Skattahótanir

Svo virðist sem aðal kosningaloforð þessa kosninga, séu SKATTAHÆKKANIR.

Allir Sósíalistaflokkarnir eru að hóta okkur skattahækkunum eftir því sem ég hef verið að lesa í fjölmiðlum.

Eftirfarandi vinstriflokkar vilja hækka skatta:

Samfylking vill auka skattbyrði um 70 milljarða. Hækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki, t.d með því hækka fjármagnstekjuskatt úr 22% og í 25%. Ísland yrði því með hæsta fjármagnstekjuskatt í heimi.. Fyrirtæki í dag, geta auðveldlega fært sig til útlanda.

Viðreisn vill hækka skatta og eina stefnan er að láta Brussel stjórna okkur, sem aftur á móti hafa eru með endalausar skatta og reglugerðarfargan.

Framsókn vill hækka skatta í gegnum kílómetragjald og raun skattar á allt.

Sósíalistaflokkur Íslands vill skattleggja allt sem hreyfist og þjóðnýta.

Píratar vilja hækka auðlindagjald, en vita ekki einu sinni hvað það er hátt í dag. Skattar eru aðalstefna þeirra.

Flokkur fólksins, verð að viðurkenna að ég hef ekki heyrt stefnu þeirra? En miðað við að þetta er Sósíalistaflokkur, þá geri ég ráð fyrir gömlu mýtunni um að hækka skatta á “ríka” fólkið.

VG er rótttækur sósíalflokkur sem vill skattleggja okkur vegna ímyndaðri loftlagsvá og hefur í raun staðið gegn verðmætasköpun í formi hindrana í að virkja.

 

Erum skattpíndasta þjóð í heimi....en samt ætla Sósíalistaflokkarnir að hækka skatta.

Afhverju?
Megum við ekki hafa eitthvað eftir fyrir okkur?
Hver kýs þessa vitleysu?

Enginn af þessum flokkum dettur í hug að minnka ríkisbáknið, og að kannski með því að létta álög og skatta á einstaklinga og fyrirtæki, þá hafa þau meiri svigrúm til verðmætasköpunar og stækka kökuna og þar með fær ríkið meiri skattekjur í gegnum lægri skatta.

Enginn af þessum flokkum talar um að minnka ríkisbáknið og skera niður, enginn að gera úttekt í hvað við erum erum að borga?

Ég hef gert úttekt í annarri grein, hvernig hægt er að skera ríkisbáknið niður, í anda Javier Milei Argentínu forseta.

Skila hallalausum fjárlögum með tekjuafgangi og greiða niður skuldir.

 

Allir flokkarnir halda að það sé bara hægt að leggja endalausa skatta á einstaklinga og fyrirtæki.

Að hækka skatta er ekki efnahagsstefna, það er stefnuleysi og ráðþrota stefna og án hugmyndaflugs.

Ég hef bara séð tvo til þrjá flokka tala fyrir skattalækkunum. Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Lýðræðisflokkur Arnar Jónssonar.

 

Þetta er allt og sumt, þannig við megum búast við meiri skattbyrði og skattaokur.

Það virðist eins og flokkunum sé mein illa að við eigum eitthvað eftir í veskinu til að ráðstaða í okkar þágu.

Skattheimta, króna á móti krónu er þjófnaður ríkissins á einstaklingum og fyrirtækjum.

Gleymum ekki skerðingum á ellilífeyrisþega sem hafa skapað þetta land.

Ríkisvald býr til meiri vandamál en það leysir.

Svo minnkum ríkisbáknið og búum þannig til svigrúm til að LÆKKA SKATTA...

 

Heimildir:

https://is.wikipedia.org/wiki/Al%C3%BEingiskosningar_2024

 

 


« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband