Sjálfstæðisflokkurinn

Er líklega best þekkti flokkur á Íslandi og hefur verið sá stærsti frá upphafi.

En núna benda kannanir að flokkurinn sé í mikilli hnignun.

Flokkurinn á glæsta sögu að baki og í gegnum hann, þá hefur hann varið okkur að bestu gegn Sósíalisma bölinu með sinn eyðileggjingarmátt.

Flokkurinn var stofnaður sem flokkur sem berðist fyrir sjálfstæði Íslands, en Ísland var undir yfirráðum Dana, þegar hann var stofnaður. Grípum aðeins í texta á heimasíðu flokksins:

Saga Sjálfstæðisflokksins – saga frelsis og þjóðar
Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 25. maí 1929 við samruna Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Fyrsti formaður flokksins var Jón Þorláksson, verkfræðingur og síðar borgarstjóri í Reykjavík. Hann gegndi því embætti til 1934 þegar Ólafur Thors tók við. Því næst var formaður dr. Bjarni Benediktsson 1961-1970, þá Jóhann Hafstein til 1973, næstur Geir Hallgrímsson til 1983, Þorsteinn Pálsson til 1991, Davíð Oddsson til 2005 og Geir H. Haarde var formaður Sjálfstæðisflokksins frá 2005-2009. Bjarni Benediktsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 29. mars 2009. Hann var endurkjörinn formaður á landsfundum 2010, 2011, 2013, 2015, 2018 og 2022.

 

Flokkurinn hefur talið sig verið flokk allra stétta, en með markaðsívafi og áherslur.

Þetta reyndist flokknum afar afar farsælt.

XD var með að allt að 40% fylgi og réði t.d. Borginni í áratugi og borgin blómstraði.

Í gegnum Sjálfstæðisflokkinn, hefur Ísland blómstrað, fyrir utan hrunið 2008. En þá var Sjálfstæðisflokkurinn einmitt í samstarfi með Samfylkingunni. Og svo aftur fór XD í samstarf við vinstriflokkinn VG, sem einnig reyndist samstarfið illa.

Samstarf flokksins við vinstri flokka hefur ekki reynst vel, frekar átt samleið með miðjuflokkum.

Afhverju er flokkurinn að mælast svona illa í síðustu könnunum?

Í fyrsta lagi ber að taka skoðanakannanir með fyrirvara og þær geta einnig verið stefnumótandi og haft áhrif.En alltaf ber að taka skoðanakannanir með fyrirvara.

7-8 ára samstarf við vinstrilokkinn, Vinstri Græna hefur valdið mikilli stöðnun á stefnu Sjálfstæðisflokksins. VG er græningjaflokkur og langt til vinstri.

Minnir ansi mikið á Þýskland og svo slæm áhrif það hefur verið að hafa græningjaflokk í ríkistjórn. Þýskaland er í af-iðnvæðingu og í griðarlegri kreppu.

XD leyfði VG að ráða of miklu og gaf eftir í stefnumálum sínum.

Eins og t.d. Landamærin og orkuuppbygging. En VG hefur svo til lokað á nýjar virkjanir með reglugerðarfargan og Ísland á leið í orkukreppu. Nkl. Sama og gerðist í Þýskalandi. Þar verið var að loka á kjarnorkuver og loka á rússneska orku. Allt verk Græningjanna.

Helsta ástæða þess að XD er að fara illa úr könnunum er sem sagt að kjósendur flokksins, finnst forystan hafi farið of langt til vinstri og leyft VG að ráða of miklu.

Ekki var tekið á landamærunum, og ekki hefur verið virkjað. Síðan var utanríkisstefnan, sem hefur verið hroðaleg, t.d. Var rússneski sendiherrann rekinn úr landi, sendiráðinu í Moskvu lokað og í raun var stjórnmálasambandi við Rússland slitið, sama hvað menn reyna að segja annað. Millarðar sendir til Úkraínu sem er eitt það spilltasta land í heimi og peningarnir enda í vopnakaupum.

Síðann var það orkupakkarnir. Þeir hafa verið keyrðir í gegn, þrátt mikil andmæli flokksmanna. Sem sagt forystan hlustaði ekki á grasrótina og flokksmenn.

Margur Sjálfstæðismaðurinn varð afar reiður.

Helstu ástæður reiði eru: Stjórnlaus landamæri, lítið virkjað, Orkupakkarnir og nú það síðasta er fáránleg bókun 35. Skattar hafa ekki lækkað og ríkisbáknið stækkað (hallafjárlög í mörg ár í röð).

 

En núna á síðustu mánuðum, hefur flokksforystan reynt að leiðrétta vinstrisveifluna. Boðaðar hafa verið hert lög og stefnu í innflytjendamálum og flokkurinn vill núna minnka reglugerðarfargan í orkumálum. Og það mikilvægasta er að flokkurinn vill koma í veg fyrir skattahækkanir og helst lækka skatta.

Flokkurinn mætti taka Bókun 35 af dagskrá, tala við Rússa og þá er þetta komið.

Þá væri flokkurinn kominn á rétta leið.

Hvað á hægri flokkur að gera?

  1. Lækka skatta

  2. Minnka ríkisbáknið

  3. Minnka reglugerðarfargan

  4. Verja sjálfstæði þjóðarinnar

  5. Verja frelsi einstaklingsins

  6. Tryggja frjálsan markað

Sjálfstæðisflokkurinn getur þetta alveg, hann þarf bara að forðast samstarf við vinstriflokk.

Langflestir vinstriflokkarnir eru að boða aukin ríkisútgjöld, skattahækkanir og reglugerðarfargan. Þegar kjósendur átta sig á hvað þeir eru að fara að kjósa yfir sig. Þá mun mikið óánægjufylgi snúa til baka og flokkurinn gæti náð varnarsigur.

 

Það er býsna skrítið að upplifa, að þegar hægribylgja fer yfir heiminn, Bandaríkinn t.d. Og kosningasigur hægriflokka nýverið í Evrópu og rísandi fylgi þeirra.

Að á Íslandi, blasir við vinstristjórn.

Vinstristjórn þýðir:

Skattaokur, reglugerðarfargan, skuldasöfnun, hnignun, rétttrúnaðarstefna í orkupmálum, opin landamæri og jafnvel innganga inn í ESB, en tveir stærstu flokkarnir í mælingum boða inngöngu inn í ESB, þ.e.a.s. Viðreisn og Samfylking...

Svo að sjálfstæðisbarátta er ennþá í gangi.

Því miður er enginn flokkur að tala um að fara úr EES og breyta samninginum í tvíhliða fríverslunarsamning, enginn að tala um fríverslun og nánari viðskipti við BRICS blokkina. Eða fríverslunarsamninga yfirhöfuð.

En Sjálfstæðisflokkurinn má þó eiga það hann gerði fríverslunarsamning við Kína og Indland. Og EFTA er fríverslunarsamband sem hefur gert marga samninga og er með marga samninga í gangi.

Mér finnst vera afar líklegt breytt verði um forystu á næsta flokksþingi í febrúar. Alveg sama hver útkoman verður úr næstu kosningum.

Sjálfstæðisflokkurinn á í raun allt það besta skilið, sé litið til langrar sögu hans og hvar Ísland er statt í dag.

Ég held áfram á næstu dögum að taka fyrir flokkanna og næst eru það Sósíalistaflokkarnir.

 

Heimildir:

https://xd.is/um-flokkinn/saga-flokksins/

https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/utanrikisvidskipti/vidskiptasamningar/friverslunarsamningar/

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband