Milton Friedman settur í framkvæmd í fyrsta sinn

 Javier Milei Argentínuforseti er brautryðjandi, við erum í fyrsta sinn í sögunni, að sjá alvöru hægristefnu í framkvæmd,

Adam Smith og Miton Friedman hagfræði ræður ríkjum hjá Javier Milei.

Hann er ekkert að finna upp hjólið. Þetta er búið að vera vitað í aldir.

En hið undarlega að enginn hefur þorað að fara alla leið.

Ekki Margret Thatcher eða Ronald Reagan, þó þau hafi bæði talað en ekki þorað.

Hingað til hefur þetta verið sósíaldemokratismi á Vesturlöndum, og afskipti ríkisvalds skýrir kreppur og hallafjárlög sem hrjá Ísland og Vestrið.

Ísland er t.d. með 7 ára hallarekstur....ríkisbáknið hérna er gríðarlegt.

Og það skýrir hallarekstur og skuldasöfnun sem er komið yfir 102% af þjóðarframleiðslu.

Öll afskipti ríkisins eru af hinu slæma.

Markaðurinn er alltaf réttur, bara þegar ríkisvaldið fer að trufla markaðinn, að vandræðin byrja.

Og Sósíaldemokratismi snýst um að trufla markaðinn....

Sósíaldemokratismi hefur aðeins eina efnahagsstefnu.......SKATTAHÆKKANIR.

Forsjárhyggja og rétttúnaður Ný Marxismans er núna efnahagsstefna.

Það er ekki nema von að Vestrið er komið í kreppu.


Javier tók við gjaldþrota Argentínu, úr höndum Sósíalistana.
Javier er búinn að vera við völd í 4 mánuði, og aðgerðir hans strax byrjaðar að virka. Verðbólgan á hraðri niðurleið, og ríkissjóður í fyrsta sinn í áratugi með plús. En að taka við gjaldþrota landi, tekur mörg ár að vinda úr. En þetta gefur samt tilefni til bjartsýni.

Javier Milei sagði að hann tæki við þrotabúi, og til að gera það upp, þarf miklar þjáningar og fórnir.

Og íkosningabaráttu hans, þá lofaði hann erfiðum árum, en síðan kæmi árangur. Það tekur 2-3 ár að rétta efnahaginn af, en eftir 3-4 ár, þá koma blómatímar, bara ef hann fær tíma til að koma efnahagsumbótum í gang í friði.

Hann þarf tíma....
Framundan hjá Javier Milei er að taka inn dollar og loka Seðlabankanum.

Og ná inn erlenda fjárfesta. Fjárfestarnir koma þegar þeir sjá stöðugann efnahag. Argentína er vellauðugt af náttúrauðlindum og vel menntaða þjóð.

Sósíaldemokratar heimsins horfa á Argentínu með kvíða, vitandi að það er til betri valkostir en ríkisbákn og skattaokur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband