BEINT LÝÐRÆÐI OG PERSÓNUKJÖR.
29.10.2024 | 10:47
Það eru að koma kosningar og kominn tími á að þið spyrjið stjórnmálaflokka spurninga um afstöðu þeirra til lýðræðis
... barátta Íslendinga fyrir fullveldi sínu og rétt til raunverulegs lýðræðis fjallar þessi hugvekja um og hvaða leiðir eru færar til að Íslendingar fái alvöru lýðræði og losni undan djúpríkinu.
Hratt og örugglega hefur verið að sneiða fullveldi Íslands niður, innan veggja EES, þrátt fyrir að engar heimildir eru til í Stjórnarskránni fyrir slíku fullveldisafsali.
ÁN FULLVELDI ER EKKI LÝÐRÆÐI...
Á Íslandi búum við hálflýðræði. Það kallast fulltrúalýðræði.
Þar eru ákveðnir aðilar eru kosnir í gegnum flokkakerfi og til þess að vera umboðsmenn ákveðins hóps kjósenda. Í gegnum þingflokkana erum við því með FLOKKSRÆÐI.
Fulltrúinn og flokkræðið, bjóða upp á mikla spillingu. Enginn veit hvernig stjórnarmynstrið verður eftir kosningar, og fulltrúar veljast í gegnum flokksræðið inn í valdastöður flokkana og ef kjósandi ætlar að kjósa flokk, þá gæti hann endað með að fá á sig vanhæfan fulltrúa, sem hann hefur engan áhuga að kjósa, en verður að kjósa með, ef hann vill fá flokkinn í stjórn.
Fulltrúinn, er vanalega ekki að hugsa um að vera umboðsmaður/fulltrúi, kjósenda sinna.
Heldur er hann upptekinn að hugsa um sérhagsmuni og hagsmuni flokksins, umfram hag kjósenda sinna.
Fulltrúalýðræðið býður því upp á mikla spillingu sérhagsmuna og baktjaldamakks.
Til eru lausnir við þessu:
Beint lýðræðiskerfi
Persónukjör
Fyrir lýðræðislegann markaðssinna eins og mig, þá er beina lýðræðið og persónukjör, einmitt í anda frelsi einstaklingsins til að ráða eigin örlögum og fá að kjósa einstaklinga til að vera fulltrúi sínn.
Sviss er í mínum augum, fyrirmyndarríkið, sem ég myndi vilja að Ísland myndi feta í fótspor. Sviss sameinar tvennt sem er mér allra heilagast, beint lýðræði og markaðskerfi. Margir halda að Sviss sé svo ríkt vegna þess að þar sé skattaparadís, en það eru mörg ríki sem eru með skattaskjól. Panama, Kýpur og mörg önnur ríki. Svisslendingar ná að vera ríkasta þjóð í heimi, án náttúruauðlinda og eru með sterkt lýðræðiskerfi.
Öflugt heilbrigðiskerfi og besta stjórnmálakerfi í heimi.
Hérna eru nokkrar ástæður fyrir því að Sviss er ríkasta land í heimi:
Decentralizion... Sviss er sambandsríki 26 kantóna, eina sem þessar kantónur eiga sameiginlegt, er sameiginleg stjórnarskrá, gjaldmiðil og utanríkisstefnu. Fyrir utan það, þá eru þau sjálfsstæð. T.d. Í skattheimtu, þá er t.d. Kantónan Jura með 14%, en ef þú býrð í kantónunni Zug, þá er tekjuskatturinn aðeins 4%. Kantónurnar hafa sjálfstæðan ákvörðunarrétt til verslunarhátta. Kantónurnar geta aðlagast að því umhverfi sem hver og ein er staðsett í. Og það sem meira er, ÞÆR GETA KEPPT VIÐ HVERJA AÐRA...
Þrátt fyrir decentralizion, þá tekst þeim að halda þjóðríkinu saman og þrátt fyrir að þar eru opinberlega 4 tungumál. Hver kantóna er með sitt opinbera tungumál.Sviss hefur engann forseta...Svisslendingar kjósa til federal parliament (alþingi þeirra) þetta þing kýs síðann 7 fulltrúa, sem eiga að vera ráðherrar. Allir þessir 7 einstaklingar hafa nkl. Sömu völd. Einn þeirra er síðan valin til árs senn að vera í forsvari fyrir hópinn (allir jafnir þó) Switzerland international representitive. Tæknilega séð er hann forseti en er þó ekki með meiri völd en hinir sex. Og þeir skiptast á, árlega um persónu.
Beint lýðræði...Svisslendingar halda þjóðaratkvæðagreiðslur á 4 mánuða fresti, bæði innan kantóna og svo Svisslandi öllu. Til kantónu, þarf aðeins 50.000 manns til að biðja um atkvæðagreiðslu, en fyrir landið allt, þarf 100.000 atkvæðabærra manna.
Frjáls markaður...Svisslendingar reyna að gera fríverslunarsamninga við svo til öll ríki heimsins. Svisslendingar hafa haft frjáls viðskipti við lýði síðan 1874 og hafa því langa sögu að baki, ólíkt öðrum ríkjum, sem eru nýlega að taka upp frjáls viðskipti.
Hlutleysi...með hlutleysi sínu, þá ná þeir frjálsri verslun, sem aðrir ná ekki. Forðast viðskiptaþvinganir. Þeim tókst meira að segja að halda sig utan við Síðari Heimsstyrjöldina, þrátt að allir væru að berjast í kringum þá. Og því þurftu þeir ekki að byggja upp ónýtar borgir eftir sprengjuregn. Og þeir notuðu tímann vel til að styrkja innviði landsins. Versti óvinur efnahagskerfis er stríð...Svisslendingar eru þó með her, en aðeins til varnar. Það er herskylda þarna sem allir þurfa hlíta. En góða við herskylduna, er að þar blandast saman ríkir og fátækir, og oft myndast sterk tengsl, sem síðan hafa leitt til viðskiptasambanda eftir að herskyldu líkur.
Létt regluverk til að stofna viðskipti...Sviss býður upp á lága skatta. Auðvelt er stofna fyrirtæki, og auðvelt er að sjá lög um þau á netinu og bera saman við mismunandi kantónur. Margar kantónur bjóða upp á, afar lága skatta á fyrirtæki, þannig að mörg risastór erlend fyrirtæki skrá höfuðstöðvar sínar í Sviss. Og þar með fær Sviss auknar skatttekjur sem það myndi annars ekki fá.
Það er ekki náttúrauðlindir, eða lukka sem ræður því að þjóð gengur vel.
Heldur stjórnmálalegt umhverfi.
Snúum nú þessu við og hvernig við gætum notfært okkur Svissneska modelið.
Fyrsta skrefið væri Decentralizion og skipta landinu í sjálfsstæðar (kantónur) gætum kallað þær Sýslur. Þær gætu verið: a) Vesturlandsýsla, Vestfjarðasýsla, Norðurlandssýsla, Austurlandssýsla, Suðurlandssýsla og svo Reykjanesskagasýsla. Til að þetta gangi upp, þá þarf að vera beint lýðræði hérna á Íslandi. Vestfjarðasýslan gæti viljað laða að erlenda fjárfesta og lækkað skatta. Austfjarðasýslan gæti dottið í hug að vera með Free Zone area, til efla viðskipti á svæðinu. Dæmi um slíkt er t.d. Í sameinuðu furstadæminum Fujairah og Kínverjar sjálfir, byrjuðu á slíku free zone þegar þeir tóku markaðskerfið. Fullt af slíkum free zone til. T.d. Kanaríeyjar. Hver og ein sýsla keppir við hverja aðra um mannauð, og fjármagn. Vestfirðir gætu t.d. Orðið eins og Zug kantóna í Sviss, hálfgerð tax heaven og fjölda stórfyrirtækja setti upp höfuðstöðvar þar.
Engann forseta, sama hugmyndafræði og í Sviss, 7 manna ráð stýrir landinu og skiptist á að vera í forsvari, en allir jafn valdamiklir.
Beint lýðræði, er lykillinn að velgegni Svisslendinga, því væru þær tíðar hér. Þjóðaratkvæðagreiðslur, færu fram í appi síma þín og því auðveldar og ódýrar í framkvæmd. Framtíðinn, gæti orðið þannig, að þjóðinn gæti líka tekið þátt í atkvæðagreiðslum á Alþingi og þannig tekið ákvarðanir með þingfulltrúum. Þannig gæti ákveðinn fjöldi slíkra atkvæða verið með ákveðið mótvægi á móti atkvæðum þingmanna. Beinna gæti lýðræðið ekki orðið.
Frjáls markaður...segjum okkur úr EES og Schengen. Tökum upp grimma stefnu í fríveslun við hverja einustu þjóð í heiminum. Náum stjórn á landamærunum og stýrum, hvaða innflytjendur við viljum fá inn á okkar vinnumarkað.
Hlutleysi, tryggir okkur að við séum ekki í viðskiptastríðum stórveldana, eins og við erum t.d. við Rússa. Enginn virðist vera að fylgja eftir, nema ríkisstjórn Íslands. Viðskiptastríð, eru alltaf ósigur verslunar og efnahag Íslendinga.
Létt regluverk, til vera með frumkvöðlastarf og stofna fyrirtæki auðveldara. Gætum litið til Sílíkon dalinn í Kalíforníu eða Ísraelsku leiðina, en þeir eru líka með sambærilegann Sílíkon valley. En þeir tóku upp frumkvöðlaverkefni, þar sem ríkið fjárfesti og skattahagræddi á móti hverju frumkvöðlafyrirtæki. Ég set tengil á það annars staðar. Myntvandamálið myndum við leysa með því að nota Bandaríkjadollar, enda notar helmingur inn af heiminum hann. Síðan gætum við notað rafmiðla í framtíðinni.
Fjórða iðnbyltingin, það er ljóst að hún mun hafa gríðarleg áhrif á þjóðfélagið. Það er spáð að 800 milljónir starfa munu hverfa í heiminum um 2020. Sennilega mun hærri tala og hlutfall, talið er að um helmingur starfa í Bandaríkjunum gæti horfið.
Ísland mun ekki þurfa erlent vinnuafl. Heldur að finna eitthvað að gera fyrir núverandi mannfjölda. Fyrsta skrefið væri að minnka vinnuvikuna. Jack Ma sem stofnaði Alibaba, stakk upp á 16 klst vinnuviku. Róbótarnir munu halda uppi lifsgæðunum og halda uppi framleiðslunni og margfalda hana. Setja þyrfti upp öryggiskerfi, þar sem fólk sem fengi ekki vinnu, hefði aðgang að borgaralaunum. Störfin munu breytast, jafnvel stjórnsýslann gæti orðið róbótavædd og minni þörf á stjórnmálamönnum. Sú þjóð sem virkjaði fjórðu iðnbyltinguna sem best, gengi best. En fólk mun alltaf þurfa að vinna eitthvað, en þau störf myndu gjörbreytast og krefjast færri stunda.
Persónukjör.
En hvað er persónukjör? Kíkjum hérna á skilgreiningu Áttavitans:
Persónukjör er það kallað þegar fólk kýs einstaklinga í kosningum í stað þess að merkja einfaldlega við framboðslista stjórnmálasamtaka eins og tíðkast í alþingiskosningum og flestum sveitarstjórnarkosningum.
Forseti Íslands er t.d. kosinn persónukjöri/einstaklingskjöri, sveitarstjórnarfulltrúar í mörgum smærri sveitarfélögum landsins eru það líka og sömuleiðis var kosið til Stjórnlagaþings eftir persónukjöri. Flest félagasamtök, verkalýðsfélög og óformlegri hópar notast líka við persónukjör, þar sem formaður félagsins er t.d. kosinn sérstaklega, síðan varaformaður og svo framvegis.
Forseti Bandaríkjanna er síðan kosinn á einstaklingsgrundvelli, þó kjósendur séu í raun tæknilega að kjósa stuðningsmenn einstaklingsins frekar en einstaklinginn sjálfan.
Útstrikanir og endurröðun frambjóðenda í kosningum eru líka nokkurs konar persónukjör, þar sem fólk getur haft áhrif á það hvaða einstaklingar ná kjöri í flokknum sem það kýs.
Með persónukjöri, þá fær kjósandinn akkúrat, þann frambjóðanda sem hann vill fá á þing.
Frambjóðandanum er síðan umbunað eða refsað beint og milliliðalaust, ef hann stendur ekki við kosningaloforð sín. Hve oft höfum við ekki séð frambjóðendur, fela sig á bakvið framboðslista flokka, og komast inn á alþingi, í gegnum flokkinn, en ekki á eigin forsendum? Og hanga á þingi áratugum saman.
Flestir flokkar hafa nefnilega lélega síu, á hverjir komast á lista flokksins. Allt þetta býður síðan upp á flokksræði, þar sem frambjóðandinn einbeitir sér að þóknast flokknum, en gleymir umbjóðendum sínum.
Hérna er líka góður tengill á skilgreiningu á persónukjöri:
https://www.landskjor.is/media/frettir/Personukjor9feb2009a.pdf
Til að tryggja að hérna dveljist ekki vanhæfir þingmenn á alþingi, áratuga skeið, mætti nota Bandaríska kerfið, en það er að þingmaður megi aðeins vera á þingi, í 2 kjörtímabil, eða hámark 8 ár. Þannig náum við skipta út reglulega út þingmenn, sem verða samdauna kerfinu og hafa litin vilja til að breytinga eða að standa sig.
Framkvæmd á almennum kosningum, gæti fram með svokölluð BLOCKCHAIN kerfi.
En þá er notað svokalla E-voting og ómöguleiki er að svindla. Kerfið byggist á Blockchain, alveg eins og rafmyntir nota.
Hér er tengill sem lýsir þessu betur hvernig framkvæmdin, yrði.
https://pixelplex.io/blog/blockchain-voting/
Hvað lög þurfum við til að koma á persónukjör eða beinu lýðræði?
Kíkjum á tillögur Stjórnlagaráðs á slíkum lögum.
http://stjornlagarad.is/other_files//stjornlagarad/Frumvarp-til-stjornarskipunarlaga.pdf
gr.
Alþingiskosningar.Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri kosningu til fjögurra ára. Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt. Heimilt er að skipta landinu upp í kjördæmi. Þau skulu flest vera átta. Samtök frambjóðenda bjóða fram lista, kjördæmislista eða landslista eða hvort tveggja. Frambjóðendur mega bjóða sig fram samtímis á landslista og einum kjördæmislista sömu samtaka. Kjósandi velur með persónukjöri frambjóðendur af listum í sínu kjördæmi eða af landslistum, eða hvort tveggja. Honum er og heimilt að merkja í stað þess við einn kjör dæmis lista eða einn landslista, og hefur hann þá valið alla frambjóðendur listans jafnt. Heimilt er að mæla fyrir um í lögum að valið sé einskorðað við kjördæmislista eða landslista sömu samtaka. Þingsætum skal úthluta til samtaka frambjóðenda þannig að hver þeirra fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu.Í lögum skal mælt fyrir um hvernig þingsætum skuli úthlutað til frambjóðenda út frá atkvæða styrk þeirra. Í lögum má mæla fyrir um að tiltekinn fjöldi þingsæta sé bundinn einstökum kjördæmum, þó ekki fleiri en 30 alls. Tala kjósenda á kjörskrá að baki hverju bundnu sæti skal ekki vera lægri en meðaltalið miðað við öll 63 þingsætin.Í kosningalögum skal mælt fyrir um hvernig stuðla skuli að sem jöfnustu hlutfalli kvenna og karla á Alþingi.Breytingar á kjördæmamörkum, tilhögun á úthlutun þingsæta og reglum um framboð, sem fyrir er mælt í lögum, verða aðeins gerðar með samþykki 2/3 hluta atkvæða á Alþingi. Slíkar breytingar má ekki gera ef minna en sex mánuðir eru til kosninga, og gildistaka þeirra skal frest ast ef boðað er til kosninga innan sex mánaða frá staðfestingu þeirra.
Athyglisvert er í tillögum Stjórnlagaráðs er ennþá málskotsréttur forseta:
60. gr.
Staðfesting laga.Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til laga undirritar forseti Alþingis það og leggur inn an tveggja vikna fyrir forseta Íslands til staðfestingar, og veitir undirskrift hans því lagagildi. Forseti Íslands getur ákveðið innan viku frá móttöku frumvarps að synja því staðfestingar. Skal sú ákvörðun vera rökstudd og tilkynnt forseta Alþingis. Frumvarpið fær þá engu að síður laga gildi, en innan þriggja mánaða skal bera lögin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Einfaldur meirihluti ræður hvort lögin halda gildi sínu. Atkvæðagreiðsla fer þó ekki fram felli Alþingi lögin úr gildi innan fimm daga frá synjun forseta. Um framkvæmd þjóð ar atkvæða greiðslu skal að öðru leyti mælt fyrir í lögum.
Ég vil afnema forsetaembættið algjörlega og taka Svissnesku leiðina í því máli, sjá hér að ofan. En þar skiptast 7 mannaríkistjórn (ráðherrar) að fara með embætti "forsetaígildi". Svissarar eru reyndar með formann í eitt ár í senn. En við gætum stytt og skipt um á 6 mánuða fresti.
Síðan kemur feitasti bitinn og sá allra mikilvægasti:
gr.
Málskot til þjóðarinnar. Tíu af hundraði kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt. Kröf una ber að leggja fram innan þriggja mánaða frá samþykkt laganna. Lögin falla úr gildi ef kjós endur hafna þeim, en annars halda þau gildi sínu. Alþingi getur þó ákveðið að fella lögin úr gildi áður en til þjóðaratkvæðis kemur. Þjóðaratkvæðagreiðslan skal fara fram innan árs frá því að krafa kjósenda var lögð
Þetta er afar athyglisvert og ef þessar tvær tillögur næðu fram að ganga. Þá gætum við hugsanlega útrýmt pólítíska spillingu og baktjaldamakk í stjórnmálum. Værum með eitt besta lýðræði í heimi ásamt Lichtenstein og Sviss.
Þá gætum við séð mestu efnahagslega hagsæld, og þjóðarsátt sem við höfum aldrei verið vitni að...RÉTTLÁTASTA ÞJÓÐFÉLAG Í HEIMI...
Tökum þessi ofangreind atriði í umræðuna og ræðið við stjórnamálaflokka ykkar og spyrjið þá hvað þeir vilja gera í þessum málum?