Stöðva þarf peningasendingar til Úkraínu og stríðið er að ljúka

Trum kom, sá og sigraði...”Veni Vidi Vici”.

Núna er verður hægt að tala um vikur en ekki mánuði, þar til Úkraínustríðinu lýkur.

Staðgengilsstríði Biden/Kamilla gegn Rússum, er að ljúka.

Í kosningasigursræðu sinni lofaði Trump að stöðva stríð og ekki byrja á neinu. Trump tekur við embætti í janúar 2025, en hann sagðist samt ætla strax eftir kosningar að ljúka stríðinu í Úkraínu.

Það er von fyrir unga menn í Úkraínu, sem hafa miskunarlaust verið hirtir upp af götunum af illmenninu Zelensky og neyddir í fremstu víglínu. Notaðir sem fallbyssufóður gegn best vopnaða her og hátæknivæddasta í heimi.

Bara í síðasta mánuði hurfu 100.000 menn úr Úkraínska hernum, liðhlaupar, líklega horfnir til Rússlands.

 

Hvað er Ísland búið að senda mikla peninga til Úkraínu og hvað er búið að lofa miklu? Ég hef heyrt töluna 20 milljarðar, eða heil Sundabraut.

En ég veit ekki nákvæma tölu, og það væri frábært ef einhver blaðamaður spyrði Þórdísi utanríkisráðherra, hve mikið af íslensku skattfé hefur farið til eða er að fara til Úkraínu í staðgengilsstríði Biden.

Síðann mætti fara að hugsa um að fara taka upp vinsamleg samskipti við Rússa og taka upp stjórnmálasamband að nýju, en með því að loka sendiráðinu í Moskvu og reka Rússneska sendiherrann, þá var stjórnmálasambandi við Rússland í raun slitið.

Líklegt er að Trump minnki umsvif Bandaríkjanna til Nato og leggi fram minni peninga. Bandaríkjamenn þurfa að skera niður, enda með 1,7 Trilljarða viðskiptahalla og 1.2 Trilljarða vaxtagjöld. Og Evrópa þarf að hugsa um sína framtíð án Bandaríkjanna, sem hafa reyndar reynst Evrópu afar illa í stjórnartíð Biden.

 

Victor Orbán Ungverjaforseti er í einstakri stöðu. Hann er með frábært persónulegt samband við Putin og Trump.

Hlutleysi borgar sig alltaf.....Victor Orbán, á það sameiginlegt með Trump og Putin að setja hagsmuni þjóðar sinnar alltaf í fyrsta sæti.

Hann fer ekki eftir þvælunni í Brussel, enda allt í ólestri þar.

 

Það eru blikur á lofti. Viðskiptastríð við Kína...

Trump ætlar að reka einangrunarstefnu og tolla Kínverja og jafnvel ESB líka, hann hefur sagt það í ræðu.

Það er ekki bara Trump sem er að fara í viðskiptastríð við Kína, heldur Evrópa líka. Það klárlega rosalegt viðskiptastríð framundann.
Ísland er í eitruðu sambandi við ESB og ætti að segja upp EES samningi og gera tvíhliða fríverslunarsamning við bæði ESB og BRICS löndin.

Græða á hlutleysinu alveg eins og Victor Orbán.

 

Núna þarf að stokka upp spilin og fara hugsa til framtíðarinnar.

Framtíðin er BRICS og forystuþjóðin þar er einmitt Rússland.

Ísland hefur rekið verstu utanríkisstefnu síðustu fjögur í sögu lýðveldisins.

Eina landið í heiminum sem gerði sendiherra Rússa að Person Non Grada!

Breytingar þurfa að vera gerðar á næstunni.

Og skrúfa þarf strax peningasendingar til Úkraínu.

 

Heimildir:

https://youtu.be/G3V9FwsvHaE?si=vgSvvXMk9zKWVWjx

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband