Skilvirknisráðuneyti
8.11.2024 | 16:58
Ísland hefur verið með 7 ára í hallafjárlög. Sem er ótrúlegt í ljósi þess góðæris sem hér hefur ríkt (fyrir utan Covdi svindlið)
Þetta segir mér að það eitthvað mikið að. Við vitum að hælisleitendamálin hafa kostað okkur tugi milljarða á ári, út af opnum landamærum.
En það er meira sem hangir á spítunni. Bara t.d. Við að búa til fráverandi ríkisstjórn voru bætt við 3 ný ráðuneyti! Afhverju? Til að friða liðið?
Ný nöfn á ráðuneyti voru fundin upp, sem fáir vita ennþá hvað heita og hvaða verkefni þau standa fyrir? Enda virðast mörg þeirra vera með verkefni sem skarast á. Fyrst þeir voru á annað borð að fjölda ráðuneytum, afhverju var þá ekki búið til SKILVIRKNIRÁÐUNEYTI?
Hvað er til ráða? Hvað ætla Trump og Elon Musk að gera?
After endorsing Trump in July, Musk quickly embraced the idea of helming a Department of Government Efficiency (D.O.G.E.) aiming to cut $2 trillion or more from the federal budget, while Trump has touted Musk as the so-called Secretary of Cost-Cutting.
Trump lofaði forstjóra Tesla að hann myndi stofna sérstaka stjórnarskilvirkni nefnd eða ráðuneyti, kölluð DOGE, sem milljarðamæringurinn mun leiða ef Trump vinnur kosningarnar, sem og Trump gerði.
Elon Musk ætlar að gera bandarískt stjórnkerfi skilvirkari.
Ég væri fús til að hjálpa til við að bæta skilvirkni stjórnvalda, sagði Musk. Við erum með risastórt ríkisskrifræði, við höfum of mikið eftirlit, við höfum stofnanir sem hafa skarast ábyrgð, of mikið regluverk... þetta þýðir raunverulegan kostnað fyrir fólk, þetta er falinn kostnaður en hann er mjög verulegur.
Musk hét því á fundi Trumps í síðasta mánuði að hjálpa repúblikana að skera niður árleg fjárlög Bandaríkjanna um að minnsta kosti 2 Trilljarða Bandaríkjadala sem hluti af endurskoðun alríkisstofnana sem hann myndi framkvæma ef Trump snýr aftur í Hvíta húsið.
Skattapeningunum þínum er sóað og skilvirkni ráðuneytisins mun laga það, sagði Musk.
Hvað um Ísland? Hefur einhver tekið út Íslenskt stjórnkerfi?
Afhverju erum við með 63 þingmenn í örlitlu hagkerfi? 43 væru t.d. Alveg nóg.
Afhverju voru borgarfulltrúum fjölgað úr 15 í 23?
Hvað eru margir embættismenn á Íslandi og hvað eru þeir að gera?
Hefur einhver gert úttekt á hvað þeir eru að gera?
Afhverju erum við ekki með rafrænt stjórnkerfi eins og Eistar?
Hægt er að kjósa rafrænt og gera alla opinbera hluti rafrænt í Eistlandi.
Það er ótrúlegt á tímum Fjórðu iðnbyltingarinnar og AI tækninnar að ekkert skuli vera að fækka í opinbera geiranum.
Gervigreind er komið á þann stað hún getur gert allt, þar á meðal rekið heilt þjóðfélag.
Við lifum við mesta skattaokur í heiminum, skattpíndasta þjóð í heimi.
Vinstri flokkarnir, Samfylking, Viðreisn, Píratar, Sósíalistaflokkur Íslands, Framsókn og Flokkur fólksins lofa okkur hærri sköttum.
En ekki orð um að skera niður báknið og lækka skattbyrði okkar.
Enda þekkja þeir ekki regluna um að lægri skattar gætu gefið af sér stærri köku til samfélagsins og þar með meiri skattekjur. Gleymum heldur ekki vinstra reglugerðarfarganið, ímyndaða loftlagsvá og loftlagsskatta. Peningar sendir til vopnakaupa í Úkraínu. Af nógu er að taka í óráðsíu.
Hvernig aukum við skilvirkni í stjórnkerfinu, minnkum báknið og lækkum skatta og þar með velferð í þjóðfélaginu?
Og athugið að markaðskerfið er eina kerfið í heiminum sem hefur útrýmt fátækt.
Markaðskerfið sér líka um að reka velferðarkerfið, enda er einkageirinn rúinn inn að skinni og skattlagður. Ekki er ríkið að skapa peninga. Það eru einkafyrirtækin, frumkvöðlar, einyrkjar í rekstri sem eru að skapa verðmætin. Hárgreiðslufólk, smiðir, rafvirkjar, píparar o.s.frv. Það eru á fjórða tug þúsunda einyrkja á Íslandi. Samfylkingin talar um þetta sé fólkið með breiðu bökin og megi skattleggja.
Skilvirknisráðuneyti (ekki nefnd, þær eru alltaf svæfðar) myndi t.d. Vera tímabundið ráðuneyti.
Sem myndi sjá til þess að skera niður óþarfa ríkisbákn. Javier Milei Argentínuforseti er t.d. Að reyna að taka niður ríkisbáknið, en hann tók við gjaldþrota Argentínu.
Skattaokur, hallafjárlög segja okkur augljósa staðreynd....óskilvirkni í stjórnkerfinu.
Heimildir: