Miðflokkurinn

Markaðssinnaði Miðflokkurinn er í raun eini hægriflokkur á Íslandi þrátt fyrir nafnið, ásamt Lýðræðisflokknum.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt öll einkenni Sósíaldemokrataflokks. Ég hef trú á að XD breyti um stefnu eftir skell í þessum kosningum.

En það er víst Miðflokkurinn með sitt miðju nafn sem heldur uppi merki hægristefnunnar.

Hvernig skilgreini ég hægriflokk?

Hvað á hægri flokkur að gera?

  1. Lækka skatta

  2. Minnka ríkisbáknið

  3. Minnka reglugerðarfargan

  4. Verja sjálfstæði þjóðarinnar

  5. Verja frelsi einstaklingsins

  6. Tryggja frjálsan markað

 

Og hver er stefna Miðflokksins?

Kíkjum á heimasíðu þeirra?

https://midflokkurinn.is/kosningar2024/kosningaaherslur

Húsnæðismál.

Flokkurinn leggur áherslu á séreignarstefnu, þannig að allir geti eignast eigið húsnæði. Að vera á leigumarkaðinum er ansi brútalt.

Innflytjendamál:

Við ætlum að koma böndum á stjórnleysið sem ríkir á landamærunum og skrifa ný útlendingalög frá grunni. Það á enginn að koma til Íslands í leit að hæli. Við eigum að bjóða fólki í neyð til landsins og hjálpa því að aðlagast íslenskri menningu og samfélagi. Við eigum líka að hjálpa fólki í neyð á þeirra nærsvæðum. Þannig hjálpum við fleirum. “

Fjármálakerfið:

Miðflokkurinn vill afhenda almenningi í landinu, raunverulegum eigendum Íslandsbankanka, sinn hlut í bankanum beint. Þar með fengi hver íslenskur ríkisborgari eignarhlut sinn til ráðstöfunar. Aðgerðin stuðlar að virkari hlutabréfamarkaði og eykur möguleika fólks á að fjárfesta í verðmætasköpun. “

Ríkisfjármál:

Lækka skatta!!!!

Við ætlum að ná tökum á ríkisfjármálunum hratt og örugglega – við ætlum að spara og lækka skatta. Ýta undir einkaframtakið og verðmætasköpun í landinu og hætta kostnaðarsömum ríkisaðgerðum sem engu skila. Fjárlög ríkisins verða hallalaus í fyrstu atrennu sem mun leiða til hraðari lækkun vaxta og verðbólgu. Við höfum gert þetta allt áður – og ætlum að gera þetta aftur.

Sigmundur hefur sýnt að hann er ansi klókur í fjármálum, eins og t.d. Hvernig hann sneri á erlendu hrægammasjóðina og margar frumlegar hugmyndir komið frá honum.

Samgöngumál:

Við ætlum að setja Sundabraut í algjöran forgang þannig að framkvæmdir geti hafist sem fyrst, enda arðbærasta samgönguframkvæmd á landinu. Staða þjóðvegakerfisins er orðin grafalvarleg vegna viðvarandi viðhaldsleysis. Við ætlum að bregðast við því og fara að framkvæma.

Orkumál:

Aðgengi að nægu rafmagni á hagstæðu verði er ein meginforsenda verðmætasköpunar á Íslandi. Það er kominn tími til að rjúfa kyrrstöðu síðustu ára í orkumálum. Við ætlum að setja sérlög um virkjanakosti í nýtingarflokki rammaáætlunar og ganga í verkin. Það er ekki eftir neinu að bíða.

 

Öll stefna Miðflokksins, bendir til markaðssinnaðs hægriflokks.

Nái hann stefnumálum sínum fram, þá á Íslands ansi bjarta framtíð.

Flokkurinn hefur einnig náð að laða til sín hæfa frambjóðendur, eins og t.d. Snorri Másson, sem virðist vita hvað hann er að gera og segja og lætur ekki slá sig út af laginu.

Sigríður Andersen var líka afar sterkur leikur. Sigríður og Snorri eru oddvitar í Reykjavík norður og suður. Svo Reykjavík á eftir að koma rosalega sterkt út.

Karl Gauti er oddviti í Suðurkjördæmi og hann kenndi mér Karate á sínum tíma.

Bergþór er oddiviti Kragans.

Og Sigmundur Davíð er í Norð austurkjördæmi.

 

Fyrir markaðssinnað hægrifólk, þá höfum við átt erfiða tíma.

Allt of lengi hefur Sósíaldemokratisma stefna ráðið ríkjum.

Sem þýðir skattaokur, hallafjárlög og skuldasöfnun og of stórt ríkisbákn.

Eftir að hafa skoðað stefnu Miðflokksins, þá sýnist mér við vera komin með markaðssinnaðan hægriflokk!

Flokkurinn leggur mikla áherslu á SKATTALÆKKANIR og hallalaus fjárlög (sem þýðir minna ríkisbákn).

Byggðastefna Miðflokksins fer undir kjörorðinu “Ísland allt”

Miðflokkurinn leggur áherslu á heildstæða stefnu á öllum sviðum samfélagsins með það að markmiði að nýta kosti landsins alls og renna traustum stoðum undir byggðirnar hringinn í kringum landið. Þar skipta m.a. samgöngumálin gríðarlega miklu máli eins og vegir, brýr, jarðgöng, hafnir og flugvellir auk fjarskipta

Merkilegt hve lítið er talað er um byggðastefnu í kosningabaráttunni, þá helst XM og XL. Sem gera það.

https://midflokkurinn.is/stefna/byggdastefna-island-allt

 

Ég bara man bara ekki hvenær við höfðum alvöru hægristefnu hérna?"

Kannski í gamla daga þegar Sjálfstæðisflokkurinn var með grunngildi sín og 40% fylgi.

Miðflokkurinn hefur verið í mikilli sókn og á sennilega mikið inni, og ég spái frá 15-20% fylgi, þegar kjósendur átta sig að þeir vilja ekki skattaokur, hallalaus fjárlög og minna ríkisbákn.

 

Heimildir:

https://midflokkurinn.is/

 


« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband