Elon Musk Trump áætlunin
7.11.2024 | 11:28
Er snilldaráætlun og í raun eina leiðin til að bjarga gjaldþrota Bandaríkjunum.
Bandaríkin eru á leið í þrot með næstum 36 Trilljarða skuldir, verðbólgu og af-dollaravæðingu. Með af-dollaravæðingu verður æ erfiðra að flytja út verðbólguna og prenta peninga. Dollarinn er líka á hraðri leið niður sem varagjaldeyrisforða gjaldmiðill, en talið er að hann fari úr 58% niður í 30%.
Síðan eru það 1,2 Trilljarða vaxtagjöld og 1.7 Trilljarða viðskiptahalli!
Það er ljóst að Trump er að taka við gjaldþrota búi.
Minnir ansi mikið á Javier Milei og þegar hann tók við gjaldþrota Argentínu.
Landið gat ekki sokkið lengra niður, og bara sáraukafullar björgunaraðgerðir framundan.
Svo hugmyndir Elon og Trump minna mikið á Javier Milei og hverjar eru þær?
Elon Musk sagði Tucker Carlson að hann muni fækka alríkisstofnunum ef hann verður hluti af nýju stjórninni.
Elon Musk forstjóri Tesla og SpaceX hefur sagt að hann muni leitast við að bæta skilvirkni stjórnvalda með því að fækka alríkisstofnunum ef hann fær hlutverk í stjórn Donald Trump.
Sem sagt minnka ríkisbáknið!
Musk, stuðningsmaður Trumps, lét þessi ummæli falla þegar hann kom fram í netþætti Tucker Carlson, sem sýndur var frá Mar-a-Lago búi Trumps.
Þrátt fyrir að hafa lýst yfir pólitísku hlutleysi í upphafi, gaf Musk Trump stuðningsyfirlýsingu, opinberlega eftir morðtilraun á hinn kjörna forseta í júlí.
Trump lofaði forstjóra Tesla að hann myndi stofna sérstaka stjórnarskilvirkni nefnd eða ráðuneyti, kölluð DOGE, sem milljarðamæringurinn mun leiða ef Trump vinnur kosningarnar, sem og Trump gerði.
Elon Musk ætlar að gera bandarískt stjórnkerfi skilvirkari.
Ég væri fús til að hjálpa til við að bæta skilvirkni stjórnvalda, sagði Musk. Við erum með risastórt ríkisskrifræði, við höfum of mikið eftirlit, við höfum stofnanir sem hafa skarast ábyrgð, of mikið regluverk... þetta þýðir raunverulegan kostnað fyrir fólk, þetta er falinn kostnaður en hann er mjög verulegur.
Musk hét því á fundi Trumps í síðasta mánuði að hjálpa repúblikana að skera niður árleg fjárlög Bandaríkjanna um að minnsta kosti Trilljarða Bandaríkjadala sem hluti af endurskoðun alríkisstofnana sem hann myndi framkvæma ef Trump snýr aftur í Hvíta húsið.
Skattapeningunum þínum er sóað og skilvirkni ráðuneytisins mun laga það, sagði Musk.
Elon Musk hefur ítrekað slegið viðvörun vegna skulda Bandaríkjanna og varað við því í síðustu viku að landið sé að fara í átt að gjaldþroti og muni fljótt fara á hausinn ef Washington dregur ekki úr útgjöldum sínum.
Ofan á þetta, ætla þeir að fara ofan í saumana á spillingu í stjórnkerfinu í Washington, og sjá til þess að pólítískir andstæðingar geti ekki misnotað dómskerfið, FBI og CIA á pólítíska andstæðinga sinna.
Lagfæra kosningakerfið, svo ekki verði hægt að svindla.
Það eru vægast sagt ansi merkilegar tímar framundan í Bandaríkjunum.
Og ef einhverjir geta bjargað Bandaríkjunum, þá eru það þessir tveir snillingar.
Síðan er að sjá hvernig þeir bregðast við BRICS og af-dollaravæðingu sem er komin af stað. Ég held að þeir geti ekki spornað við henni og verði að sætta sig við boðaðann Multi-polar heim Putins.