ESB flokkarnir og fullveldi Íslands
27.11.2024 | 12:54
Tveir stærstu flokkarnir, skv. Skoðanakönnunum hafa boðað inngöngu inn í ESB. Viðreisn sagði einhversstaðar, að ESB umsókn væri skilyrði fyrir ríkisstjórnarsamstarfi. Svo það eru miklar líkur að Viðreisn og Samfylking nái meirihluta eða næstum því og/eða bæti inn smáflokki til að ná meirihluta.
Og þar með erum við Íslendingar komnir í fullveldisbaráttu aftur.
ESB er í mikilli kreppu og hnignun sem ekki sér fyrir endann næsta áratuginn.
Þýskaland sem er burðarvirki ESB er í af-iðnvæðingu. Álfan er í orkuskorti og flest ESB ríki með núll prósent hagvöxt og mínus. Það er svo slæmt ástand þarna úti
Íslenskir fjölmiðlar þagga kerfisbundið niður slæma stöðu ESB, enda ganga margir fjölmiðlar á vegum ESB flokkana.
Það er verið að reyna að troða inn á okkur Orkupökkum og Bókun 35 og núna gætum við lent í því að ef ESB flokkarnir nái meirihluta, að við þurfum að berjast fyrir fullveldi okkar líka.
Ísland á að vera fullvalda ríki, enginn spurði þjóðina um hvort við vildum fara í EES. Samningur sem er gjörsamlega úreldur og er farinn að vera dragbítur fyrir Íslendinga. Því það rignir yfir okkur rétttrúnaðarreglugerðum og þvælustefnu vinstrimanna.
Ísland hafði það bara fínt fyrir EES samninginn og mun hafa það fínt án hans.
Ísland þarf að segja upp EES samniningum, gera tvíhliða fríverslunarsamning.
Taka það besta úr núverandi EES samningi og henda afganginum sem þjóna ekki íslenskum hagsmunum.
ESB fellur alveg eins og Sovétið gerði.
Því það eru Brussel embættismenn sem stjórna ESB og enginn kaus þá.
Verjum fullveldi þjóðarinnar
Heimildir:
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/20/adildarvidraedur_vid_esb_kannski_skilyrdi/
Fall Evrunar:
https://www.youtube.com/watch?v=72C_zQkMg0E