Trump hótar BRICS ríkjum
2.12.2024 | 09:56
Það er mikil af-dollaravæðing hafin hjá BRICS ríkjum undir forystu Rússa.
Þeim var hent út úr SWIFT kerfinu og fengu mestu viðskiptaþvinganir í sögu mannkyns. En Rússar gáfu bara í með BRICS samstarfið og bíða tugi ríkja eftir að komast inn í þetta nýja viðskiptasamband, sem er með eigin gjaldmiðil, greiðslukerfi og lánastofnun fyrir aðilarþjóðirnar. Ætlunin er að byrja að nota eigin rafræna mynt og einnig að nota við heimagjaldmiðla í viðskiptum sín á milli.
Donald Trump hefur nú hótað að setja 100% tolla á BRICS-ríkin ef BRICS nota ekki Bandaríkjadollar í viðskiptum sín á milli.
"The idea that the BRICS Countries are trying to move away from the Dollar while we stand by and watch is OVER," skrifaði Donald Trump í færslu á samfélagsmiðlum á laugardag þar sem hann útlistaði áætlanir sínar um að endurreisa forgang Bandaríkjanna í alþjóðlegum efnahagsmálum.
"We require a commitment from these Countries that they will neither create a new BRICS Currency, nor back any other Currency to replace the mighty US Dollar, or they will face 100% Tariffs, and should expect to say goodbye to selling into the wonderful US Economy. They can go find another 'sucker!' There is no chance that the BRICS will replace the US Dollar in International Trade, and any Country that tries should wave goodbye to America,"
varaði Trump við. Trump hefur nú þegar hótað svo til flestum löndum tollahækkanir, líka ESB og vinaþjóðum í Asíu.America first stefnan....
Að fást við BRICS verður hinsvegar ekki auðvelt, en það samanstendur af 35% af efnahagslífi heimsins og yfir 40% af íbúum jarðar. Með Rússa, Kína, Indland og Brasílíu í fararbroti.
Bandaríkin eru mjög háð BRICS efnahagslega og Trump, nýkjörinn forseti, ætti að hugsa sig um, ef hann telur sig geta hótað og þvingað sambandið til undirgefni, sagði gamli breski hagfræðingurinn og stofnandi Global Justice Movement, Rodney Shakespeare.
"Trump heldur að hann geti fengist við BRICS land hvert fyrir sig, en þetta mun valda því að BRICS bregst við sameiginlega og þá snýst staðan um hver hefur meiri heildarviðskipti, íbúafjölda og auðlindir? útskýrði Shakespeare, sem kennir nú sem gestafræðimaður við Trisakti háskólann í Indónesíu.
Hvernig myndi viðskiptastríð Bandaríkjanna og BRICS líta út?
Viðskiptahalli Bandaríkjanna við BRICS-ríkin er tæplega 433,5 milljarðar dala. Ekkert af BRICS-samstarfslöndunum og umsækjendum um aðild (yfir 50 lönd alls) eru með mikinn viðskiptahalla við Bandaríkin, á meðan nokkur státa af miklum afgangi.
Bandaríkin treystir á BRICS með fjölda vara, sbr. fjölbreytt úrval af vörum, allt frá heimilisvörum, vélum og rafmagnsbúnaði til lyfja og lækningatækja, orku, kemískra efna og sjaldgæfra jarðefna, þar sem BRICS stendur fyrir á milli 40%-70% af framleiðslu heimsins. Til samanburðar má nefna að helstu útflutningsvörur Bandaríkjanna (vopn, jarðolía, matvæli og bifreiðar) eru mikið til BRICS-landa.
Þjónusta og hugverkaréttur sem nam 1,1 trilljarða dala í útflutningi Bandaríkjanna árið 2023 og innihélt hluti eins og sérleyfi, hönnun, stjórnun, ráðgjöf, fjármála- og ráðgjafaþjónustu, einkaleyfi, vörumerki, hugbúnað og list, eru náttúrulegar vörur sem BRICS-hópurinn gæti smám saman skipt út með innlendum valkostum ef Bandaríkin myndu skyndilega hverfa af alþjóðlegum markaði af einhverjum ástæðum, alveg eins og Rússar hafa gert, en þeir eru svo til engum viðskiptum við Bandaríkin lengur og þurfa ekkert á þeim að halda.
Sem raunverulegur varagjaldmiðill heimsins hefur dollarinn sjálfur lengi verið stór hluti af útflutningi Bandaríkjanna, erlend lönd eiga um 7,6 trilljarða dala í bandarískum ríkisskuldabréfum og dollar er um 54% af alþjóðlegum viðskiptum (þó í viðskiptum BRICS til BRICS 65% af viðskiptum er nú gert upp í heima gjaldmiðlum).
Allt þetta þýðir að ef Trump gefur grænt ljós á 100% tolla á BRICS-bandalagið, myndu verða miklar hækkanir á [verði] innfluttra neytendavara frá Bandaríkjunum, sagði Dr. Shakespeare.
"Trump vonar að bandarískur iðnaður muni framleiða sömu vörur með ódýrari kostnaði. Það gæti gerst nema róbótavæðingunni" Eflaust hefur Trump og Elon Musk farið yfir þetta saman.
Það sem ég held persónulega, er að Bandaríkin sem ásamt Rússlandi, einu löndin í heiminum með allt innan landamæra sinna og geta verið sjálfstæð efnahagsheild.
Muni fara í stríð við BRICS. Munu þó byrja á Kína.
Eins og Rússar þá gætu Bandaríkjamenn framleitt allt sjálfir og hafa allt innan landamæra sinna.
Við erum í kafi í Fjórðu iðnbyltingunni, með gervigreind, sjálfvirkum verkmiðjum og róbótum. Þannig að Bandaríkin geta lokað sig af, en samt haft allt til alls.
Rússar kappkosta t.d. Núna að framleiða svo til hverja einustu vöru heima, meira að segja nýja farþegaflugvélin er með 100% rússneskum varahlutum.
Viðskiptastríðið skellur á, fyrst við Kína og síðann breiðist þetta til BRICS ríkjanna.
Stóra spurningin er hvernig Bandaríkin muni koma fram við bandamenn sína í Evrópu, Mexíkó, Kanada, Ástrali, Japani og Koreu?
En ég hef á tilfinningunni að Elon Musk sem er núna Skilvirknisráðherra hjá Trump hafi ákveðna á sýn hvernig viðskiptastríðið muni fara fram.
Ég spái hinsvegar jafntefli...
Og Ísland á að koma sér út úr EES, einbeita sér að koma á vinsamlegum samskiptum við Rússa og BRICS ríkin og græða á öllu saman.