BRICS pay er komið

Er nýtt greiðslukerfi BRICS ríkjanna.

BRICS er ekkert smáræðis viðskiptasamband sem er kominn fram yfir G7 ríkin.

BRICS eru með 33,9% jarðarbúa, GDP at PPP 36,7%, útflutningur er 24,5%. Íbúafjöldi er 45,2%

BRICS er með stóru löndin: Rússland, Kína, Indland, Brasilíu og Saudi Arabíu og miklu fleiri.

 

Núna í Kazan í Rússlandi er BRICS PAY kerfið kynnt til sögunnar.

Því er ætlað fara framhjá Bandaríkjadollar og SWIFT greiðslukerfinu, en USA rak Rússa úr SWIFT greiðslukerfinu..

Viðskipti munu fara fram í heimagjaldmiðlum og farið framhjá Vestrænu fjármálakerfi.

 

Hvernig virkar BRICS PAY?

Tökum dæmi....segjum að þú sért Brasilíumaður viljir kaupa fullt af Indversku kryddi. Í dag þyrftir þú líklega að nota Bandaríkjadollar til að framkvæma viðskiptin, jafnvel þú sért að nota heimagjaldmiðla á bakvið viðskiptin. Þetta er kostnaðarsamt vegna gjaldeyrisþóknana og tímafrekt að nota USD sem millilið.

BRICS Pay mun nota heimagjaldmiðlana við viðskiptin, ekki Bandaríkjadollar og viðskiptin fara fram á sekúndubroti.

BRICS Pay mun nota BLOCKCHAIN, sem er sama kerfið og notað er með rafmyntir.

 

Að fá sér BRICS Pay er einfalt ferli, þú skráir þig inn með síma þínum, sannreynir símanúmer og hægt er að nota andlits auðkenni. Síðan tengir þú kortið þitt í gegnum App-ið QR kóða og þú ert tilbúin(n) að borga!

BRICS PAY er fyrsta skrefið í greiðslukerfi á milli BRICS landana.

Myndbönd hér að neðan útskýra betur hvernig BRICS PAY virkar og hvaða afleiðingar þetta mun hafa fyrir Bandaríkjadollar og Evru.

Heimildir:

https://www.youtube.com/watch?v=9AleNK3u9Og
https://www.youtube.com/watch?v=CYaJ7t7N3fg

 

 

 


« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband