Timburmenni á fullveldisdegi okkar
1.12.2024 | 10:40
Til hamingju með fullveldisdaginn okkar, kæru landsmenn.
En....kannski ekki svo ánægjulegur? Því við erum komin í fullveldisbaráttu aftur.
Það eru jú ESB ríkisstjórn í uppsiglingu. Viðreisn og Samfylking unnu glæsta sigra og ráða næstu ríkisstjórn. Sigmundur hitti naglann á höfuðið í leiðtogaviðræðum RUV í nótt og varaði við ESB ríkisstjórn. Viðreisn, Samfylking og Flokkur fólksins döðruðu grimmt, og Inga Sæland var fljót að segja að hún sé til í ESB ríkisstjórn, bara ef það væri sett þjóðaratkvæðagreiðsla um inngöngu. Ætlar að skýla sig á bakvið þá afsökun.
Hún hefði mátt segja okkur í kosningabaráttunni að hún hefði verið tilbúinn að vinna að inngöngu að ESB. Simmi gaf lítið fyrir að Inga Sæland væri að skýla sig á bak við þjóðaratkvæðagreiðslu.
Núna vaknar þjóðin grútþunn á fullveldisdagi okkar og það er ansi kaldhæðnislegt að við séum að sjá mögulega að fá ESB ríkistjórn yfir okkur á fullveldisdegi okkar.
Annað helsta var að Miðflokkurinn vann glæstan sigur og bætti við sig 5 þingsætum og er orðinn 8 manna þingflokkur.
Síðann er það öfga vinstrið, VG, Sósíalistaflokkur Íslands og Píratar.
Þjóðin hafnaði Karl Marx efnahagsstefnu og Ný Marxisma. Og eru þessir flokkar ekki á þingi. Og líklega eru þeir horfnir að eilífðu.
Stóru tíðindin eru afhroð Sjálfstæðisflokksins, Töpuðu 3 þingmenn og eru aðeins 13 þingmenn og þar með hefur flokkurinn lítið vægi í ríkisstjórnarmyndun.
BB talaði um varnarsigur, en í raun er þetta afhroð. Flokkurinn fór of langt til vinstri síðustu árin og hlustaði ekki á grasrótina, með orkupakkana, Bókun 35, galopin landamæri, ráku rússneska sendiherrann úr landi og milljarðar streyma til Úkraínu, sem líklegast enda í vopnakaupum.
Núna verður flokkurinn líklega í endurskoða sjálfan sig og mun hafa tíma til þess næstu fjögur árin í stjórnarandstöðu. Sleikja sárin. Flokkurinn gleymdi grunngildum flokksins og afhverju hann var stofnaður. Hvað segir sjálft nafnið? SJÁLSTÆÐISFLOKKUR...
Það er uppgjör framundan næsta febrúar á landsfundinum og möguleiki að nýr formaður verði kosin.
Miðflokkurinn vann góðann sigur, og mun verða sterkt leiðandi hægri í stjórnarandstöðu og mun vinna næstu kosningar.
Því fólkið með timburmennina, mun uppgötva að sósíaldemokrata stefna þýðir skattahækkanir, græningjaskattar, skuldasöfnun og forsjárhyggja.
Við erum komin með sömu flokka og stjórna Reykjavíkurborg.
Guð blessi Ísland