Fjórða iðnbyltingin - orka og stærstu hagkerfin
30.11.2024 | 17:29
Indland þarf að skapa 115 milljónir starfa fyrir árið 2030. Það þarf líka að efla þjónustu og framleiðslu til að halda hagkerfinu í útrás. Hins vegar stendur landið frammi fyrir annarri kreppu þar sem atvinnuleysi meðal útskriftarnema í verkfræði fer vaxandi.
Indland framleiðir 1,5 milljónir útskrifaðra verkfræðinga árlega, en aðeins um 60% eru hæfir til ráðninga og aðeins um 45% uppfylla kröfur vinnumarkaðarins.
Búist er við að aðeins 10% verkfræðinga sem búist er við að útskrifast á þessu reikningsári fái störf, samkvæmt skýrslu TeamLease, sem segist vera stærsti námsaðili Indlands.
Hröð aukning gervigreindar (AI) hefur einnig valdið geiranum verulegar áskoranir. Skýrsla Great Learning sem birt var í október sýndi að 67,5% verkfræðinga telja að störf sín hafi orðið fyrir neikvæðum áhrifum af gervigreind.
Jafnvel verra, verkfræðiprófessorar eru neyddir til að starfa sem sendiboðar eftir að hafa misst vinnuna, þar sem engir nemendur eru til að kenna.
Vinsæl störf
Verkfræði- og læknagráður, svo og embættisstörf, eru almennt helstu áherslur indverskra foreldra sem leitast við að tryggja framtíð barna sinna; þetta eru líka efstu starfsval nemenda.
Könnun National Association of Software and Service Companies (NASSCOM) sem gerð var árið 2019 leiddi í ljós að Indland framleiðir um 1,5 milljónir útskriftarnema í verkfræði árlega. Þar af fá aðeins 250.000 vinnu. Og sama á við miklu fleiri störf, eða svo til öll störf. Hvað gerir Indland með yfir 1,4 milljarða manna og störfum mun bara fækka í fjórðu iðnbyltingunni? Það virðist stefna í stórt slys framundan.
Gervigreindin mun hafa mikil áhrif á flest störf. Hátækni sem og verkamannastörf.
Humanoid robots munu fylla í skörð verkamanna og gervigreind fyllir störf hámenntaðs vinnuafls.
Það mætti yfirfæra þetta yfir á Kína líka og flest ríki heimsins.
En....í Kína fer fólk fækkandi og er talið að Kínverjar verði um 700 milljónir 2030, miðað við 1,4 milljarður í dag. Þannig að Kínverjar standa ekki í sama vanda og Indverjar með of mikin mannfjölda.
Þjóðir heimsins þurfa að hafa í huga að allt að milljarður starfa glatast fyrir 2030 og ólíkt fyrri iðnbyltingum, þá verða engin ný störf í staðinn.
Ísland ætti að hafa þetta í huga líka. En eins og er þá eru ferðamannastörfin mannaflsfrek. En þau eru líka láglaunastörf sem gefa litla innkomu fyrir þjóðarbúið.
Hátekjustörfin verða unnin af róbótum og gervigreind í framtíðinni og er nú þegar byrjað. Þarna verður mesta verðmætasköpunin, t.d. Að búa til micro chips og margt fleira.
Ísland verður að fara hugsa um að breyta áherslur í atvinnugreinum.
Fjölga þeim og sækja á fleiri svið, sérstaklega þar sem verðmætasköpunin er mest.
Og hvar standa Íslendingar vel? ORKAN OKKAR...
Jú, við erum að nýta brot af okkar orku. Það þarf að virkja meira. Og gleymum ekki thoríum orkunni sem nóg er til í Grænlandi og við getum léttilega notað í thoríum kjarnorkuver (fullkomnlega örugg). Ég skrifaði grein um það annarsstaðar.
Fjórða iðnbyltingin byggist á orku ..án orku er ekkert blómlegt atvinnulíf.
Við þurfum því að kjósa flokka sem vilja virkja meira og minnka reglugerðarfarganið með virkjanaleyfisveitingar...