Javier Milei Donald Trump
15.11.2024 | 10:21
Eru tveir fremstu hægrimenn í heimi. Báðar hafa þeir tekið við gjaldþrota búi vinstri manna. Bandaríkin eru ekki lengur allsráðandi heimsveldi og eru með 35 Trilljarða skuldir, 1,2 Trilljarða vexti og 1,7 Trilljarða viðskiptahalli. Gjaldþrota bú Demokrata. Og í Argentínu, var þetta jafnvel enn verra. Landið er í fátækt.
En núna eru nýjir tímar. Báðir ætla að eyða RÍKISBÁKNINU og spillingu og setja lönd sín í forgang. Javier stefnir í að dollaravæða Argentínu og afnema Argentíska seðlabankann.
Nýr sáttmáli Bandaríkjamanna og Argentínu
Forseti Argentínu, Javier Milei, hyggst tilkynna um nýjan sáttmála við Bandaríkin á meðan hann heimsækir Donald Trump, kjörinn forseta, í bústað hans í Flórída, að sögn fjölmiðla í Buenos Aires.
Milei hefur skorið verulega niður í ríkisstjórn Argentínu árið sem hann er forseti. Milei kom til Mar-a-Lago á fimmtudaginn fyrir fjárfestaviðburð sem átti að standa fram á laugardag.
Í ræðu á leiðtogafundi Conservative Political Action Conference (CPAC) fjárfesta er búist við að Milei muni kalla eftir myndun bandalags íhaldssamra þjóða, (sem er slæm tíðindi fyrir vinstristjórn Bretlands) samkvæmt argentínskum fjölmiðlum. Hann vill að sögn sáttmála við Bandaríkin freedom of trade and military cooperation. .
Milei vonast til þess að sigur Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í síðustu viku muni auðvelda Argentínu að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um yfir 44 milljarða dollara skuldir.
Argentína hefur einnig að sögn áhuga á að mynda nánari tengsl milli bandarísku leyniþjónustunna og leyniþjónustu ríkisins.
Fyrr í vikunni hrósaði Milei Trump fyrir að afrita viðskipamodel sitt til að skera niður skrifræði stjórnvalda, og Skilvirknisráðherra Argentínu, Federico Sturzenegger, hefur verið í sambandi við Elon Musk og hefur hann gefið Elon Musk ráð hvernig hægt er að taka á ríkisbákninu og reglugerðarfargan.
Orðið Skilvirknisráðuneyti eigum við eftir að sjá oft í framtíðinni. Ég bjó til þetta orð sjálfur, alla vegna þá er ég að þýða enska orð svona. Ég veit ekki hvort nokkur fjölmiðill hafi notað þetta orð. En þetta er gott orð.
Trump útnefndi Musk nýjan skilvirknisráðherra (DOGE), utanríkisstjórnarverkefni sem hefur það verkefni að skera niður og umbætur í Washington, með umboð til 4. júlí 2026. Milei og Musk, sem einnig hefur eytt dvalið í villu Trump í Flórida, ætla að funda þar.
Viðskiptasáttmáli Milei við Bandaríkin væri áfall fyrir Mercosur sáttmálann, sem er e.k. Viðskiptasáttmáli Suður-Ameríkuríkja, Argentína, Bólivíu, Brasilíu, Paragvæ og Úrúgvæ. Samtökin eru núna reyna nú að semja um viðskiptasamning við ESB.
Eftir ferð sína til Mar-a-Lago á Milei að taka á móti Emmanuel Macron Frakklandsforseta á laugardaginn í Buenos Aires, mæta á leiðtogafund G20 leiðtoganna í Brasilíu á mánudaginn og fljúga aftur til Argentínu til að hýsa Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu næsta miðvikudag.
Svo að Milei er að á fullu að bjarga Argentínu. En það er alltaf erfitt að taka við gjaldþrotastefnu Sósíaldemokratismans.
Á fimmtudaginn, eftir að hafa rætt við Trump, sagði Milei , að Argentína hætti í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP 29.
Milei forseti Argentínu segir meinta loftslagskreppu sósíalíska lygi.
Trump, Fico, Victor Orbán og Javier Milei eru núna fremstir í að móta nýju bylgju hægristefnu í anda Milton Friedman og Adam Smith.
En stefnur þeirra hafa aldrei verið framkvæmdar af alvöru neinsstaðar í heiminum.
Sósíaldemokratisma-stefnan hefur aðeins boðað, ríkisskuldir, hallafjárlög, forsjárhyggju, skattaokur og reglugerðarfargan og hnignun.
Í ljósi umbreytinga í heiminum, er því athyglisvert að sjá Ísland fara í þveröfuga stefnu og hérna stefnir í enn eina vinstristjórnina. En fráfarandi stjórn var ansi Sósíaldemokratísk.