Biden endaði Bandaríska heimsveldið á fjórum árum

Arfleið Biden/Kamilla stjórnarinnar verður minnst í sögubókum sem verstu ríkisttjórn í sögu Bandaríkjanna. Bandaríkin eru svo illa farinn að það skiptir ekki máli hver vinnur 5 nóvember. Sviðin jörð er framundann. Demokratar hafa dælt trilljörðum dollara síðasta árið, til að fela ónýtann efnahag fram yfir kosningar 5 nóvember, og þeim hefur tekist það ætlunarverk. En strax á næsta ári kemur hrunið. Það þarf kraftaverk til að laga efnahaginn, eitthvað stórkostlegt.

Biden hefur verið svo illa áttaður, að hann hefur varla verið með lífsmarki eða þessarri vídd. Kamilla, sem Demokratar höfnuðu, endaði sem forsetaframbjóðandi. Ekki hefur Kamilla talist vera neitt gáfnaljós. Hver hefur þá verið að stjórna Hvíta húsinu, síðustu ár? Nokkur nöfn embættismanna hafa komið upp.

Staða Bandaríkjanna er afar slæm. Skelfileg utanríkisstefna Bandaríkjamanna og áratuga innrásir í önnur lönd og eilífðar viðskiptastríð og það jafnvel gegn eigin “bandamönnum” hafa gert heiminn andsnúinn Bandaríkjum. Núna fylkja ríki heimsins sér að baki Rússum sem leiða BRICS og eru að setja upp nýtt alheimsfjármálakerfi gegn Vestrinu og Bandaríkjunum.

Kerfið verður byggt þannig upp að Bandaríkjadollar verður ekki notaður. Af-dollarvæðing er nú þegar hafinn.

Dollar sem varagjaldeyris gjaldmiðill er ca. 58%, en talið er að hann fari niður í 30-35%. Og hann endi eins og Breska pundið eftir fall Breska heimsveldisins.

Öll stefna Demokrata hefur verið eitt stórt slys, t.d. Með græningjastefnu og orkumálum. Ekkert aðhald í ríkismálum og stjórnleysi með landamærinn. Landið er að nálgast 36 trilljarða í skuldum og bara vaxtaskuldirnar eru 1,2 trilljarðar á ári og fara hækkandi. Viðskiptahallinn hefur síðann verið 1,7 trilljarðar á ári!

Hallinn hefur verið fjármagnaður með því að prenta peninga sem og aftur er notaður til að kaupa ríkisskuldabréf! Þetta er því svikamylla. Að kaupa eigin skuldir er svikamylla!

Sjá tengil hér að neðann.

https://www.youtube.com/watch?v=l-n2w8eqBCo

Með BRICS fjármálakerfinu, þá eru tímar viðskiptaþvingana Bandaríkjamanna úti....það er ástæða þess að þjóðir heimsins keppast um að ganga inn í BRICS. Rússland lenti í verstu viðskiptaþvingunum sögunnar. En var of stórt til að falla, Og núna er efnahagur Rússa í blóma, jafnvel verið að tala um ofhitunun, en það er tímabundið. Rússar hafa leitt BRICS stefnuna og talað er um að BRICS ráðstefnan í Kazan í Rússlandi hafi verið tímamótafundur sem breytti heiminum í Multipolar heim.

Heimsveldi koma og fara í sögunni. En það eru 5 atriði sem eru sammerkt með falli þeirra.

  1. Efnahagsleg hnignun

  2. Ofþensla í herútgjöldum

  3. Stjórnmálalegur órói og spilling

  4. Innanlands átök og uppreisnir

  5. Ytri þrýstingur (innrásir)

Förum aðeins yfir þessa fimm þætti og berum saman við Bandaríkin.

Efnahagsleg hnignun

Bandaríkin eru í hnignun með ofur skuldir, yfir 35 trilljarða skuldir, bara afborganir af vöxtum er yfir 1,2 triljarður á ári. 1.7 trilljarðar viðskiptahalli við útlönd. Gríðarleg peningaprentun til að borga fyrir falskan efnahag, er einkenni Sósíalisma Demokrata. Skuldasöfnun og skattaokur.

Of mikil peningaprentun, veldur verðbólgu og rýrnun dollarins.

Herútgjöld... Bandaríkjamenn eru með hagsmuni um allan heim og ævintýralega fjölda af herstöðvum til að gæta þessarra hagsmuna. Útgjöld hersins eru yfir 800 milljarða dollara. Peningar sem eru ekki til og verið er að prenta og valda verðbólgu.

Stjórnmálalegur órói og spilling.

Innanlands átök og uppreisnir.

Ég tek þessi tvö atriði undir einn hatt.

Það er klárlega tvær þjóðir í Bandaríkjunum sem eru að berjast um völdin.

Annarsvegar eru það Sósíalistahlutinn, sem vill umhverfa þjóðfélaginu í Woke og Cancel Culture og síðan eru það hægra fólkið með Republicana sem vilja halda í hefðbundin gildi sem gerðu einmitt Bandaríkin að stórveldi. Við sjáum mismunandi stefnur birtast í fylkjum Bandaríkjanna.

Það má meira að segja sjá þetta á Íslandi líka, tvær þjóðir.

Varðandi spillinguna, þá er hún klárlega gríðarleg. Demokratar nota FBI, CIA og dómskerfið til að ofsækja Trump og síðan eru það samfélagsmiðlarnir skikkjaðir til að vera með ritskoðun á netinu. Allt er þetta stefna í átt að fasisma.

Við sáum BLM hreyfinguna brenna borgir Bandaríkjanna með stuðning Demokrata og hvatningu.

Það er gríðarlega erfitt að bjarga þjóðfélagi sem er svona gríðarlega klofið. Íslendinga eiga nkl. Sama vandamál að stríða.

Ástandið er hinsvegar ekki orðið óbærilegt, en stefnir í það. Óróinn brýst vanalega út þegar efnahagurinn fer niður á við og hann er svo sannarlega á niðurleið í Bandaríkjunum.

Ytri þrýstingur.

Hann er klárlega til staðar og uppreisn gegn Bandaríkjunum, leiða Rússar.

Efnahagsþvinganir á Rússa og reknir úr SWIFT veldur því að Rússar hafa fylkt liði og notað BRICS til að þjappa þjóðum saman gegn Bandaríkjunum.

Og það hefur ekki verið erfitt...enda hefur Bandaríkin herfilega misnotað efnahagsþvinganir gegn flestum þjóðum heimsins. Síðan eru það endalausar innrrásir og afskiptum af stjórnmálum annarra ríkja, svokölluð Coupe, sem CIA er með puttana í. Þá eru andstæðingar stjórnvalda sem Washington líkar ekki við, vopnaðir eða fjármagnaðir og stjónvöldum velt úr sessi.

Núna fara Rússar í farabroti ásamt Kínverjum og stefna að af-dollarvæðingu.

Hætta nota dollarann. Þetta mun leiða til gríðarlegrar hnignunar og að lokum falls Bandaríska heimsveldisins...

 

Putin talar um Multipolar world. Og ég held að það verði niðurstaðann.

Kínverjar taka fram úr Bandaríkjunum sem efnahagsveldi og Rússar eru nú þegar orðnir sterkasta herveldi heimsins, með afar háþróuð vopn og stærsta kjarnorkuvopnabúr heimsins.

Bandaríkin falla ekki algjörlega, en mun þurfa að deila “völdum” með Kínverjum og Rússum. Multipolar world.

 

Það eru aðeins tvö ríki í heiminum sem hafa allt innan landamæra sinna og geta lifað sjálfstæðu efnahagslífi án utankomandi ríkja, það eru Rússland og Bandaríkin.

Bandaíkin gætu verið án heimsins og með lokað hagkerfi og verða ekki gjaldþrota, nema tæknilega séð.

Hætti Bandaríkin að borga skuldir sínar, Þá er lítið hægt að gera fyrir skuldunauta Bandaríkjanna. Það er ekki hægt að gera innrás á þetta mikla hernaðarveldi og þvinga þannig uppgjör á skuldum og ekki er hægt að svelta landið að aðföngum og viðskiptum, því Bandaríkin hafa allt innan sinna landamæra og geta lifað sjálfstæðann efnahag án annarra ríkja. Þetta eru líka sömu ástæður þess að viðskiptabann á Rússland misheppnaðist.

Bandaríkin eiga gríðarlega erfiða tíma og þær þjóðir sem eru sem minnst “háðar” Bandaríkjunum, fara best út úr þeim tengslum.

 

Heimildir:

https://www.youtube.com/watch?v=uktsILxaNmw&t=726s

https://www.youtube.com/watch?v=l-n2w8eqBCo

https://www.youtube.com/watch?v=NX6YgvXlTAU

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband