Zelensky umboðslaus forseti á Íslandi
28.10.2024 | 15:36
Það vakti athygli mína að Mbl. Titlar Zelensky sem forseta Úkraínu.
Zelensky missti umboð sitt síðasta maí og er því ekki lýðræðislega kjörinn forseti Úkraínu. Reyndar er hann einræðisherra, því hann hefur bannað Rétttrúnaðarkirkjuna í Úkraínu og bannað frjálsa blaðamennsku.
Zelensky (umboðslaus frá síðasta maí) er núna á Íslandi að sníkja pening frá Norðurlandaþjóðunum.
Erum þegar búin að láta hann peninga fyrir meira en 4 milljarða, ég veit ekki töluna. Líklega mun hærri upphæð.
Norðurlanda forsætisráðherrar ættu að athuga að stríðið er á síðustu metrunum.
Og allir peningar sendir til Zelensky sem er fyrirsvari fyrir spilltustu ríkistjórn í Evrópu, fyrr og síðar er glapræði.
Og þessir milljarðar sem við höfum sent, voru ekki til. Heldur teknir að láni.
Því ríkisstjóður hefur verið rekið með halla síðustu 7 ár.
Hver er því að gefa ríkisstjórninni leyfi til að eyða peningum okkar í staðgengilsstríð Nato gegn Rússlandi? Athugið að við erum með tímabundna starfsstjórn og ábyrgð hennar er mikil.
Lítið er fjallað um stríðið í Úkraínu í íslenskum fjölmiðlum, annað en falskar fréttir.
Rangar fréttir allt saman, allt afbakað og margt hreinlega lygi. DV og RUV eru sérstaklega verst í áróðrinum.
Úkraína er að tapa stríðinu og allt að hrynja, það er stórsókn Rússa allsstaðar.
Allt hefur verið reynt af yfirmönnum Zelensky í Washington að tapa ekki stríðinu fyrir forsetakosningar 5 nóvember og helst ekki fyrr en Biden er hættur.
En það mun ekki takast.
Og líklegt er að báðir flokkar, Demokratar og Republicanar muni yfirgefa Zelensky strax eftir 5 nóvember.
Svo afhverju erum við að senda peninga til Zelensky?
Og hvað af þessum peningum fer til Úkraínska fólksins og hvað fer í vasa spilltra stjórnamálamanna? Önnur merki að stríðið sé að ljúka er að Þjóðverjar neita núna að taka inn Úkraínska flóttamenn. Úkraínskir flóttamenn ættu að fara til Rússlands.
Þar eru þeir velkomnir og boðið aðstoð og ríkisborgararétt. Enda líta Rússar á Úkra sem bræður og sömu þjóð. Tala sama tungumálið og eru kristnir Rétttrúnarkirkjumenn.
Biðjum fyrir lok stríðsins sem fyrst.
Heimildir:
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/28/selenski_lentur_a_islandi/