering class, they also consider the role of idea and culture.
Sem sagt forsjárhyggja og rétttrúnaður...
Við sjáum þetta í Bandaríkjunum, þvílík skipbrot Sósíaldemókratismi er, sama á við Þýskaland, Frakkland og Bretland, allt eru þetta Sósíaldemokratalönd í mikilli efnahagskreppu. Enda snýst stefnan um skattaokur, skuldasöfnun, ríkisbákn og forsjárhyggju.
Undir merkjum Demókrataflokksins, eru undirmerki eins og Feminismi, Anarkismi, No Border og Antifa.
Demokratar hikuðu ekki við að nota þessi undirflokka til að brenna og skemma til þess að ná völdum. Borgir voru brenndar í nafni BLM.
Samfélagsmiðlarnir eru notaðir til að ritskoða fólk, Facebook og TWITTER.
Forsjárhyggja og rétttrúnaður í algleymingi. Djúpríki Demokrata tókst meira að segja að svindla inn í embætti, manni með elliglöp.
Maður sem er búið að ganga frá heilu heimsveldi. Það stendur ekki steinn yfir steini, bæði heima fyrir og erlendis. USA að missa dollarann sem alheimsmynd og 35 trilljarða skuldir.
Það sem einkennir Sósíaldemókrataflokka. Er ofurskattlagning og skuldsetning.
Við þekkjum þetta vel í Reykjavíkurborg og Bandaríkin með Joe Biden.
Þeir eru nefnilega ennþá kommúnistar og halda að peningar vaxi á trjánum.
Í þessu liggur kerfisvilla Sósíaldemókratanna...
Ofurskattheimta og ofsa þungt regluverk skemma þjóðfélög og bjóða upp á stöðnun.
Þar sem Sósíalistarnir tóku upp markaðskerfið inn líka, þá er þessi hnignunar þróun hægari. En hnignun er í gangi.
Og kerfisvillann býður á endanum upp á gjaldþrot, sbr. Bandaríkin og ESB, sem er eitt stórt hningunarsamband.
ESB er eitt stórt Woke og Cancel Culture. Þar sem ráðist er á frelsi einstaklinga og frelsi þjóðríkja til að hafa einhverja sjálfstjórn. Frelsi einstaklinga og þjóðríkja er barið niður með hörku. Þær þjóðir sem hlýða ekki eru einangraðar, sektaðir og hótaðra. Einræðiskjarni innan ESB hefur verið að styrkjast ár frá ári frá 2005, og eftir því meiri völd ókjörnu embættismennirnir hafa, því hraðar hefur efnahagur ESB hnignað.
Formúlan er einföld, því meiri valdasöfnun í Brussel og minni völd þjóðríkja, þá hefur efnahagurinn versnað í því hlutfalli.
Andlegt og líkamlegt ofbeldi er hluti af Sósíalismanum.
Ótrúlega þungt regluverk og stjórn í Brussel, mynduð af fólki sem er ekki einu sinni lýðræðislega kosið. Veldur því að sambandið er eitt stórt stöðnunarsamband.
Þeir vilja stjórna öllu í daglegu lífi einstaklingsins.
Það koma upp atburðir sem valda því að hugmyndafræðin og stefnan bíður gjaldþrot. Við sáum það með kommúnisma Sovétríkjanna. Fallið...
Í dag erum við vitni að slíku falli.
Þegar Vestrið, í ofsahatri og ofstæki sínu, og í hugmyndafræði sinni að stjórna heiminum. Sá Rússland og Kína sem hindranir í Glóbalisma sínum.
Leiðin til að koma Kína niður, var að taka út Rússland fyrst.
Fyrst var sett upp útþensla Nato á þann hátt, að Rússland átti engrar annarar kosta völ en að fara inn í Úkraínu.
Þeim ögrað þannig og enginn samningsvilji sýndur, hvorki um hlutleysi eða um stækkun Nato. Fyrri loforð svikin.
Fullkomið staðgengisstríð fyrir Vestrið.
Þá hófst fyrsti hlutinn.Að setja slíkar viðskiptahindranir að Rússar færu í þrot. Gerð yrði bankaáhlaup og Rússland yrði gjaldþrota ríki "in facto".
Þá fyrst yrði hægt að taka út Kínverja.
Glóbalisminn snýst um efnahagsleg yfirráð Vestursins (Bandaríkin og Evrópa) yfir heiminum. Deila og drottna og stjórna hverjir halda velli.
Tæki og tól Glóbalistana:
Bandaríkin eru með eilífðar innrásir, valdarán, staðgengilsstríð og viðskiptaþvinganir.
Stutt af ESB og Evrópu. Nato er notað sem árásarbandalag til að framfylgja stefnunni.
Fundnar eru átyllur til að réttlæta innrásir (efnavopn, skortur á lýðræði) o.s.frv.
Nema hvað....núna stigu þeir á rangar tær...þeir potuðu í Rússneska Björninn.
Sósíaldemókratarnir hugsuðu dæmi ekki til enda með Rússland.
Enginn undirbúningur og hugsað um afleiðingarnar.
Ákvarðanir teknar með tilfinningum,en ekki kaldri rökhugsun.
Rússar eru nefnilega leiðandi og stórveldi með olíu, gas, kol, sjaldgæfa málma og korn.
Allt það sem gerir ríki svo mikilvæg og sterk.
Vestrið henti öllu sem það gat á Rússa, en Rússar höfðu undirbúið efnahag sinn frá fyrri þvingunum 2014. Og komu svöruðu fyrir sig.
Vestrið hótaði flestum ríkjum öllu illu, ef þeir styddu ekki slaufun á Rússa.
Kínverjar og Indverjar, hunsuðu þetta, vitandi hvað gæti beðið þeirra.
Þannig að viðskiptaþvinganir eru dæmdar til að mistakast.
Rússar eru með allt í sínu risastóru landi og með hjálp Kínverja. Þá mynda þeir sterka blokk gagnvart vestrænu Glóbalistunum.
Glóbalistar, þ.e.a.s. segja Sósíaldemokratar eru að stúta eigin efnahag.
Leiðtogarnir vita þetta, en halda samt áfram að gefa í viðskiptaþingarnir.
Nákvæmlega sama um afleiðingarnar fyrir íbúa Vestursins.
Rétttrúnaðurinn og ofstæki er svo mikið, að þeir eru tilbúnir að fórna eigin efnahag.
Sterk hugmyndafræðileg Elíta Sósíaldemokrata stjórnar Brussel og djúpríkinu í Washington. Harðsvíruð Elíta sem vill drottna yfir heiminum.
Afleiðingar af efnahagsþvingum er ekki einu sinni komnar fram að fullu.
Þæru eru að koma í ljós, Frakkland, Þýskaland og Bretland eru í frjálsu falli efnahagslega og ekkert sem bendir til að því verði snúið við á næstu árum, ekki á meðan það eru Sósíaldemokrataflokkar við völd í þessum löndum..
Bandaríkin með ofsaverðbólgu, 35 trillajarða skuld og dollarvæðingu, á ekki séns, alveg sama hvað þeir gera, þá er Bandaríkin á leið í kreppu.
Trump varaði við að ástandið gæti orðið verra fyrir Bandaríkin en 1929 Kreppan mikla.
ESB með þunga regluverkið sitt, og án orku, og þurfa að kaupa dýra orku.
Er á leið í mikla stöðun upp á 10-20 ára efnahagskreppa framundann.
Asía hinsvegar sem mun fá ódýrt gas í pípum og olíu, korn og málma frá Rússum og verða í mun sterkari samkeppnisstöðu. BRICS er hin nýja þungamiðja heimsins.
Evrópa skaut sig í fótinn með árásir á Rússa.
Og Ísland á að koma sér út úr EES og gera fríverslunarsamninga við öll ríki heimsins og endurheimta fullveldi sitt.
Framundan er gríðarlega djúp kreppa, mun verri en 2008 kreppan.
Og með kreppum, þá koma óeirðir.
Sósíaldemokrata ríkisstjórnir Evrópu, sem leiddu okkur í vanhugsað viðskiptastríð við Rússa, mun þurfa að standa frammi fyrir kjósendum sínum og verða kosnir í burtu.
Þar liggur hin raunverulega bylting. Að losna við forsjárhyggju, ritskoðun og rétttrúnað Sósíaldemokrataflokka úr Evrópu.
Sósíaldemokratisminn, tapaði enn og aftur og Glóbalismi þeirra er búinn að vera.
Eftir stendur kalt stríð á milli Vestursins gagnvart Rússland/Kína (BRICS)
Tvípólaheimur sem berjast er til þrautar.
Baráttan á milli Glóbalismans og Nationalismans.
Woke og Cancel culture Bandaríkjana og Evrópu, hefur stórskemmt þjóðfélögin.
Engin gildi, ekkert lím, sjálfshatur á eigin menningu. Slaufa sjálft sig.
Slík stefna er ávísun á gjaldþrot.
Og Ísland fylgir stefnu Neocons í Brussel, við höfum enga sjálfsstæða stefnu og fylgjum stefnu Brussels án neinnar gagnrýninnar hugsunar. Hér er engin utanríksstefna.
Þá kemur að hugmyndum mínum um hinn fullkomna hægriflokk.
Hvernig vil ég hafa hann?
Flokk í anda Voltaire, Adam Smith og Milton Friedman. Útkoman verður Íslenskt Sviss...
Sviss er með allra minnstu miðstýringu á stjórnkerfi í heiminum og eitt það ríkasta land í heimi.
Ég hef fjallað áður um í grein um Íslensk/Svissnesku leiðina.
Þar snýst pólítíkin um lýðræði og afnema sem mest miðstýringu ríksins á stjórnkerfinu.
Byrjuninn til að bæta stjórnkerfið hérna er að koma á málskotsrétti og beinu lýðræði.
Næsta skref væri svo persónukjör. Til komast undan flokkræði flokkana.
Fulltrúakerfið hérna er hálflýðræði. Engin veit hvaða útkomu hann fær, þegar hann kýs flokk til þings. Og hver og einn einasti stjórmálaflokkur brýtur loforð sín. Og ómögulegt er að refsa einstaka þingmanni fyrir svik, því þeir fela sig á bak við fylgi flokksins. Og prófkjör flokkana eru flókin og afar erfið til að sía út skemmdu eplin.
PERSÓNUKJÖR:
Í stjórnlagaþing kosningunum var þetta samþykkt af þjóðinni um persónukjör.
http://www.thjodaratkvaedi.is/2012/spurningar-a-kjorsedli/spurning_nr_4.html
Tillögur stjórnlagaráðs
Í tillögum stjórnlagaráðs er í 39. grein gert ráð fyrir því að röð frambjóðenda á lista stjórnmálaflokks hafi ekki áhrif á hvaða frambjóðendur séu kosnir af listanum heldur veljist frambjóðendur til þingsetu í samræmi við þann fjölda persónulegra atkvæða sem þeir hljóta. Þeir kjósendur sem eingöngu velja lista eftirláta þar með öðrum kjósendum að ákvarða röð frambjóðenda á listanum hvort sem margir eða fáir nýta þann möguleika. Gert er ráð fyrir að kjósendur megi velja frambjóðendur af listum ólíkra stjórnmálasamtaka en löggjafanum verði eftirlátið að ákveða hvort sú heimild verði nýtt.
Þetta væri stórsigur fyrir kjósendur að geta valið beint frambjóðendur og þannig vil ég að kjósendur geti kosið hægrisinnað fólk, án þess að flokksræðið þaggi niður í þeim.
Persónukjör er einmitt í anda frelsi einstaklinsins til að stórna sínum örlögum. Einmitt sem allir hægrisinnaðir flokkar í heiminum taka undir.
MÁLSKOTSRÉTTUR:
Í stjórnlagaþing kosningunum var þetta samþykkt af þjóðinni um þjóðaratkvæðagreiðslur ...málskotsrétt.
http://www.thjodaratkvaedi.is/2012/spurningar-a-kjorsedli/spurning-nr-6.html
Tillögur stjórnlagaráðs
Í 65. grein tillagna stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir að 10% kjósenda geti krafist bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um lög sem Alþingi hefur samþykkt. Sama hlutfall kjósenda geti haft frumkvæði að því að leggja fram þingmál á Alþingi sem síðan skuli borið undir þjóðina í bindandi eða ráðgefandi atkvæðagreiðslu að vali Alþingis samkvæmt 66. grein. Kveðið er á um það í 67. grein tillagnanna að mál, sem lagt er í þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu eða frumkvæði kjósenda, skuli varða almannahag og tilgreint hvaða málaflokkar séu undanþegnir slíkum ákvæðum.
Umræður og álitamál
Í sumum ríkjum, til dæmis í Sviss og á Ítalíu, eru þjóðaratkvæðagreiðslur algengar en þar geta kjósendur átt frumkvæði að því að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslur samkvæmt ákvæðum í stjórnarskrá.
Málskotréttur/beint lýðræði er andstæða forsjárhyggju sósíalistana. Þar fær einstaklingurinn að segja til um stjórn landsins. Ekki örfáir í miðstjórn sósíalista sem taka allar ákvarðanir fyrir fjöldann og þykjast vita betur en einstaklingurinn.
Til að hægristefnan geti gengið upp þá þarf að hafa gott lýðræði. Málskotrétt og persónukjör, sem veitir spilltu fulltrúakerfinu aðhald. Fulltúakerfið er gegnsýrt af eiginhagsmunum fulltrúa eða sérhagmunum flokka. Fullt af forsjárhyggju og tilskipunum.
Hægri flokkurinn myndi berjast fyrir þessu tvennu. Persónukjör og málskotsrétt.
Hann myndi líka berjast fyrir tjáningarfrelsinu sem á undir högg að sækja á Íslandi.
Ný marxisminn hefur náð yfirhöndinni með sínum réttrúnaði. Á alþingi og fjölmiðlum.
Fólk er að átta sig á, að það er ritskoðað.
Haturslögregla og hótanir að kæra til persónunefnar eru refsitól vinstrimanna og með sinn rétttrúnað. Og það eru allt of margar takmarkanir á hvað fólk má segja.
Að mínum dómi, eru allar takmarkanir á tjáningarfrelsi ....MANNRÉTTINDABROT. Með undantekningunni að ekki megi LJÚGA um fólk.
Hinn fullkomni hægriflokkur myndi hafa verslunarfrelsi í anda Adam Smith og svo afnámi miðstýringu ríkisins í anda Milton Friedman. Í raun væri útkoman hið lýðræðislega ómiðstýrða Sviss. Þar væri endapunkturinn.
Síðan kemur að siðferðinu....og þetta er langmikilvægast af öllu.
Og þar gaf Adam Smith góðar leiðbeiningar.
HÆGRIFLOKKUR LÍÐUR EKKI SPILLINGU.
Hann líður ekki sérhagsmuni og að einu fyrirtæki eða einstaklingi sé hyglað á kostnað annarra.
Sérhagsmunir og spilling er eitur fyrir alvöru hægriflokk. ÞAÐ ER EKKI HÆGRISTEFNA.
Margir hafa fengið ranghugmyndir um hægristefnuna og kapítalisman, einmitt út af skemmdu eplunum sem eru skemma fyrir hægristefnunni.
Þess vegna verðum við að byrja á byrjunni. Málskotsrétt og persónukjör. Veita aðhald...
Þeir þingmenn sem segja sig vera hægrimenn og eru í sérhagmunapólítík...eru úlfar undir sauðsgæru....lygarar, loddarar.
Við sjáum Sjálfstæðisflokkinn. Hann hefur fengið á sig stimpil fyrir að stunda sérhagsmunafyrirgreiðslu og það er bara sannleikur. En það hefur hver og einasti flokkur gert á alþingi. Bullandi sérhagsmunapólítík ríkir á Íslandi.
Hinn fullkomni hægriflokkur, myndi ráðast gegn slíku. Innan flokksins væri svokallað GÆÐAEFTIRLIT. Þar sem allir spilltir fulltrúar yrðu reknir úr flokknum og jafnvel kærðir. Sannaðist eitthvað ólögmætt á þá. Ekkert umburðarlindi gagnvart óheiðarleika og spillingu.
Frelsi markaðarins verður að losna við spillingu.
Hinn fullkomni hægriflokkur væri líka upptekinn við að losna við Sovétríki Evrópu (ESB) og koma á fullkomnu verslunarfrelsi með Svissara að leiðarljósi. Stefna á fríverslunarsamninga við HVERT EINASTA RÍKI Á JÖRÐINNI. Ekki bara við eina fámenna og takmarkaða valdablokk eins og ESB. Sem er núna deyjandi.
Með því verður heimurinn einn heimamarkaður fyrir Ísland.
Menn eru að segja að með því að vera á móti ESB, séu menn EINANGRUNNARSINNAR.
Þvert á móti eru þeir sem aðhyllast ESB, eru einangrunnarsinnar. Þeir kjósa að loka sig af með blokk 28 ríkja, í staðinn fyrir að versla við heiminn. Fáránleiki raka ESB sinna er algjör.
ESB er lokað hafta- og tollabandalag. Innan við 50% af Evrópu og innan við 7% af heimsbyggðinni eru innan svæðisins.
Globalismi hefur alltaf verið markmið sósíalistana og hatur á sjálfstæðum ríkjum. Þess vegna stefna allir sósíalistaflokkarnir á ESB, sem eru í raun Sovétríki Evrópu.
Miðstýrt tilskipabákn og lítið lýðræði. Kommissarnir eru t.d. ekki kosnir og eru ígildi miðstjórn USSR.
Varðandi samkeppni og einkavæðingu, þá liti flokkurinn til Milton Friedman. Að allsstaðar þar við væri hægt að komast, þá bæri að koma á einkavæðingu. En.... meira að segja Milton Friedman áttaði sig á að ekki er hægt að einkavæða allt og sumt þyrfti einfaldlega að vera undir stjórn ríkissins.
Fákeppni eða einkarekinn einokun er verri en ríkisrekstur. Því þar getur einkaaðilinn rukkað neytandann niður í botn í skjóli einokunar sinnar.
Annað dæmi eru orkumálin á Íslandi. Hérna er dæmið um Landsvirkjun sem er með 90% af orkunni og er frábærlega vel rekið módel og hefur veitt neytendum eitt lægsta raforkuverð í heimi. Hérna er vel heppnað ríkisfyrirtæki.
En það eru þó um 10% af orkunni í eigu einkaðila. Og það bara hið besta mál. En Landsvirkjun má aldrei selja. Raforkumarkaður er fákeppnis markaður og erfitt er að koma á samkeppni á.
Ég sé hinsvegar fyrir mér að fólk setji á þök sín sólarsellur, hljóðlátar örsmár vindmyllur og Tesla batterí og sjái sjálf um framleiðslu sinnar raforku. Tæknin er slík að þetta er valkostur og er stundað í fjölda landa.
Það er sem sagt takmörk á einkavæðingu, skv. Milton Friedman og mér sjálfum.
Það sem ég myndi helst vilja hafa í ríkiseigu er löggæsla, heilbrigðiskerfið (en einkavæða samhiða, sbr. Singapore módelið), sama með skólakerfið, ríkisrekið, en leyfa einkaskólum, alveg eins og er gert í dag. Þjóðgarðar og þjóðlendur eiga að vera eign þjóðarinnar. Náttúruauðlindir, Vegakerfið, flugvellir, hafnir, þar sem samkeppni þrífst illa vegna fákeppni og einnig vegna þess að sumt er þess eðlis að þeir eiga að vera í eigu þjóðarinnar og stjórnast af henni.
Við Íslendingar höfum aldrei kynnst því að eiga hægriflokk, en kannski einn daginn og þá sjáum við þvíllíkt blómaskeið lýðræðis og hagssældar sem við aldrei séð. Við þurfum Argentíska Javier Milei
Hinn fullkomni HÆGRIFLOKKUR
20.12.2021 | 15:09
HINN FULLKOMNI HÆGRIFLOKKUR
Í ljósi þess að það eru að koma kosningar 30 nóvember 2024, þá langar mig að minna á markaðshyggjustefnuna og hægri.
Fyrst kom mér í hug Sjálfstæðisflokkurinn, en eftir nokkra umhugsun, þá vildi ég frekar skrifa þessa grein, um framtíðina.
Í Sjálfstæðisflokknum eru margir afar hæfir og góðir einstaklingar. Og alvöru hægrisinnað fólk. Háklassafólk sem ég hef fengið að kynnast.
En...vandamálið er að inn á milli eru margir að daðra við miðjuna, og hafa sósíaldemokratískar taugar. Baráttan er hörð innan flokksins. T.d. klufu nokkrir sig úr flokknum og stofnuðu Viðreisn, sem er sósíaldemokratískur flokkur.
En ekki allir, það eru ennþá margir í XD með taugar til ESB og eru ennþá í flokknum og eru í raun sósíalistar. Og sósíalistarnir virðast vera hafa yfirhöndina í flokknum. Það virðist ekki vera neinn munur á mili flokkana á þingi, hver sér t.d. mun á stefnu Sjálfstæðisflokksins, VG og Framsóknar?
Íslenska þjóðfylkingin hefur ekki náð sér á strik og ekki hægt að telja með, ekki ennþá alla vegna.
Margir bundu vonir við Viðreisn, en hann hefur reynst úlfur í sauðargæru og það er nkl. engin munur á Viðreisn og Samfylkingu, báðir hreinir sósíaldemokrataflokkar.
Til hvers að kjósa Viðreisn? Þegar Samfylking er með nkl. eins stefnu?
Margir hægrisinnaðir kjósendur Viðreisnar, eru núna að vakna við vondann draum, horfandi á spilltann flokkinn í borginni og sjá eineggja flokkana Samfylkingu og Viðreisn með nkl. Sömu stefnu og munu ekki kjósa flokkinn í næstu kosningum.
Hvað gerir sanntrúaður lýðræðislega sinnaður hægrimaður eins og ég?
Voða lítið, ég er landslaus og í hægri tilvistarkreppu.
Ég hef tekið eftir því að ansi margt hægrisinnað fólk eins og ég eru landlaus í stjórnmálunum. Eins og ég lít á stöðuna í dag, þá er Miðflokkurinn sem kemst næst því að teljast vera hægriflokkur, þrátt fyrir nafnið.
Við höfum ekki alvöru hægri flokk á Íslandi!...Við erum sem sagt með land sósíalsistana, allt saman vinstri og miðjumoð. Meðalgreint fólk er fljótt að átta sig á stöðunni á alþingi. Hver og einn einasti flokkur á Íslandi er í miðju- og vinstramegin í litrrófinu.
Þá kemur að hugmyndum mínum um hinn fullkomna hægriflokk.
Hvernig vil ég hafa hann?
Flokk í anda Voltaire, Adam Smith og Milton Friedman.
Útkoman verður Íslenskt Sviss...
Sviss er með allra minnstu miðstýringu á stjórnkerfi í heiminum og eitt það ríkasta land í heimi.
Ég hef fjallað áður um í sunnudagsgrein um Íslensk/Svissnesku leiðina.
Þar snýst pólítíkin um lýðræði og afnema sem mest miðstýringu ríksins á stjórnkerfinu.
Byrjun til að bæta stjórnkerfið hérna er að koma á málskotsrétti og beinu lýðræði.
Næsta skref væri svo persónukjör. Til komast undan flokkræði flokkana.
Fulltrúakerfið hérna er hálflýðræði. Engin veit hvaða útkomu hann fær, þegar hann kýs flokk til þings. Og hver og einn einasti stjórmálaflokkur brýtur loforð sín. Og ómögulegt er að refsa einstaka þingmanni fyrir svik, því þeir fela sig á bak við fylgi flokksins. Og prófkjör flokkana eru flókin og afar erfið til að sía út skemmdu eplin.
PERSÓNUKJÖR:
Í stjórnlagaþing kosningunum var þetta samþykkt af þjóðinni um persónukjör.
http://www.thjodaratkvaedi.is/2012/spurningar-a-kjorsedli/spurning_nr_4.html
Tillögur stjórnlagaráðs
Í tillögum stjórnlagaráðs er í 39. grein gert ráð fyrir því að röð frambjóðenda á lista stjórnmálaflokks hafi ekki áhrif á hvaða frambjóðendur séu kosnir af listanum heldur veljist frambjóðendur til þingsetu í samræmi við þann fjölda persónulegra atkvæða sem þeir hljóta. Þeir kjósendur sem eingöngu velja lista eftirláta þar með öðrum kjósendum að ákvarða röð frambjóðenda á listanum hvort sem margir eða fáir nýta þann möguleika. Gert er ráð fyrir að kjósendur megi velja frambjóðendur af listum ólíkra stjórnmálasamtaka en löggjafanum verði eftirlátið að ákveða hvort sú heimild verði nýtt.
Þetta væri stórsigur fyrir kjósendur að geta valið beint frambjóðendur og þannig vil ég að kjósendur geti kosið hægrisinnað fólk, án þess að flokksræðið þaggi niður í þeim.
Persónukjör er einmitt í anda frelsi einstaklinsins til að stórna sínum örlögum. Einmitt sem allir hægrisinnaðir flokkar í heiminum taka undir.
MÁLSKOTSRÉTTUR:
Í stjórnlagaþing kosningunum var þetta samþykkt af þjóðinni um þjóðaratkvæðagreiðslur ...málskotsrétt.
http://www.thjodaratkvaedi.is/2012/spurningar-a-kjorsedli/spurning-nr-6.html
Tillögur stjórnlagaráðs
Í 65. grein tillagna stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir að 10% kjósenda geti krafist bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um lög sem Alþingi hefur samþykkt. Sama hlutfall kjósenda geti haft frumkvæði að því að leggja fram þingmál á Alþingi sem síðan skuli borið undir þjóðina í bindandi eða ráðgefandi atkvæðagreiðslu að vali Alþingis samkvæmt 66. grein. Kveðið er á um það í 67. grein tillagnanna að mál, sem lagt er í þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu eða frumkvæði kjósenda, skuli varða almannahag og tilgreint hvaða málaflokkar séu undanþegnir slíkum ákvæðum.
Umræður og álitamál
Í sumum ríkjum, til dæmis í Sviss og á Ítalíu, eru þjóðaratkvæðagreiðslur algengar en þar geta kjósendur átt frumkvæði að því að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslur samkvæmt ákvæðum í stjórnarskrá.
Málskotréttur/beint lýðræði er andstæða forsjárhyggju sósíalistana. Þar fær einstaklingurinn að segja til um stjórn landsins. Ekki örfáir í miðstjórn sósíalista sem taka allar ákvarðanir fyrir fjöldann og þykjast vita betur en einstaklingurinn.
Til að hægristefnan geti gengið upp þá þarf að hafa gott lýðræði. Málskotrétt og persónukjör, sem veitir spilltu fulltrúakerfinu aðhald. Fulltúakerfið er gegnsýrt af eiginhagsmunum fulltrúa eða sérhagmunum flokka. Fullt af forsjárhyggju og tilskipunum.
Hægri flokkurinn myndi berjast fyrir þessu tvennu. Persónukjör og málskotsrétt.
Hann myndi líka berjast fyrir tjáningarfrelsinu sem á undir högg að sækja á Íslandi.
Ný marxisminn hefur náð yfirhöndinni með sínum réttrúnaði. Á alþingi og fjölmiðlum.
Fólk er að átta sig á, að það er ritskoðað.
Haturslögregla og hótanir að kæra til persónunefnar eru refsitól vinstrimanna og með sinn rétttrúnað. Og það eru allt of margar takmarkanir á hvað fólk má segja.
Að mínum dómi, eru allar takmarkanir á tjáningarfrelsi ....MANNRÉTTINDABROT. Með undantekningunni að ekki megi LJÚGA um fólk.
Hinn fullkomni hægriflokkur myndi hafa verslunarfrelsi í anda Adam Smith og svo afnámi miðstýringu ríkisins í anda Milton Friedman. Í raun væri útkoman hið lýðræðislega ómiðstýrða Sviss. Þar væri endapunkturinn.
Síðan kemur að siðferðinu....og þetta er langmikilvægast af öllu.
Og þar gaf Adam Smith góðar leiðbeiningar.
HÆGRIFLOKKUR LÍÐUR EKKI SPILLINGU.
Hann líður ekki sérhagsmuni og að einu fyrirtæki eða einstaklingi sé hyglað á kostnað annarra.
Sérhagsmunir og spilling er eitur fyrir alvöru hægriflokk.
ÞAÐ ER EKKI HÆGRISTEFNA.
Margir hafa fengið ranghugmyndir um hægristefnuna og kapítalisman, einmitt út af skemmdu eplunum sem eru skemma fyrir hægristefnunni.
Þess vegna verðum við að byrja á byrjunni. Málskotsrétt og persónukjör. Veita aðhald...
Þeir þingmenn sem segja sig vera hægrimenn og eru í sérhagmunapólítík...eru úlfar undir sauðsgæru....lygarar, loddarar.
Við sjáum Sjálfstæðisflokkinn. Hann hefur fengið á sig stimpil fyrir að stunda sérhagsmunafyrirgreiðslu og það er bara sannleikur. En það hefur hver og einasti flokkur gert á alþingi, hægri eða vinstri. Bullandi sérhagsmunapólítík ríkir á Íslandi.
Hinn fullkomni hægriflokkur, myndi ráðast gegn slíku. Innan flokksins væri svokallað GÆÐAEFTIRLIT. Þar sem allir spilltir fulltrúar yrðu reknir úr flokknum og jafnvel kærðir. Sannaðist eitthvað ólögmætt á þá. Ekkert umburðarlindi gagnvart óheiðarleika og spillingu.
Frelsi markaðarins verður að losna við spillingu.
Hinn fullkomni hægriflokkur væri líka upptekinn við að losna við Sovétríki Evrópu (ESB) og koma á fullkomnu verslunarfrelsi með Svissara að leiðarljósi. Stefna á fríverslunarsamninga við HVERT EINASTA RÍKI Á JÖRÐINNI. Ekki bara við eina fámenna og takmarkaða valdablokk eins og ESB.
Með því verður heimurinn einn heimamarkaður fyrir Ísland.
Menn eru að segja að með því að vera á móti ESB, séu menn EINANGRUNNARSINNAR.
Þvert á móti eru þeir sem aðhyllast ESB, einangrunnarsinnar. Þeir kjósa að loka sig af með blokk 28 ríkja, í staðinn fyrir að versla við heiminn. Fáránleiki raka ESB sinna er algjör.
ESB er lokað hafta- og tollabandalag. Innan við 50% af Evrópu og innan við 7% af heimsbyggðinni eru innan svæðisins.
Globalismi hefur alltaf verið markmið sósíalistana og hatur á sjálfstæðum ríkjum. Þess vegna stefna allir sósíalistaflokkarnir á ESB, sem eru í raun Sovétríki Evrópu.
Miðstýrt tilskipabákn og lítið lýðræði. Kommissarnir eru t.d. ekki kosnir og eru ígildi miðstjórn USSR.
Varðandi samkeppni og einkavæðingu, þá liti flokkurinn til Milton Friedman. Að allsstaðar þar við væri hægt að komast, þá bæri að koma á einkavæðingu. En.... meira að segja Milton Friedman áttaði sig á að ekki er hægt að einkavæða allt og sumt þyrfti einfaldlega að vera undir stjórn ríkissins.
Fákeppni eða einkarekinn einokun er verri en ríkisrekstur. Því þar getur einkaaðilinn rukkað neytandann niður í botn í skjóli einokunar sinnar.
Annað dæmi eru orkumálin á Íslandi. Hérna er dæmið um Landsvirkjun sem er með 90% af orkunni og er frábærlega vel rekið módel og hefur veitt neytendum eitt lægsta raforkuverð í heimi. Hérna er vel heppnað ríkisfyrirtæki.
En það eru þó um 10% af orkunni í eigu einkaðila. Og það bara hið besta mál. En Landsvirkjun má aldrei selja. Raforkumarkaður er fákeppnis markaður og erfitt er að koma á samkeppni á.
Ég sé hinsvegar fyrir mér að fólk setji á þök sín sólarsellur, hljóðlátar örsmár vindmyllur og Tesla batterí og sjái sjálf um framleiðslu sinnar raforku. Tæknin er slík að þetta er valkostur og er stundað í fjölda landa.
Það er sem sagt takmörk á einkavæðingu, skv. Milton Friedman og mér sjálfum.
Það sem ég myndi helst vilja hafa í ríkiseigu er löggæsla, heilbrigðiskerfið (en einkavæða samhiða, sbr. Singapore módelið), sama með skólakerfið, ríkisrekið, en leyfa einkaskólum, alveg eins og er gert í dag. Þjóðgarðar og þjóðlendur eiga að vera eign þjóðarinnar. Náttúruauðlindir, Vegakerfið, flugvellir, hafnir, þar sem samkeppni þrífst illa vegna fákeppni og einnig vegna þess að sumt er þess eðlis að þeir eiga að vera í eigu þjóðarinnar og stjórnast af henni.
Við þurfum hinn Argentíska Javier Milei...
Við Íslendingar höfum aldrei kynnst hinum FULLKOMNA HÆGRIFLOKKI, en kannski einn daginn og þá sjáum við þvíllíkt blómaskeið lýðræðis og hagssældar sem við aldrei séð.