Gagauzia og Transnistria - sameining við Rússland
8.3.2024 | 10:35
Fréttaskýring:
Þar sem íslenskir fjölmiðlar koma ekki með raunverulegar fréttir hvað er að gerast í Evrópu, þá kem ég mun fréttaskýringu.
Gagauzia er opinberlega sjálfstjórnarsvæði Moldóvu. Sjálfræði þess er ætlað Gagauz-fólkinu, fólkið er tyrkneskumælandi, en fylgir Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni
Íbúafjöldinn er aðeins 134.000 og aðeins 1,832 km2 að stærð.
Gagauzia, héraðið í Moldavíu, liggur að landamærum Úkraínu, eða nánar tiltekið Odesa oblast. En það er öruggt að Odessa oblast verður innlimað inn í Rússneska sambandsríkið. Enda telja Rúsar, Odesa vera Rússneska borg.
Bakgrunnur: Bessarabía, sem áður var austurhluti Furstadæmisins Moldavíu, var innlimaður af rússneska heimsveldinu árið 1812. Í lok fyrri heimsstyrjaldar breytti öll Bessarabía þar á meðal það sem var þekkt sem Gagauzia yfir í konungsríkið Rúmenía. Sovésk innrás og hernám hófst í júní 1940, en landsvæðið var aftur hernumið af Rúmeníu frá 1941 til 1944, eftir að þeir síðarnefndu gengu til liðs við öxulveldin og aðstoðuðu við innrás í Sovétríkin.
Eftir seinni heimsstyrjöldina var það innlimað í sovéska sósíalíska lýðveldið í Moldavíu. Árið 1990 lýsti Gagauzia sig sjálfstætt frá Moldóvu sem Gagauz-lýðveldið við upplausn Sovétríkjanna, en var að lokum aftur innlimað í Moldóvu árið 1995.
Moldova vill ganga í Nato og ESB, en Gagazuians íbúarnir vilja tengjast Rússlandi.
Helsti leiðtogi þeirra er aðskilnaðar sinninn Evgenia Gutsul. Moldovíska ríkisstjórnin ætlar að handtaka hana þegar hún kemur heim, en hún hefur verið í ferðalagi til Rússlands og er núna að sækja fund Sameinuðu þjóðanna.
Transnistria
Er svo hitt svæðið sem vill tengjast Rússlandi.
Transnistria er alþjóðlega óviðurkennt ríki, talið vera hluti af Moldóvu skv. Vesturlöndum. Íbúar eru um 365.000 og 4,163 km2 og liggur sem löng ræma á milli Moldavíu og Úkraínu.
Transnistria ræður yfir mestu mjóu ræmunni milli Dniester-árinnar og landamæra Moldóvu og Úkraínu, auk nokkurs lands hinum megin við árbakkann. Höfuðborg þess og stærsta borg er Tiraspol.
Transnistria er opinberlega tilnefnt af Lýðveldinu Moldavíu sem stjórnsýslu-landsvæðiseiningar á vinstri bakka Dniester.
Mars 2022 samþykkti Evrópuráðsþingið ályktun sem skilgreinir landsvæðið sem hernám Rússa.
Bakgrunnur: Uppruna svæðisins má rekja til sjálfstjórnar Sovétlýðveldisins í Moldavíu, sem var stofnað árið 1924 innan Úkraínu SSR. Í seinni heimsstyrjöldinni tóku Sovétríkin hluta af Moldavíu ASSR, sem var leyst upp, og Bessarabíu konungsríkisins Rúmeníu til að stofna sovéska sósíalíska lýðveldið í Moldavíu árið 1940.
Fyrrum Yfirráðasvæði Rúmeníu, þekkt sem Transnistria Governorate, með svæði 39.733 km2 og íbúa 2,3 milljónir íbúa, var skipt í 13 sýslur: Ananiev, Balta, Berzovca, Dubasari, Goltavilau, Jugastru, Mo. , Oceacov, Odesa, Ovidiopol, RîbniÈa, Tiraspol og Tulcin.
Þessi stærri Transnistria var heimili næstum 200.000 rúmenskumælandi íbúa. Rúmenska stjórnin í Transnistria reyndi að koma á stöðugleika á svæðinu undir stjórn Rúmena og hrinda í framkvæmd ferli um að koma á rúmenskum yfirráðum.
Á meðan rúmenska hernámið stóð 194144 voru á milli 150.000 og 250.000 úkraínskir og rúmenskir gyðingar fluttir til Transnistríu; meirihluti þeirra var myrtur eða dó af öðrum orsökum í gettóum og fangabúðum Nazista.
Núverandi saga svæðisins nær til ársins 1990, við upplausn Sovétríkjanna.
Þegar Sovétlýðveldið Pridnestrovian Moldavía var stofnað í von um að það yrði áfram innan Sovétríkjanna ef Moldóva sækist eftir sameiningu við Rúmeníu eða sjálfstæði, hið síðarnefnda átti sér stað í ágúst 1991.
Stuttu síðar hófust hernaðarátök milli flokkanna tveggja í mars 1992 og lauk með vopnahléi í júlí það ár.
En Transnistríu íbúar náðu í raun að kljúfa sig frá Moldavíu með hjálp Rússa.
En núna eru staddir fjölda Rússneskra friðargæsluliða í Transnistríu.
Tranistría, hýsir eitt allra stærsta vopnabúr Sovétríkjanna og um tíma var talið að Úkraína undir Zelensky myndi ráðast inn í Transnistríu til að komast fyrir þessar óhemjumiklar vopnabirgðir. En það hefur ekki gerst.
Í dag eru þjóðernishópar eftirfarandi:
Rússar - 29,1%, Moldóverar - 28,6%, Úkraínumenn - 22,9%, Búlgarar - 2,4%, Gagaúsar - 1,1%, Hvít-Rússar - 0,5%, Transnistriar - 0,2%, önnur þjóðerni - 1,4%. Um 14% þjóðarinnar lýstu ekki yfir þjóðerni sínu.
Hver er svo framtíðin?
Þetta er flókin saga Rúmeníu, Moldovíu og Rússlands.
Dimitry Medvedev hefur lýst yfir að Rússar stefni á að taka yfir Odesa oblast.
En í Odesu oblast var mikill stuðningur við sameiningu við Rússland árið 2014.
Kiev stjórnin sendi Azov ribalda til borgarinnar til að hræða íbúana og þar var framið fjöldamorð. Sameiningar raddir við Rússland, voru barðar niður með ofbeldi.
Odesa var reyndar stofnuð af Forn-Grikkjum, en svæðið hefur þó tengst KievianRus í 1000 ár, en það var Katrín mikla sem gerði borgina að því sem hún er í dag.
Mikil uppbygging Rússa síðustu 2-300 árin.
Odesa oblast mun fara undir Rússnesk yfirráð aftur, það er nokkuð ljóst. Rússar munu taka yfir Odesa oblast og innlima. Þar með verður Úkraína landlukt land.
Með innlimun á Odesa oblast, þá geta Tranistría og Gagauza einnig verið tengst landfræðilega, þar sem þau liggja að Odesa oblast.
Og þau verða líklega lýðveldi eða oblast innan Rússneska sambandsríkisins.
Þetta er ástæða þess að Moldovía ætlar að handa leiðtoga Gagauzia, Evgenia Gutsul, þegar hún fer heim.
Ég vona að þetta skýri aðeins betur, afhverju það er undiralda þarna og hvert stefnir...
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Rússland, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 18.3.2024 kl. 09:25 | Facebook