Hverjir eru Rússar?
2.1.2024 | 13:05
Rússland hefur mikið verið í fréttunum síðustu árin, meira en vanalega, en hverjir eru þeir?
Það var Víkingurinn Rúrik sem stofnaði Kievian-Rus ríkið og var fyrsti Tsar-inn og ríkti ætt hans þar til Ívan grimma (25. ágúst 1530 28. mars 1584)
Víkingar stofnuðu margar borgir í Vestur hluta Rússlands og svo Úkraínu.
Rússar eru þó austurslavneskur þjóðernishópur, frumbyggjar í Austur-Evrópu, sem eiga sameiginlega menningu og sögu.
Rússneska, mest talaða slavneska tungumálið, er sameiginlegt móðurmál Rússa;
Talað er um að Rússneska sé töluð af 220 milljónum manna og sé áttunda mest talaða tungumál í heimi.
Rétttrúnaðarkristni hefur verið meirihluti trúarbragða þeirra frá myndun rússneskrar sjálfsmyndar á miðöldum.
Þeir eru stærsta slavneska þjóðin og stærsta Evrópuþjóðin.
Rússar voru myndaðir af austurslavneskum ættbálkum og menningarleg ætterni þeirra var staðsett í Kænugarði.
Erfðafræðilega er meirihluti Rússa mjög líkur austurslavneskum starfsbræðrum sínum, ólíkt þó Norður-Rússum, sem tilheyra Norður-Evrópu Eystrasaltsgenasafninu. Sem koma frá sama svæði og Finno-Ugric þjóðflokkar (austan við Finnland og niður eftir) og hafa líklega eitthvað blandast þeim.
Rússneska orðið fyrir Rússa er dregið af íbúum Rússa og yfirráðasvæði Rússa, talið er að orðið Rus (róari) hafi Finnar gefið Víkingum sem voru á leið til Rússlands eftir vötnunum og ár, en eins og Wikipedia segir:
"The name of the Russians derives from the early medieval Rus' people, a group of Norse merchants and warriors who relocated from across the Baltic Sea and founded a state centred on Novgorod that later became Kievan Rus"
Rússar deila mörgum sögulegum og menningarlegum einkennum með öðrum evrópskum þjóðum, og sérstaklega öðrum austurslavneskum þjóðarbrotum, og þá sérstaklega Hvít-Rússum og Úkraínumönnum.
En allar þessar þjóðir tilheyrðu "Kievian Rus" ríkinu, sem var fyrsta ríki þeirra.
Víkingurinn Rúrik stofnaði Kievian Rus ríkið árið 882, og réði Rúrik ættin sem Tsar-ar þar til ivan Grimmi dó 1584. En þá tók Romanov ættin við.
Mikill meirihluti Rússa býr í heimalandi Rússlands, en aðrir minnihlutahópar eru dreifðir um önnur ríki eftir Sovétríkin eins og Hvíta-Rússland, Kasakstan, Moldóvu, Úkraínu og Eystrasaltsríkin.
Stór rússneskur hópur sem á ættir sínar til Rússlands og talar ekki Rússnesku, er áætlaður um 25 milljónir manna, sem hefur dreifst um allan heim, til að mynda fjölda í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Brasilíu og Kanada.
Móðir Rússland
Rússar leggja sem sagt mikla áherslur á þjóðleg gildi og virða forfeðurna.
Ættjarðarástin sést klárlega, í mikilli notkun þjóðbúninga, ekki bara Rússneskra heldur eru öll lýðveldin með sína þjóðbúninga og eru þeir óspart notaðir.
Herinn á marga daga sem eru með hátíðarhöld.
Og þá má sjá hermenn og annað fólk, syngja og dansa á götunum.
Þegar kíkt er inn í þjóðfélagið, og innviðina, þá er heilbrigðiskerfið afburða gott og skilvirkt. Og Rússar eru hörkuduglegir til vinnu. Iðnframleiðslan er afar öflug og Rússar eru þræl vel menntaðir. Það er lykillinn að mannauðnum.
Rússar vinna sem sagt með miklum dugnaði alla vikuna. En á föstudögum, þá er slett úr klaufunum og þjóðardrykkurinn Vodka er teygaður. Og vodkin er veikleiki Rússneskra karlmanna.
Stórveldið Rússland
Hve oft hafa erlend stórveldi ekki vanmetið Rússland og rússneska þjóð?
Mongolar, Pólverjar, Svíar, Napoleon, Japanir og Hitler hafa allir ráðist inn í Rússland og rekist á vegg og Rússar unnið land á þeirra kostnað. Innrásir hafa alltaf kostað innrásarheri land. Það skýrir kannski stærð Rússlands að mörgu leyti.
Það er þessi seigla í þjóðarkarakterinum sem er undraverður.
Þessi vilji til að vinna að hag þjóðar sinnar og fyrir Móðir Rússland.
Í dag hafa Rússar undir forystu Putin, hafnað Woke og Cancel Culture Vesturlanda.
Og vilja halda í þjóðleg gildi og rússneska menningu.
Undir þessum formerkjum hefur Rússland aldrei verið sterkari.
Það er þessi barátta Rússa gegn Slaufunarmenningu sem hefur gefið Rússum virðingu á alþjóðavísu og fjölda fólks í Evrópu lítur á Rússa sem fyrirmynd í þessum efnum.