Þýskaland er að hrynja

 Sósíalista græningjastefna Þýsku ríkisstjórnarinnar, og viðskiptabann á ódýra rússneska orku, veldur því að Þýskaland er að hrynja.

Græna þvæla stjórnarinnar er núna að koma fram.

T.d. Þá lokuðu Græningjar öll kjarnorkuver í Þýskalandi.

Mjög örugg orka.

Og það sem meira er, að núna eru að koma hrein og áhættulaus, Thorium kjarnorkuver, með hreina og örugga orku. En.... Græningjarnir vilja bara vindmyllur og sólarsellur.

Það dugar bara ekki til.

Hvert stórfyrirtækið á fætur öðru er fara frá Þýskalandi.

Núna síðast Volkswagen. Þýsku fyrirtækin leita þangað sem ódýr orka er.

Og hún er ekki í Þýskalandi. Bandaríkjamenn sáu til þess að rjúfa á öll tengsl Þjóðverja og Rússa, með því að sprengja í loft Nordstream gasleiðsluna.

Núna þarf Þýskaland að kaupa LNG gas frá Bandaríkjunum, á 8x hærra verði.

Samkeppnishæfni Þýskra fyrirtækja, er engin gagnvart Kínverjum og Bandaríkjamönnum.

Kinverjar fá þrælódýra orku frá Rússlandi.

Misvitrir stjórnmálamenn í hernumdu landi af Bandaríkjamönnum, hlýða Bandarískum hagsmunum út í ystu æsar, sama  hve illa Þýskland fer.

Ekki að furða AFD flokkurinn sem vill enda á afskipti Þýskalands af Úkraínustríðinu, hætta að senda vopn og peninga til Kiev, er á uppleið.

Enda eru þetta ekki Þýskir hagsmunir. Allt snýst þetta um stefnu Bill Clintons á sínum tíma, að gera Úkraínu að Nato landi og setja Nato herstöðvar.

 

Núna eru Þjóðverjar að súpa seyðið af Græningjastefnu stefnu og undirgefni gagnvart Bandaríkjunum. Þessum fyrra stórveldi er ennþá hernumið, 80 árum eftir stríðið.

Washington stjórnar Þýskalandi í gegnum hernumið land.

Þjóðverjar litu blinda auganu, þegar svokallaður bandamaður eyðilagði innviði þeirra eða Nordstream gasleiðsluna.

 

Annalena Baerbock Græningi, sagði meira að segja blákalt að Úkraínskir hagmunir færu fram fyrir Þýska og Þjóðverjar ættu að sýna skilning.

En núna um daginn þá þurrkaðist flokkur hennar út í héraðskosningum í Thuringia og Saxony.

Stjórnmálaflokkar sem taka ekki hagsmuni eigin þjóðar fram yfir allt aðra, eiga skilið að fá útreið.

Á Íslandi, er það Orkupakkarnir og Bókun 35.... þar sem ekki er litið til íslenskra hagsmuna, og við sjáum stöðu XD.

 

Þýskaland er komið í stöðnun, 0 hagvöxtur og líklega verður samdráttur framundann.

Og við erum að tala um gríðarlegann langann samdrátt í heilann áratug.

Þjóðverjar máttu illa við að missa Rússneska orku, sem leyfði Þýska efnahagsundrið.

Þýskaland er á góðri leið með að af-iðnvæðast og Grænjunum finnst það allt í lagi. Enda sjá þeir þróunina sem umhverfisvæna.

 

En ábyrgðin er þó alltaf kjósenda, að kjósa Græningja ruglið og loftlagsþvælu þeirra.

Einhverjir eru þó greinilega að vakna við vondann draum í Saxony og Thuringja.

Enda AFD orðinn stærsti flokkurinn. Flokkur sem RUV kallar hægriöfgaflokk, en reyndar eru allir hægriflokkar öfgaflokkar að mati akvítvista stöðvarinnar RUV sem starfar á skattfé okkar.

Það sorglega við þróunina í Þýskalandi, er að enginn fjölmiðill dirfðist að benda á raunverulega orsök kreppunar, enda má ekki rjúfa rétttrúnaðarstefnuna.

Orsökin er auðvitað missa ódýra rússneska orku og fáránlega græningjastefnu....tvær orsakir.

 

Heimildir:

https://www.youtube.com/watch?v=sXmIX2Eih0k

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband