Hvítabjörns bangsi felldur og örlög frænda hans í Rússlandi

Mari El bjarndýr

Núna í dag bárust fréttir af hvítbirni á Höfðaströnd í Vestfjörðum. Þyrla var strax send af stað og hann felldur.

Afhverju var hann felldur? Í Kanada og Alaska eru þeir svæfðir og færðir til í meiri fjarlægð frá byggð.
Í Mari El Republic í Rússlandi þar sem ég dvelst löngum, eru fjölda bjarna á ferð. Og það meira að segja mjög nálægt sumarhúsi sem við dveljumst við Volgu.

Þannig að sambýli manna og bjarna þarf ekkert að vera svo agalegt.

Núna í fyrradag, lenti björn í bílsslysi á þjóðvegi Mari El Republic og lést.

Fólk komst í mikið uppnám, enda er björninn þjóðardýr rússa.

Eina hættan er umferð bíla. Þannig að þegar við keyrum þennan veg, þá erum við alltaf meðvituð um umferð bjarna og elga, sem geta stokkið út á veginn hvenær sem er.

Hvítabirnir eru rándýr, geri mér grein fyrir því, en það verður að finna aðrar leiðir. Ég er viss um að Íslendingar vilji fara sömu leið og Kanada og Bandaríkjamanna og leyfa þeim að lifa og borga smáupphæð, bara svæfa og færa þá til. Það var hvort eð send þyrla og tilheyrandi kostnaður og hún hefði vel getað flogið með bangsa út á ísinn sem er ekki langt frá landi á Vestfjörðum.

Kanadamenn eru með sérstakt “sleppinet” sem þeir nota þegar birnir eru sóttir af þyrlum. Lendi t.d. elgur í umferðarslysi í Mari El Republic, þá er sérstök áætlun gerð til að bjarga lífi þeirra.

Hjálagt er svo mynd rússneska frændanum sem lést núna fyrir 2 dögum í Rússlandi.

 

Heimildir:
https://www.dv.is/frettir/2024/9/19/tilkynnt-um-isbjorn-vestfjordum/

 


« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband