Elliði sem næsti formaður Sjálfstæðisflokksins

 

Sjálfstæðisflokkurinn er ein stór eyðimörk, eins og stendur.

Hann hefur mælst hvað eftir annað í 13-14% fylgi og virðist þetta verða niðurstaða næstu kosninga, ef ekkert gerist.

Og það þarf eitthvað að gerast. Það er ljóst að dagar Bjarna Ben. Eru taldir með slíka niðurstöðu og hann hefur sjálfur skoðað möguleika á að hætta eftir næsta landsfund, ef ég skil viðtal við hann rétt?

Afhverju er flokkurinn með svona slæma stöðu?

Þegar talað er við gallharða Sjálfstæðismenn, þá kemur eftirfarandi í ljós.

Flokkurinn hefur ekki staðið vörð um þjóðleg gildi, hann varði ekki landamærin sem hafa verið galopinn. Og elst við fámenn mótmæli og dregið tennurnar úr Útlendingastofnun. Fjölda erlendra glæpagengja eru starfandi hérna.

Flokkurinn er einnig kominn of langt til vinstri, er orðinn Sósíaldemokrataflokkur. Nokkuð sem hægrafólk hefur ekki áhuga á.

Konurnar tvær sem Bjarni hefur við hlið sér eru einnig of vinstrisinnaðar. Önnur þeirra er allra versti utanríkisráðherra frá upphafi, sem rak Rússneska sendiherrann úr landi og er að senda peninga til Kiev (sem enda í vopnakaupum). Ísland á að vera hlutlaust land og alltaf að kjósa hlutleysi, ef farið er í hernaðaraðgerðir Nato, þar sem Nato er árásaraðilinn.

Flokkurinn er talinn vera með of mikla undirlægjuhátt við Brussel. Við höfum heimildir til að mótmæla innleiðingu laga sem eiga ekki við íslenskann veruleika, en það er ekki gert. Orkupakkarnir eru gott dæmi, Bókun 35 er annað.

Það vantar að íslenskir hagsmunir séu í fyrirrúmi....sjáið bara Færeyinga...

Ríkisbáknið hefur aldrei verið stærra, skattar í botni og gríðarleg skuldasöfnun.

Allt eru þetta einkenni Vinstristjórnar.

Sósíaldemokratastefna endar alltaf á einn veg....skattaokur, fjárlagahalli, skuldasöfnun og alltaf of stórt ríkisbákn.

Að hækka skatta er t.d. Eina efnahagsstefna Samfylkingarinnar.

Afhverju er Sjálfstæðisflokkurinn að róa glórulaus mið Sósíalistaflokkana?

Það er allt of mikið af vinstriflokkum í landinu.

Afhverju fáum við ekki alvöru hægriflokk á Íslandi?

T.d. Með Javier Milei Argentínuforseta stefnu? Javier er að gera kraftaverk með hægristefnu sinni. Þar er tekið á ríkisbákninu og markaðskerfið fær að njóta sín án gríðarlegar reglugerðarfargan.

Hafa Sjálfstæðismenn leiðtogaefni?

Fljótt á litið er eyðimörk hjá þingmönnum flokksins. Enginn núverandi þingmanna, er leiðtogaefni....enginn. Enginn hefur bein í nefinu til að stjórna flokknum. Það þarf því að líta út fyrir þingflokkinn.

Og það kemur strax nafn í hugann....Elliði...

Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss.

Elliði er fæddur árið 1969 og starfaði áður sem bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Auk þess sat Elliði í bæjarstjórn Vestmannaeyja og ýmsum nefndum og ráðum hjá Vestmannaeyjabæ frá árinu 2003.

 

Þegar litið er yfir störf Elliða, þá er ljóst, að þarna er hægrimaður á ferð.

Elliði hefur gert allt eftir bókinni, sem hægrimaður. Ótrúleg uppbygging Ölfus er eftirteknarvert. Hann hefur verið vinnusamur að fá fjárfesta og fyrirtæki inn í sveitarfélagið og það er í miklum blóma. Þorlákshöfn stækkar og stækkar.

Bætt hafnaraðstaða og íbúðabyggingar og atvinnuhúsnæði.

Engir biðlistar í leiksskólum og góð aðstaða skóla. Leiksskólar og skólar eru stækkaðir áður en þörfin er komin fram, og þar með eru engir biðlistar og tryggir stækkun sveitarfélagsins. Allt önnur sviðsmynd en er í Reykjavík. Þar sem leikskólar og skólar grotna í myglu vegna viðhaldsleysis. Elliði talaði einnig um að lóðaskortur sé á ábyrgð sveitarfélags og vel hægt að lækka byggingakostnað.

Fyrir svo utan fjölda fyrirtækja sem eru að koma. Alvöru stjórnsýsla hérna.

Eins og Elliði segir sjálfur “Velferð á forsendum verðmætasköpunar”.

Stjórnmál eru engin dans á rósum og það þarf mann sem getur staðið af sér storma og stjórnað....tekið erfiðar ákvarðanir. Elliði getur þetta allt.

Heimildir:

https://www.olfus.is/is/stjornsysla/fjarmal-og-rekstur/arsreikningar

https://ellidi.is/pistlar/frelsi-einstaklingsins-tryggir-best-hagsmuni-almennings?fbclid=IwY2xjawFqBIdleHRuA2FlbQIxMQABHQyGD-tBzROlFJJhopybbrVnSHx1ecrjxdTAggtxCtSnYvThfl2TpzGcZg_aem_62TdNg60FgZqUTH8G7ydvg





 


« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband