Rússafóbía - Rússahatur

Hvað er Rússafóbía/hatur? Ég ólst upp í Kaldastríðinu. Og las blöðin frá því ég var smástrákur. Öll blöð á Vesturlöndum voru einróma. Rússar voru vont fólk og Rússarnir vildu okkur illt. Ekkert gott kæmi frá þessu fólki. Kerfisbundið hatur á Rússum kennt í gegnum fjölmiðlana.
Og þetta síaðist inn í blóðkerfið hjá mér, alla leið fram til fullorðinsára. Þar til ég hitti fyrsta Rússann.... Því meira sem ég kynntist Rússlandi, Því betur gerði ég mér grein fyrir þessu stórkostlega menningarríki. Rússar alltaf reynst Íslendingum vel, t.d. í Þorskastríðunum og Hruninu. Eftir að ég kynntist tengdafólkinu mínu, og venjulegum Rússum. Þá rann upp fyrir mér, að þetta var sama fólkið og á Íslandi. Bara venjulegt fólk sem var að reyna að lifa af í daglegu brauðstriti.
Það sem við Íslendingar gætum lært af Rússum, er öll lífsgleðin, öll hjálpsemin, ótrúleg gestrisni. Rússar dansa og syngja í sínum veislum. Brúðkaup taka 2 daga. Ef þú ferð í matarboð, þá gæti það tekið 8 klst. borðað, dansað og drukkið. Allir gestir koma færandi í veisluna með gjafir.
Ef þú eignast Rússneskann vin, þá er hann lífstíðarvinur.
Rússneska fjölskyldan, t.d. í Mari El Republic, nær ekki aðeins til fjölskyldukjarnans sjálfs, heldur er öll ættin reiðubúin til að hjálpa þér. Sem sagt miklu sterkari fjölskyldubönd þarna en á Íslandi.
Venjulegi Rússinn hugsar ekki mikið um stjórnmál, hann er of upptekin af daglegu brauðstriti.
Núna á að banna Rússum vegabréf til Íslands...Þórdís ætlar að gera það. Veit ekki hvernig áhrif það hefur á mína konu. En það þýðir að ég get ekki fengið tengdamóðir mína í heimsókn eða rússneska vini. Afar hatursfullt athæfi að láta þetta bitna á venjulegu fólki.
Fólk verður að hugsa sinn gang....ekki láta hjarðeðlið stjórna för....
Gera sér grein fyrir að venjulegi Rússinn er nkl. eins og venjulegi Íslendingurinn. Rússar minna mig gríðarlega á Íslenska hugsunarháttinn fyrir 30 árum. En Íslenski hugsanahátturinn hefur gjörbreyst á tímum Woke og Cancel Culture. Og Íslenski hugsanahátturinn er gjörbreyttur. Komin önnur þjóð hérna, uppfullur af hatri á Íslenskum gildum. Sjáum Cancel Culture flokka eins og Pírata, Samfylkingu og fleiri. Ekkert Íslenskt gott, bara Brussel og fjölmenning.
Land þar sem maður þorir varla að segja að maður elski Ísland, án þess að vera kallaður rasisti....
Í Guðana bænum ekki blanda stórveldapólítk saman við mannlega þáttinn og ekki fylgja hjörðinni, vera smá hugrökk og vera með sjálfsstæðar skoðanir.
Kærleikurinn sigrar allt....From russia with love

Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband