Mál- og skoðanafrelsi

Mál- og skoðanafrelsi er varið í stjórnarskrá Íslands og einnig í  Mannréttindasáttmála Evrópu sem Íslendingar hafa skrifað undir.

Það mætti líka tengja tjáningarfrelsis ákvæði stjórnarskráinnar, við andlegt málefni sbr. Frelsi sálarinnar.

73 grein stjórnarskráinnar fjallar um málfrelsi og segir svo:

73. gr.

[Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.

Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast

verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar

tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.

Lagasafn (útgáfa 154b) – Íslensk lög 12. apríl 2024 Nr. 33 1944 5

 Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu

allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði

manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda

teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.]1)

 

Allar tilraunir í mannkynssögunni, til að kúga fólk og stjórna hugi fólks hafa mistekist, hver og ein einasta.

Í dag er verið að reyna að taka af okkur mál- og skoðanafrelsi. Og helstu tækin eru að slaufa fólk, taka af því mannorðið í gegnum fjölmiðla eða svipta því vinnuna.

 

Um hvað snýst tjáningarfrelsi?

Í fyrsta lagi að geta tjáð sig frjálslega opinberlega munnlega og skriflega.

Í öðru lagi felst það í sér félagafrelsi, þ.e.a.s. frelsi til að velja sér félagsskap að eigin vali. Prentfrelsið hefur lengst verið til og varð til í Svíþjóð og svo er það fundarfrelsið.

 

Lítum aðeins á hugtakið málfrelsið og hvernig það er túlkað almennt.

Málfrelsi felur í sér að menn megi segja hvað sem þeir vilja bæði í ræðu og riti, á opinberum vettvangi jafnt sem í lokuðum hópi og í starfi.

Menn sem njóta málfrelsis mega mótmæla skoðunum annarra, hvetja aðra til að hlusta ekki á þá eða trúa ekki því sem þeir segja.

Eina sem er krafist er, að siðferðisvitund okkar krefjist þess að við segjum satt, vörumst rógburð eða berum ekki ljúgvitni um samborgarann og sýnum almenna kurteisi og tillitsemi.

Það er samt ekki skylda okkar að samþykkja skoðanir annarra eða samþykkja öllu sem okkur að beint. Ég hef rétt til að mótmæla öllu því sem er haldið fram opinberlega, hvort sem um er að ræða fjölmiðla, félagasamtök eða einstaklinga.

Lýðræði og málfrelsi er samofið, lýðræði þrífst ekki án málfrelsi.

 

Mál- og skoðanafrelsi hefur átt undir högg að sækja, aktívistar og samfélagsmiðlar hafa t.d. Verið að ritskoða hvað hefur verið sett á miðla þeirra, “Fact check” Facebook er t.d. Þekkt og snýst ekkert um staðreyndir, heldur hvað má segja.

Facebook og Youtube hafa t.d. Brotið gegn Bandarísku stjórnarskránni með því ritstýra efni, banna og taka út.

Það er reyndar uppgjör framundan með þá fjöldmiðla, sérstaklega ef Trump nær völdum, en Facebook hreinlega eyddi Facebook aðgangi sjálfum Bandaríkjaforseta. Mark Zuckerberg var settur fyrir fram þingnefnd og gagnrýndur og raunar er hann hræddur, því það getur vel verið að hann verði kærður í framtíðinni.

Annað dæmi var síðan grein mín um daginn, þar sem Rússneskir fjölmiðlar eru að kæra Google og Youtube fyrir banna Rússneska fjölmiðla....

Sjá hér tengil:

"STJÓRNARSKRÁRBROT - Rússneskir fjölmiðlar kæra Google"

https://arnarlofts.blog.is/blog/arnarlofts/entry/2307460/

 

 

 

 


« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband