Viðskiptastríð Kína við ESB og USA er byrjað

Það er viðskiptastríð byrjað, er búinn að spá því langann tíma.

ESB og Kína - USA og Kína að fara í hár saman.
Viðskiptastríðið er byrjað. Og á bara eftir að versna.
Sean Foo hefur rétt fyrir sér (sjá tengil á Youtube myndband að neðan).

Trump ætlar einnig að loka á Evrópskar vörur. Trump og einnig Demokratar ætla að loka á Kínverska markaðinn. Kínverjar keppast nú við að selja Bandarísk ríkisskuldabréf, tryggja aðgang að rússneskri orku og koma á BRICS greiðslukerfi.

Og hugsanleg átök við Bandaríkin út af Taiwan....

Kína, alveg eins og Rússland gerði eftir 2014 og fyrstu refsiaðgerðir, er kerfisbundið að safna aðföngum og búa sig undir erfitt viðskiptastríð.

Blokkir munu loka sig af, Vestrið á móti BRICS blokkinni.

 

ESB er á brauðfótum...í gríðarlegri kreppu sem mun bara aukast. ESB vantar orku.

ESB má ekki við viðskiptastríði við Kína, eftir að hafa misst af ódýrri rússneskri orku. Án orku þrífst enginn efnahagur. Kínverskur markaður er risamarkaður og mikilvægur og hann er líklega að tapast. Kínverjar eru þegar byrjaðir að setja tolla sem viðbragð við tolla á Kínverska rafbíla.

Fyrstir til að þjást verður Þýskaland, sem er núna í af-iðnvæðingu.


ESB er ógæfusamband, stjórnað af aktísta embættismönnum, sem stjórna í anda forsjárhyggju sósíalisma. Sambandið er dauðadæmt og leggst á hliðina fyrr en ég hélt.
Og Ísland þarf að fara flýta sér að skera á tengslin. Fara úr EES sem fyrst, og fyrir komandi viðskiptastríð.

Ísland á að gera fríverslunarsamning við ESB, og ná betri kjörum og losna við allar ógæfu reglugerðarfarganið sem við fáum frá Brussel.

ESB er deyjandi samband. Það átti bara að vera fríverslunarsamband og ekkert annað. Ekki yfirþjóðlegt ofríkissamband sem reynir að bæla fullveldi ríkja eins og Ungverjaland.

Hlutlaust Ísland mun ekki taka þátt í viðskiptstríðum.

Það fær ekki á sig refsitolla.

Hlutlaust Ísland á að skipta við Bandaríkin, ESB, BRICS þjóðirnar og eiginlega allar þjóðir heimsins. Við eigum að dreifa áhættunni og gera sem flesta fríverslunarsamninga og fara að hugsa um Íslenska hagsmuni, fyrst og fremst.

Svisslendingar þekkja hlutleysi og þeir eru ein ríkasta þjóð í heimi.

 

Forðum okkur úr EES áður en við sökkvum dýpra í framtíðar viðskiptastríð ESB og hnignun.

ESB fór í viðskiptastríð við Rússland....tapaði stríðinu, því Evrópa er í mikilli kreppu.

Evrópa mátti ekki við að missa ódýra orku.

Við fáum einfaldlega litlar sem engar fréttir af íslenskum fjölmiðlum, hvað er að gerast í Evrópu. Það er gríðarlega mikið að gerast, þegar maður fylgist með erlendum fréttaveitum.

Rússland blómstrar efnahagslega og núna var að koma fréttir að erlendar skuldir landsins eru að hverfa. Á sama tíma, er skuldsetning Breta, Frakka, Bandaríkjanna að fara yfir 100% af þjóðarframleiðslu. Og fleiri vestrænar þjóðir líka.

Það eru dökkar horfur framundan. Bandaríkin í af-dollarvæðingu og skuldafeni, sama á við um Evrópu.

Forðum okkur úr vondum félagsskap.

Við getum það alveg, eigum næga orku, fara bara að virkja og nýta landið okkar.

 

Heimildir og endilega að skoða Sea Foo.
https://www.youtube.com/watch?v=u9hYzEnhoZo

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband