Ríkisbáknið blæs út

Enginn stjórnmálaflokkur að boða minna ríkisbákn í þessum alþingiskosningum, sem er nokkuð merkilegt. Er Ísland svona mikið Sósíalistaland? Miðflokkurinn hefur reyndar minnst á ríkisbáknið og ofþenslu þess.Sigmundur Davíð sagðist t.d. geta skilað hallalausum fjárlögum. Sjálfstæðismenn hafa lika talað um ríkisbákn, en gera ekkert. Allir hinir flokkarnir hafa engann áhuga á þessu máli og ræða bara hærri skatta.

Heildarfjölda stöðugilda hjá 10 fjölmennustu sveitarfélögum landsins fjölgaði úr 14.112 í 18.789 frá 2010 til 2022 eða á 12 ára tímabili. Fjölgunin er 33%. Og við erum bara að tala um tíu fjölmennustu sveitarfélögin, við erum sem sagt með yfir 20.000 starfsmenn sveitarfélaga.

 

Ríkisstofnanir á Íslandi eru tæplega 160 talsins en þá eru ótalin opinber hlutafélög, sjálfseignarstofnanir eða lögaðilar sem eru að hluta eða öllu leyti í eigu ríkisins. Ríkisfyrirtæki í B-hluta og C-hluta telja á annan tug og sjálfstæðar stjórnsýslunefndir telja á sjöunda tuginn.

Skipting í A, B og C hluta ríkissjóðs

Í lögum um opinber fjármál (123/2015) er starfsemi ríkisins skipt í þrjá hluta eftir eðli hennar, þ.e. í A-, B- og C-hluta. Þar er að finna skilgreiningu á flokkun á starfsemi og verkefnum ríkisins. Þessi flokkun er gerð á grundvelli alþjóðlegs hagskýrslustaðals um opinber fjármál

Ólík rekstrarform ríkisins

Þrátt fyrir að stofnanir séu margar og mismunandi þá greina þær í þrennt eftir ólíkum rekstraformum ríkisins:

  • Ríkisstofnanir sem eru fjármagnaðar að stærstum hluta af almennum skatttekjum og hafa ekki stöðu sjálfstæðs lögaðila.

  • Sjálfstæðir lögaðilar, sem reknir eru á ábyrgð ríkissjóðs, hvort sem þeir eru fjármagnaðir með almennum skatttekjum eða ekki.

  • Öll félög sem eru að meirihluta í eigu ríkisins og falla undir hlutafélagalög (ohf., hf. eða ehf).

Skv. stjórnarráði Íslands þá er:

Ríkið er stærsti vinnuveitandi landsins. Starfsmenn ríkisins eru að jafnaði um 21 þúsund talsins en stöðugildi eru töluvert færri þar sem margir eru í hlutastörfum.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar starfa tæplega 180 þúsund manns á ársgrundvelli á íslenskum vinnumarkaði og eru ríkisstarfsmenn því um 12% starfandi í landinu.

Og ef við teljum sveitarfélög og ríkisstarfsmenn saman, þá gera þeir um 41.000 eða um 22% allra starfa.

 

Núna á tímum gervigreindar er mikið svigrúm til að minnka ríkisbáknið. Hreinsa til í embættismannakerfinu, eyða óþarfa ríkisstofnunum og einkavæða. Það er fjölda þjónusta sem vel hægt er að láta einkaframtakið sjá um. Og þar með lækka skatta.

Við erum skattpíndasta land í heimi.

Og það eru kosningar í næsta mánuði og enginn stjórnamálaflokkur að boða minna ríkisbákn. Við sjáum 7 ára fjárlagahalla sem sönnun að kerfið er allt of stórt.

Erlendar skuldir eru að aukast, enda þurfum við að fjármagna skuldasöfnunina.

 

P.s. Það var afar erfitt að finna opinberar tölur um ríkisstarfsmenn. Hvað þá um starfsmenn sveitarfélaga. Á þetta ekki að vera aðgengilegt fyrir alla?

Þannig að þessar tölur hér að ofan þarf að taka með miklum fyrirvara og þá helst að þær séu vanáætlaðar. Vonandi að einhver fjölmiðill fari í saumana, hvað er að gerast með ríkisbáknið hérna og finna áreiðanlegar tölur, því ég held að þær séu miklu hærri.

 

Heimildir:

https://www.bb.is/2023/07/sveitarfelogin-33-fjolgun-starfsmanna-a-12-arum/

https://is.wikipedia.org/wiki/R%C3%ADkisstofnanir_%C3%A1_%C3%8Dslandi

https://www.stjornarradid.is/verkefni/mannaudsmal-rikisins/tolfraedi-og-utgefid-efni/

 


« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband