Meira um krosslausa kirkjugarða

 

Kirkjugarða Reykjavíkur

Þegar farið er inn á vefsíðu Kirkjugarða Reykjavíkur, þá sést að búið er að taka út krossinn úr logo, og setja inn laufblað.

https://www.kirkjugardar.is/

Ég veit ekki fyrir hvað laufblaðið á að merkja? Gróðrarstöð?

Hver gaf yfirmanni Kirkjugarða leyfi til að vanvirða okkur Kristinna og taka út krossinn?

Kirkjugarðar eru byggðir á Kristnum gildum, og við höfum verið Kristin þjóð í 1000 ár. Öll menning okkar í 1000 ár hafa verið byggð á Kristnum gildum.

Við vitum að Ný Marxistar eru á fullu í Cancel Culture eða slaufunarmenningu á öllu íslensku og íslenskum hefðum. Og þetta er einn liðurinn í þeirra herferð.

 

Svo spyr ég?

Afhverju vilja trúlausir vera í sama kirkjugarði og Kristinir? Eru þeir ekki trúlausir? Nú ef þeir eru trúlausir, þá skiptir þá engu máli hvar þeir enda, ekki satt? Og er ekki hægt að hola þessum vesalingum hvar sem er? Eða hreinlega brenna þá? Eða hvað sem þeir vilja gera, þegar þeir enda jarðlíf sitt?

Það ætti að skipta þá neinu máli, enda ekki trúaðir.

 

En fyrir Kristna, þá skiptir krossinn máli.

Lenín og Stalín ofsóttu Rétttrúnaðarkirkjuna, en hún lifði Kommúnisman samt af og blómstrar núna í Rússlandi.

Ég sé ekki Þjóðkirkjuna sem Kristna kirkju, og það þarf að taka hana af fjárlögum.

Sjálfur er ég í Rétttrúnaðarkirkjunni, enda vil ég tilheyra Kristinni kirkju.

Sem dæmi, þá kemur kona mín úr litlu þorpi úti í Rússlandi. Rússar leggja mikla áherslu á að heiðra forfeðurna. Árlega fara þorpsbúar saman upp í kirkjugarð og eru með sameiginlega minningarathöfn. Og á eftir er síðan haldin minningarveisla, þetta sýnir hve mikilvægur kirkjugarðar eru fyrir Kristna.

Ég vil ekki heldur skipta út íslenskum gildum fyrir eitthvað Ný Marxistadót sem engin veit fyrir hvað stendur?

 

Það þarf að finna lausn á greftrunarsiðum Íslendinga.

Trúlausir kommúnistar þurfa að finna sínar leiðir og ekki að vera líma sig við okkur kristinna og skemma fyrir okkur í leiðinni, með því að taka krossinn af okkur.

Í raun þá ætti greftrunarsiðir ekki að skipta trúlausa máli. Þeir trúa ekki á Guð.

Einhversstaðar verða vondir að vera” ... sagði í gömlu riti, og trúleysingjarnir finna sinn stað og hætti. Ef þeir hafa áhuga á því yfirhöfuð.

 

Rétttrúnaðarkirkjan þarf að fara að íhuga að fá sér grafreit, eigin kirkjugarð.

Það er ljóst að það er verið að af-kristna Ísland. Þjóðkirkjan og nýji biskup virðist vera nákvæmlega sama og hafa ekkert gert við nýju logoi Kirkjugarða Reykjavíkur.

 

Ég skora á yfirvöld að finna lausnir fyrir Rétttrúnaðarkirkjuna og meðlimi hennar og reyndar alla Kristna menn.

Ef þeir vilja ekki kross hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur, þá þarf að finna aðra lausn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband