Spurningar sem ekki eru spurðar til frambjóðenda

Það hefur verið gaman að fylgjast með Stefáni Einar Stefánssyni.

Hann er einn allra besti spyrill sem við höfum séð í fjölmiðlum.

Beinskeyttur og hann spyr alvöru spurninga.

En....það vantar upp á...

Hvar eru hinar spurningarnar sem skipta framtíð Íslands gríðarlegu máli?

Spurningar sem enginn fjölmiðill er að spyrja um?

En eru samt gríðarlegar mikilvægar spurningar og þar sem það eru að koma kosningar, þá væri gaman að fá að vita hvar við Íslendingar stöndum gagnvart þessum flokkræðisflokkum sem stjórna þessu landi?

Við búum við flokkræðis hálflýðræðisþjóðfélag og kannski er kominn tími á breytingar?

Hérna eru spurningar sem ég myndi spyrja og skiptir okkur gríðarlegu máli.

 

  1. Styður flokkur þinn persónukjör?

  2. Styður flokkur þinn þjóðaratkvæðagreiðslur og þær séu settar í stjórnarskrá?

  3. Vill flokkur þinn breyta einhverju í stjórnarskránni?

  4. Hver er afstaða flokk þíns í utanríkismálum? (a) Afstaða til Rússlands og BRICS landana – (b) Viltu endurskoða EES samninginn og hugsanlega gera tvíhlið fríverslunarsamning?

  5. Vill flokkur þinn virkja meira? Og einfalda umhverfisreglugerð?

  6. Hver er afstaðann til vindmyllna? Kæmi Thorium orkuver til greina?

  7. Hver er afstaða þín til Bókun 35, orkupakkana og fullveldisafsal til Brussels?

  8. Treystirðu þú þér til að skila hallalausum fjárlögum og taka á ríkisbákninu?

 

Þetta eru allt mikilvægar spurningar sem hafa ekki verið spurðar.

Afhverju ekki? Núna er tíminn til að komast að því hvort það sé einhverjar breytngar framundann, eða hvort við séum í áframhaldandi stöðnun.

Ef leiðtogarnir svara nei við ofangreindum spurningum, þá eigum við Íslendingar ekki bjarta framtíð....

 


« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband