Elon Musk Donald Trump viðskiptamóglar reka Bandaríkin eins og fyrirtæki
12.11.2024 | 21:31
Elon er ekki bara ríkasti maður heimsins og áhrifamesti í viðskiptum. Heldur er hann orðinn næst valdamesti maður Bandaríkjanna.
Elon er afburðamaður, og kann að veðja á rétta útkomu.
Hann kaus að veðja á Donald Trump og styðja hann á annað hundrað milljóna dollara. Hann notaði X (Twitter) óspart til að styðja Trump í kosningabaráttunni.
Elon Musk er núna sagður hjálpa Donald Trump, kjörnum forseta, að velja framtíðarstjórn sína, skv. Axios.
Musk, sem hefur stutt Trump síðan í júlí 2024, hjálpar til við að velja ríkisstjórnina og æðstu starfsmenn Hvíta hússins, sagði hann.
Og það er mikið vald að velja alla forystu Bandaríkjanna.
Elon Musk velur menn, eins og hann sé að velja menn í forystu stórfyrirtækis.
Trump er reyndar líka viðskiptamógúll og hefur einnig viðskiptaveldi, kann að meta slíkan hugsanahátt.
Politico sagði nýlega að andrúmsloftið meðal teymi Trumps líkist andrúmsloftinu í sprotafyrirtæki þar sem, samkvæmt heimildarmanni, er Trump að fá til sín besta og gáfaðasta fólkið til að vinna með honum.
Elon Musk er frægur fyrir að ná besta og hæfileikaríkasta fólkið fyrir fyrirtæki sín, Tesla og hin fyrirtækin.
Ég skrifaði grein um daginn, að Elon Musk muni leiða skilvirknisráðuneyti þar sem tekið verður á spillingu og ríkisbákninu og ætla þeir félagar að spara 2 Trilljarða á ári. Reyndar mun Vivek Ramaswamy, Elon Musk ásamt Trump stjórna skilvirkisráðuneytinu. Vikek mun líklega sjá um daglegan rekstur, en hinir "ráðgjafar" ef ég skil þetta rétt?
Svo er ein hlið á þessu öllu, sem sýnir hve klókur Elon Musk er.
Trump ætlar í viðskiptastríð við Kína og tolla Kínverska rafbíla og vörur þannig að þeir verða ósamkeppnishæfir á Bandaríkjamarkaði.
Og hver hagnast á því? Jú, Tesla og hin fyrirtæki Elon Musk, sem verða með yfirburðastöðu á Bandaríkjamarkaði.
Já Trump og Elon ætla að reka Bandaríkin eins og fyrirtæki og það viðskiptamodel á eftir að verða til fyrirmyndir. Í raun ekkert ósvipað og Javier Milei Argentínu forseti er að taka niður ríkisbáknið í Argentínu.
Svo ef vel gengur, þá eigum við eftir sjá fleiri þjóðir fylgja í kjölfarið.
Markaðssinnað þjóðfélag, sem er bæði rekið skv. Þjóðhagfræðinni og svo rekstrarhagfræði (macro and micro economics).
Og Sósíaldemokrata modelið sem hefur ríkt í Bandaríkjunum og Evrópu og hefur valdið mikilli skuldasöfnun og hnignun mun renna sitt skeið.
Ég skrifaði einmitt grein fyrir ári síðan þar sem ég benti á galla Sósíaldemokratisma modelsins.
Sem eru: Ofurskattar, reglugerðafargan, rétttrúnaðarstefna (loftlagsmál) og skuldasöfnun.
Svo athyglisverðir tímar og spennandi!
Heimildir:
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/11/13/musk_annar_stjornenda_nys_raduneytis_trumps/