Framsókn

Ég hef aldrei skilið Framsókn og fyrir hverju flokkurinn stendur?

Ekkert annað en að vera uppfylling og komast í ríkisstjórn.

Síðasta slagorð í síðustu kosningum segir allt sem segja þarf...ekki einu sinni stefna

Er ekki bara best að kjósa Framsókn.?”

Af því bara...

Sem sagt, stefna flokksins snýst um komast í ríkisstjórn.

Nafninu til þá skilgreinir flokkurinn sig vera miðjuflokkur.

En mín niðurstaða er að flokkurinn er bara enn einn vinstri flokkurinn.

Skattaárátta flokksins segir mér það.

Það nýjasta er áhersla að setja kílómetragjald í stað þungaskatt á bíla.

Skatturinn af kílómetragjaldinu er svo hár að innheimtur í ríkissjóð munu stóraukast.

Svona háir skattar af hverjum eknum mun hafa gríðarleg áhrif á landsbyggðina, þar sem þarf að aka langar vegalengdir. Eiginlega árás á landsbyggðina.

Ekki bara á landsbyggðina heldur einnig atvinnulíf.

Fyrirtæki þurfa að flytja vörur og aðföng og slíkur kostnaður á eftir að aukast með gríðarlegum háu kílómetragjaldi. Og á endanum verða fyrirtæki að velta hækkunum yfir á neytendur. Talandi um bifreiðar, þá klúðraði Framsókn illilega á að opna leigubílamarkaðinn. Framsókn var varað við ýmsum afleiðingum og síðann þá hefur komið upp ansi mörg hneyklismál og klúður.

Framsókn telst seint vera framfaraflokkur, heldur viðbótaratkvæði og þingsæti fyrir aðra flokka til að fylla upp í meirahlutann.

Ansi aumlegt tilvist slíks flokks.

Ég sé enga alvöru stefnu, í efnahagsmálum, síðann Sigmundur Davíð leiddi flokkinn. En Sigmundur kom með meistaralegar lausnir á efnahagsmálum og hvernig ætti að fást við hrægammasjóðina erlendu.

En núna er Sigmundur Davíð farinn og kominn með sinn flokk, Miðflokkinn.

Heimasíða flokksins með stefnumálin er óaðgengileg, það þarf að niðurhala pdf skjöl um stefnuna, Nokkuð sem er óaðgengilegt fyrir marga, sem hafa ekki þolinmæði í slíkan lestur. Betra hefði verið að hafa einfaldar stuttar skýringar.

Grípum aðeins í orkumál, það er kvartað yfir orkuskorti (flokkurinn var í ríkisstjórn síðustu 7 árin). Þá kemur í ljós enn ein Græningjaþvælan um loftlagsvá. Föngun kolefnins???

CO2, er nauðsynlegt fyrir gróðurinn. Áhersla á smávirkanir er ágætt.

Grípum aðeins í pdf skjalið:
Beislun vindsins mun gegna mikilvægu hlutverki í orkuskiptunum. Aðstæður eru hér góðar vegna hagstæðra vindskilyrða á landi og sjó.

Sem sagt flokkurinn vill planta niður vindmyllur út um allt!

Það er nóg orka til! Við þurfum ekki vindmyllur, sem eru með afar lága orkunýtingu.

Efnahagsmál:

https://framsokn.is/malefnin/efnahagur-rikisfjarmal-vidskipti-menning/

Mikil orðavaðall í 14 síða pdf. Skjali, en lítið innihald. Jákvæða er að Framsókn vill halda í krónuna og ekki selja Landvirkjun okkar.

Annað jákvætt: “Tryggja skal með lagabreytingu að allar auglýsingar til neytenda verði á íslensku, með það að markmiði að bæta stöðu íslenskra neytenda sem og tungumálsins .

Annars sá ég fátt áhugavert í efnahagsstefnu Framsóknar. Mikið af fallegum orðum, en enginn alvöru efnahagsstefna í löngu 14 síðna skjali.

Innviðir:

14 síðna pdf. Skjal. Enn og aftur er ég engu nær eftir lesturinn. Ekki var minnst á kílómetragjaldið, sem mun leggjast hart á landsbyggðina, atvinnulíf og einstaklinga. Síðan er það stuðningur flokksins við Borgarlínuna, sem ég tel vera röng stefna Samfylkingarinnar.

https://framsokn.is/malefnin/innvidir/

Flokkurinn hefur verið að mælast afar lágt, svo lágt, að möguleiki er að hann falli af þingi, og væri það fyrsta sinn í sögu flokksins, sem það gerðist.

En taka þarf skoðanakannanir með fyrirvara.

Heimildir:

https://framsokn.is/

https://framsokn.is/malefnin/umhverfis-orku-loftslagsmal/

 

 

 


« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband