Flokkur fólksins
21.11.2024 | 08:24
Hefur verið eins mannsflokkur, sem hefur byggst utan um eina manneskju, Ingu Sæland. Flokkurinn telst vinstriflokkur. Helsti munurinn er þó að hann leggur áherslu á að hafa sterk landamæri, en án landamæra hrynur velferðarkerfið og að Íslendingar eigi að vera í forgangi.
Ég skoðaði heimasíðu flokksins og hersluáherslumál.
Hættum að skattleggja fátækt
Húsnæði fyrir alla
Mannúðlegt almannatryggingakerfi
Áhyggjulaust ævikvöld fyrir eldra fólk
Bætt heilbrigðisþjónusta fyrir alla
Þjóðin skal njóta auðlinda sinna
Skynsamleg menntastefna
Ábyrgð í málefnum hælisleitenda
Eflum strandveiðar
Eflum efnahagsstjórn landsins
Grípum aðeins í efnahagsaðgerðir sem eru aðalatriðið, því það þarf pening til a framkvæma hlutina.
Drögum úr óþarfa útgjöldum ríkisins, svo sem kaupum á dýru skrifstofuhúsnæði og starfshópavæðingu hins opinbera.
Spörum fjármuni með því að einfalda verkferla hins opinbera og nýta húsnæði sem hentar, í stað þess að leigja dýrasta húsnæðið á markaðnum.
Við höfum sýnt það í verki að við stöndum gegn bruðli og sjálftöku í rekstri hins opinbera:
Við sögðum nei við sölu ríkisins á Íslandsbanka
Við sögðum nei við hækkun krónutölugjalda á tímum verðbólgu
Við sögðum nei við lækkun bankaskattsins
Við sögðum nei við styrkjum til einkarekinna fjölmiðla
Drögum úr óþarfa skriffinnskukröfum ríkisins sem gera einyrkjum, smærri- og meðalstórum fyrirtækjum erfiðara að reka eigin starfsemi.
Hækkum bankaskattinn og sækjum fé þangað sem nóg er af því fyrir.
Sem sagt áherslurnar eru ansi vinstrisinnaðar, en þó með hægriáherslum, eins og t.d. Að minnka ríkisbáknið, og hætta fjölmiðlastyrki,
En afhverju má ekki fara leið Miðflokksins með því að gefa öllum landsmönnum hlutafé í Íslandsbanka, í staðinn fyrir að selja hlutinn á markaði? Hver fjölskyldi fengi þannig eign allt að 350.000 og margir fengu inneign í fyrsta sinn á ævinni. Ég kom reyndar með þessa hugmynd fyrir mörgum árum síðan.
Þegar litið er yfir loforðalistann sem er dæmigerður fyrir vinstriflokk, þá sé ég ekki margar lausnir til að fjármagna loforðin.
En margt þó mikilu betra en hinir vinstriflokkarnir sem hafa bara tvær lausnir, skattahækkanir og ganga í ESB.
Flokkur fólksins leggur áherslu á að minnka ríkisbáknið, og við komust ansi langt, bara með þá aðgerð.
Flokkur fólksins sýnist mér vera skársti vinstriflokkurinn sem býður fram.
Að hækka skatta og ganga í ESB eru nkl. Engar lausnir heldur skapa vandamál.
Og það vantar eins og hjá öllum vinstriflokkum, áherslur um að efla frumkvöðlastarfsemi, leyfa einkaframtakinu að blómstra og stækka kökuna.
En án einkaframtaksins, verður velferðarkerfið ekki fjármagnað.
Svíar áttuðu sig á því á áttunda áratugnum að þeir höfðu skattlagt einkaframtakið í gjaldþrot og sneru við blaðinu og frumkvöðlastarfsemi hefur verið sterkt þar síðann.
Ríkið fjármagnar ekki heilbrigðiskerfið, það er einkaframtakið sem skapar verðmæti og þannig koma peningar inn í Velferðarkerfið.
Heimildir:
Skattaheimta á banka með því hæsta í Evrópu
https://vb.is/frettir/skattheimta-margfalt-haerri-en-i-evropu/