Helför Þjóðverja
3.12.2024 | 18:22
It may be dangerous to be America´s enemy, but to be America friend is fatal. Sagði Henry Kissenger fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna á sínum tíma.
Og það hafa Þjóðverjar svo sannarlega fengið að kenna á.
Í fyrsta lagi, þá er Þýskaland ennþá hernumið, síðan 1945 eða 79 ár.
Það telst vera nokkuð langur tími. Og með því að hafa Bandarískan her í Þýskalandi, þá hefur það haft mikil áhrif á innanlandsstjórnmál. Þjóðverjar láta aðra þjóð sjá um varnir sínar og eru þar með afar háðir Bandaríkjunum.
Samveran með Bandaríkjamönnum er einn hildarleikur.
Allir vita að Bandaríkjamenn sprengdu Nordstream gasleiðsluna, en hún var í eigu Þjóðverja og Rússa. Það verður að teljast ansi gróft að ein Nato þjóð sé að ráðast á innviði annarrar Nato þjóðar. Veikgeðja leiðtogar demokratastjórnarinnar í Þýskalandi líta blinda auganu á staðreyndir.
Markmið Bandaríkjamanna er einfalt og skýrt.
Keep the Germans down and the Russians out in Europe.
Það hefur alltaf verið mikill þyrnir í augum Bandaríkjamanna, að Rússar og Þjóðverjar hafa áratugum saman unnið saman efnahagslega og báðir grætt mikið af samstarfinu.
Það er í gegnum ódýra Rússneska orku, sem Þýska efnahagsundrið varð til.
Og í staðinn fluttu Þjóðverjar, iðnaðarvörur í stórum stíl til Rússlands, og Mercedes Benz opnaði meira að segja bílaverksmiðju utan við Moskvu.
Áður en Nordstream gasleiðslan var sprengd upp, höfðu bæði Trump og Biden hótanir gagnvart uppbyggingu gasleiðslunnar.
Vitandi að staða þeirra myndi veikjast í Evrópu.
Bandaríkjamenn þola enga samkeppni og vilja stjórna Evrópu og þeir gera það.
Evrópuþjóðir hlýða Washington stefnunni í algjörri blindni.
Alveg sama hve slæm sú stefna er, fyrir Evrópska hagsmuni.
Úkraínustríðið er klárlega staðgengilsstríð Bandaríkjanna gagnvart Rússum.
Og USA beitir Evrópu sem stuðpúða. Evrópuleiðtogar hafa lokað á rússneska orku og tapað gríðarlegum stórum Rússlandsmarkaði fyrir vörur sínar.
Og það hefur gríðarleg áhrif á Evrópskan efnahag.
Svo slæman að Evrópa er í kreppu, með núll til mínus hagvöxt.
Þeim vantar einfaldlega ódýra rússneska orku.
Fáránleg stefna Washington, að gera Úkraínu að Nato ríki þjónar engum tilgangi, annað en að ögra Rússum sem óttast um öryggi sitt og það ekki að ástæðulausu. Og þetta er aðalástæða þess að það er stríð í Úkraínu. Nato útþensla og sennilega vilja Vesturlönd einnig náttúruauðlindir Úkraínu.
Þar sem búið að loka fyrir ódýra rússneska orku, þurfa Þjóðverjar að kaupa 8x dýrara LNG gas í staðinn fyrir þrælódýrt pípugas. Og hvar haldið þið að Þjóðverjar þurfi að kaupa LNG gasið? Jú frá Bandaríkjunum, sem græða tá og fingri á óförum Þjóðverja.
Núna er Þýskaland í afar djúpum dal. Það er af-iðnvæðing í gangi, þýskur iðnaður er ekki samkeppnisfær lengur út af dýrri Bandarískri orku.
Þetta veldur því að fjölda Þýskra iðnfyrirtækja eru að segja upp tugþúsunum starsmanna og loka verksmiðjum.
Og....flytja starfsemina úr landi. Og hvert haldið þið að Þýsku fyrirtækin opni nýjar verksmiðjur? Jú í Bandaríkjunum.
Ofan á þessa arfaslöppu ríkisstjórn Olaf Scholz, þá hafði græningjaflokkur krafist þess að Þýskaland lokuðu kjarnorkuverum sínum.
Og þar með var dauðadómurinn yfir Þýskum iðnaði verið kveðinn upp.
Græningaflokkar Evrópu eru ansi skaðlegir í samstarfi, en við sáum það hérna á Íslandi, að VG vildi ekki virkja og Ísland er komið í orkuskort.
Maður horfir á forundran yfir hvernig Þjóðverjar láta Bandaríkjamenn fara með sig.
Það er engin töggur lengur í þessu fyrrum stórveldi Evrópu.
Og....síðan koma enn verri fréttir.........
Jú, Trump er að fara í viðskiptastríð við Evrópu og þar með Þýskaland.
En hann hyggst loka Bandaríska markaðinum fyrir innflutningi frá Asíu, Mexíkó, Kanada og Evrópu með ofurtollum og hann vill America first.
Þjóðverjar eru nú þegar að missa Kína markað, en Brussel embættismennirnir eru komnir í viðskiptastríð við Kínverja, sérstaklega með rafbíla og Kínverjar svara fyrir sig með að tolla á móti og hafa hætt við fjárfestingar í Þýskalandi.
Og hver vill fjárfesta í Þýskalandi með eitt hæsta orkuverð í heiminum?
Kannski verður það gæfa Þjóðverja ef Bandaríkin fara í viðskiptastríð við Evrópu?
Þá geta kannski Þjóðverjar fengið manndóm í sig aftur og komist undan ofurvaldi Washington? Og kannski sjá Þjóðverjar hve skaðlegur bandamaður Bandaríkin eru og taki upp betri samskipti við Rússa aftur. Enda var samstarf þeirra beggja báðum í hag. Og Putin hefur margoft lýst yfir vilja til samstarf við Berlín, þrátt fyrir alla peninga og vopnasendingar til Úkraínu.
Saman voru Þjóðverjar og Rússar sterkar.