Samfylking

Samfylking vill skatta einyrkja og iðnaðarmenn...

Það er lítill munur á efnahagsstefnu Samfylkingarinar í borginni og landsmálum. Sama skattastefnan. Stórt ríkisbákn, háir skattar og skuldasöfnun er einmitt einkenni Sósíaldemokrataflokka.

Nýr formaður, hefur stigið fram á sjónarsviðið og margir hafa heillast. En þegar skoðað eru stefnumálin í efnahagsmálum. Þá er ekki um auðugann garð að grisja.

Nýji formaðurinn, kvartaði sáran undan skattalækkunum ríkisstjórnarinnar á árunum 2018 til 2019 í Markaðnum, í hlaðvarpi Ólafs Arnarsonar fyrrum formanns Neytendasamtakanna.

 

Undarleg hagfræði um hvernig skattalækkanir á lægst launuðu, ættu að auka verðbólgu?

Já formaðurinn er ekki aðeins að boða skattahækkanir, heldur er hún á móti skattalækkunum.

Eina efnahagsstefna Samfylkingarinnar virðist vera skattahækkanir.

Skattahækkanir eiga að leysa allann efnahag

Aukið ríkisbákn og skattahækkanir eiga að leysa allann vanda.

Skv. “Andríki” þá gerði miðill úttekt á háum sköttum sem Jóhönnu ríkistjórnin var við völd.

En Samfylking, hækkaði gríðarlega mikið skatta og hafa þeir haldist óbreyttir, þrátt fyrir góðæristíma. Frægt var kjörorð Samfylkingarinnar, “Skjaldborg heimilina” sem gárungar kölluðu “Skjaldborg bankana” en um 10-15 þúsund heimili misstu eignir sínar og fannst mörgum að ríkistjórnin hafi gefið frjálst skotleyfi á heimilin, enda var aðgangsharkan ansi mikil.

 

Ef farið væri skattpíningarstefnu Samfylkingarinnar, þá færi allt í kaldakol.

Ísland er nú þegar skattpíndasta land í heimi og XS vill skattleggja okkur meira!

Það hefur engin þjóð skattlagt sig til auðlegðar...ENGIN...

 

Á heimssíðu XS er efnahagsstefnan, “Við erum með plan”

https://xs.is/framkvaemdaplan

Talað er um að lækka vexti....

Allir ættu að vita að það er einmitt of háir skattar og of stórt ríkisbákn, og hallarekstur opinbera aðila, sem er að keyra upp verðbólgu ásamt vaxtahækkunum

Þarna eru sökudólgarnir á verðbólgunni.

Vextir Seðlabankans, eru komnar langt út úr hófi. Seðlabankinn stjórnar vöxtum, ríkisstjórn sér um að keyra þá áfram.

Og hvernig á skattahækkanir að leysa slíkt?

Guðmundur Ari Sigurjónsson staðfesti í viðtali í Spursmálum (sjá tengil), um að Samfylkingin ætlaði að hækka tekjuskatt, sem er einn sá allra hæsti í heiminum. Króna á móti krónu skattur er þjófnaður.

 

Að leggja skatta á allt, getur smábarn gert, það er auðvelt að hirða annarra manna peninga. Það er bara enginn efnahagsstefna.

Og það leysir bara nkl. ekkert, nema þá heldur að auka vandann.

Það er enginn efnahagsstefna hjá Samfylkingu.

Engar lausnir ....engar hugmyndir um að auka tekjur ríkisstjóðs eða minnka allt of stórt ríkisbákn.

SKATTALÆKKANIR ættu að auka tekjur ríkissjóðs og sérstaklega ef tekið er á ríkisbákninu um leið og það er minnkað.

Það myndi þýða aukinn kaupmátt lægstlaunuðu og hærri hagvöxt og lítil einka fyrirtæki fá svigrúm til að vaxa og stækka og um leið skila meiri skatttekjum til ríkissjóðs.

 

Vefur XS um húsnæðismál:

“Samfylkingin vill ráðast í bráðaaðgerðir til að tryggja að stærri hluti íbúðarhúsnæðis nýtist sem heimili fólks frekar en fjárfestingarvara hinna efnameiri. Samhliða þarf að liðka fyrir uppbyggingu færanlegra einingarhúsa og breytingu vannýtts atvinnuhúsnæðis í vandaðar íbúðir.

Með eftirfarandi aðgerðum fjölgum við íbúðum á markaði um allt að 2 þúsund næstu tvö árin umfram það sem núverandi spár gera ráð fyrir. Þannig tryggjum við að fjölgun nýrra íbúða samsvari áætlaðri íbúðaþörf að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og temprum fasteigna- og leiguverð.”

En á sama tíma hefur Samfylkingin í Reykjavii haldið niðri lóðaframboði og þannig valdið lóðaskorti. Hvernig fer þetta saman? Á vefnum kemur fram allskonar reglugerðarfargan um hvernig fasteignaeigendur mega ráðstaða eignum sínum og setja takmarkanir, sbr Airnb, sem sagt forsjárhyggja, besta leiðin til að tryggja framboð fasteigna er að fjölga lóðaframboð og leyfa markaðinum að stjórna þessu án afskipta. Ríkir fjárfestar tapa einfaldlega ef þeir fara ekki lögmálum markaðarins. Og einnig mætti hjálpa ungu fólki að einnig fyrsta húsnæði,

 

Núna á dögunum fékk Reykjavíkurborg undir stjórn Samfylkingarinnar, AÐVÖRUNARBRÉF, vegna ofurskulda, sen svo segir í sveitarstjórnarlögum:
“Bráðabirgðarákvæði í sveitarstjórnarlögum um að heimilt sé að víkja frá reglum um skuldahlutföll út árið 2025 en að frá og með árinu 2026 þurfi sveitarfélög landsins að uppfylla þá reglu sem snýst um hlutfall skulda af tekjum. Þegar þessi regla tekur gildi má þetta hlutfall ekki vera
hærra en 150 prósent en samkvæmt ársreikningi borgarinnar fyrir árið 2023 var hlutfallið 158 prósent.

Þá er átt við heildarskuldir A- og B-hluta sem hlutfall af reglulegum tekjum en A-hluti er borgarsjóður sjálfur og aðrir hlutar rekstrar borgarinnar sem fjármagnaðir eru aðallega með skattfé en B-hluti eru fyrirtæki og félög í eigu borgarinnar sem hafa sjálfstæðan fjárhag.

 

Það er lítill munur á efnahagsstefnu Samfylkingarinar í borginni og landsmálum. Frítt spil á skuldasöfnun og skattahækkanir. Sporin í Reykjavíkurborg hræða. Það er allt í ólestri þar.....vegakerfið, húsnæði að rotna og allt þrátt fyrir skatta í botni. Og núna er fyrrum borgarstjóri kominn í landsmálinn og möguleiki á ráðherrastól.

 

Samfylking vill hækka fjármagnstekjuskatt úr 22% og yfir í 25%, sem yrði einhver sá hæsti í heiminum.

Spursmál var með viðtal við Víðir Reynisson, oddviti Samflykingarinnar í Suðurkjördæmi og hann hafði þetta að segja um skatta:
“Víðir er minntur á að margir einyrkjar sem haldi úti rekstri gegnum einkahlutafélög greiði fjármagnstekjur af arði sem greiddur er út úr slíkum félögum segir hann að þar sé um hin breiðu bök að ræða sem hægt sé að sækja meiri skatttekjur til.

Það eru á fjórða tug þúsunda einyrkja á Íslandi, sem eru með ehf.

Hárgreiðslufólk, píparar, leigubílstjórar og iðnaðarmenn o.s.frv.

Þá á að skattleggja og hafa breið bök til þess.

En það má bara ekkert gróa, skattsvipan er beitt á allan vöxt.

Það hefur engin þjóð skattlagt sig til auðlegðar...engin........

 

Möguleiki á að sótt verði um aðild að ESB

Athyglisvert er að tveir flokkar sem eru mælast stærstir í skoðanakönnunum, Viðreisn og Samfylking, vilja báðir ganga inn í ESB, svo í raun er sjálfstæðisbarátta Íslendinga kominn aftur á dagskrá. Og möguleiki er að við gætum átt á von á aðildarviðræður við ESB að nýju nái þessir tveir flokkar meirihluta á þingi.

Sem er ansi mikið áfall, miðað við hve slæm efnahagsstaða ESB ríkja eru. Það er eins og að ganga inn brennandi byggingu.

Sjá hér tengil:

https://vb.is/frettir/vara-vid-skuldakreppu-a-evrusvaedinu/

 

Heimildir:

https://vb.is/skodun/skattalaekkun-a-tha-laegstlaunudustu-/

https://www.dv.is/frettir/2024/10/21/reykjavikurborg-sent-vidvorunarbref-vegna-skuldastodu/?fbclid=IwY2xjawGG-ARleHRuA2FlbQIxMQABHStNu9X1Zy7moUojn3H4VYbPFRJF1Dcj_ufowbWVo1kSMX5JR2TCB6L40g_aem_MHUpj3EskrsLnxZNi156Ng

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/23/samfylkingin_hyggst_haekka_tekjuskatt/

https://vb.is/skodun/oskiljanlegur-afleikur-samfylkingar/

 

https://vb.is/frettir/vill-haekka-fjarmagnstekjuskattinn-ur-22-i-25/

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/07/munu_skattleggja_hargreidslufolk_smidi_og_pipara/

Samfylking gegn einyrkjum

https://vb.is/skodun/samfylking-gegn-einyrkjum-og-litlum-fyrirtaekjum-/

Andríki fjallar um skattahækkanir

https://andriki.is/2024/11/16/skattkerfi-johonnu-og-steingrims-stendur-ohaggad/?fbclid=IwY2xjawGmleRleHRuA2FlbQIxMQABHQGbVE4JsWNKw-_9xf2-D-EhqOos9wpa_u0r_MVGTKspP8j05pczWS1oRA_aem_S_CwMjExgMbARCjwTNhmPQ

https://www.dv.is/eyjan/2023/11/15/svarthofdi-skrifar-loksins-kom-skjaldborgin-skjaldborg-heimilanna-um-fyrirtaeki-audmanna/

 

Evrópa í skuldakreppu

https://vb.is/frettir/vara-vid-skuldakreppu-a-evrusvaedinu/

Varasamt að ganga í ESB

https://utvarpsaga.is/heimsmalin-mjog-varasamt-fyrir-island-ad-ganga-i-evropusambandid/

Evran

https://www.youtube.com/watch?v=72C_zQkMg0E&t=5s

 

 


« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband