Damakus fallin og Rússar yfirgefa Sýrland
8.12.2024 | 00:49
Núna eru fréttir um miðnætti að uppreisnarmenn séu búnir að hernema Damakus.
Það kom mér á óvart hve hratt Assad stjórnin féll, eftir svo langt stríð, eða frá 2011. Tyrkir eru að nýta sér tækifærið á meðann Rússar eru uppteknir í Úkraínu og ýta Assad frá völdum en það eru Tyrkir sem eru að ýta hryðjuverkamönnum til Damakus.
Damakus er svo til fallinn skv. síðustu fréttum. Atburðarásin er svo hröð, að Rússar ná ekki einu sinni að veita Tyrkjum tiltal.
Sovétríkin stofnuðu aðstöðu í Tartus á tímum kalda stríðsins í samræmi við samning Sovétríkjanna og Sýrlendinga sem gerður var árið 1971, með það fyrir augum að styðja við 5. sveit sovéska sjóhersins á Miðjarðarhafi, sem Sovétmenn litu á sem mótvægi við sjötta sveit Bandaríkjanna. Floti með höfuðstöðvar á Ítalíu (þá í Gaeta).
Þann 18. janúar 2017 undirrituðu Rússar og Sýrland samning, sem tók gildi þegar í stað, þar sem Rússum yrði heimilt að stækka og nota flotaaðstöðuna í Tartus í 49 ár án endurgjalds og njóta fullvalda lögsögu yfir herstöðinni. Sáttmálinn gerir Rússlandi kleift að halda allt að 11 skipum í Tartus. Bæði Tartus og Khmeimim eru í nágrenni við hvora aðra, við Miðjarðarhaf strönd Sýrlands.
Nýjasta er að Rússar eru að yfirgefa Sýrland. Gervihnattamyndir sýnir rússnesk skip hafa yfirgefið svæðið. Og Rússar sendu risaflugvélar til að ná í þung hergögn eins og skriðdreka og fleira. Rússar missa heraðstöðu sína við Miðjarðarhaf, varanlega. En þessi herafli, mun nýtast í Úkraínustríðinu.
Íranir eru flúnir frá Sýrlandi. Sömdu við við uppreisnarmenn að ef þeir fengju að fara úr landi óáreittir, þá myndu þeir ekki senda inn hermenn eða gera frekar. Dagar Bashar Assad eru úti og yfir 5 áratuga völd Assad ættarinnar lokið..
Assad flúði með flugvél á síðustu stundu. Líklega áti hann að fara til Rússlands, en þegar flugvélin var yfir Homs, þá tók hún U-beyju og hrapaði. Nýjasti orðrómur er að Assad flugvél hafi hrapað og Assad gæti verið látinn.
Uppreisnarmenn segjast hafa skotið niður flugvél Assad, gæti verið að þeir hafi komist yfir loftvarnakerfi stjórnvalda.
Uppfært, Assad er á lífi og er að leita sér að stað fyrir pólítískt hæli, flugvélin sem hrapaði var herflutningavél og Assad ekki í henni, heldur í einkaþotu.
Tímabil óvissu er framundann. Tyrkneska dagblaðið Sabah, sem styður ríkisstjórnina, hefur lýst fimm sviðsmyndum um þróun sýrlenska ástandsins:
- Stofnun sýrlenska alþýðulýðveldisins sem bandalag stjórnarandstöðunnar með ýmsum fylkingum og hugmyndafræðilegum ágreiningi
- ¸Tilkoma Íslamska lýðveldisins Sýrlands, þar sem fulltrúar Hayat Tahrir al-Sham (hryðjuverkasamtaka, sem áður hétu Jabhat al-Nusra, bönnuð í Rússlandi) munu mynda burðarásina
-Stofnun and-sjítaríkis undir stjórn Ísraels
- Stofnun Sambandslýðveldisins Sýrlands undir forystu Bandaríkjamanna.
- Fimmta atburðarás þróunarinnar í Sýrlandi felur í sér klofning landsins og upplausn.
Ísraelar komu sér fyrir á svæði Sameinuðu þjóðanna í Golan hæðunum, eftir að uppreisnarmenn skutu á hermenn Sameinuðu þjóðana, sem aftur á móti óskuðu eftir aðstoð Ísraela. Golan hæðir eru um 1800 ferklíómetrar og þar af hafa Ísraelar innlimað 1200 og afgangurinn af 1800, eða um 600 skiptist helming í svæði UN og helming Sýrlenska hersins. Þessir 600 ferkílómetrar voru mannlausir eftir Yom Kippur stríðið 1973.
Sá aðili sem tapaði mest voru Íranir. Vopnasendingar til Hamas í Gaza og Hebollah í Lebanon eru úti. Enda hata uppreisnarmenn (Sunnítar) Shíta.
Hamas og Hezbollah eru endalega búnir að vera án sendinga og landtengingar við Írani, sem fóru í gegnum Sýrland. Íranir sem hafa kynt undir ófrið í Miðausturlöndum hafa misst staðgengilsheri sína. Aðeins Hútar í Yemen eftir og líklega munu Bandaríkjamenn snúa sér að þeim og einangra þá frá Íran. Valdabrölt Írana er að lokum. Og Iranir, mega búast við að Bandaríkjamenn og Ísraelar snúi sér að þeim. Það er panik í gangi núna hjá Klerkastjórninni. Enda gæti Íran endað eins og Sýrland.Nýjasta er að Tyrkneski herinn fór yfir landamærin og ætlar sér að ráðast á Kúrda í austurhlutanum. Kúrdar eru að vopnvæða sig og geta veitt Tyrkjum harða mótspyrnu. En Kúrdar eru undir verndarvæng Bandaríkjamanna sem flækir málin enn frekar.
Ég spái að Sýrland leysist upp í 4-5 einingar og sjálfstæð ríki.
Heimildir:
https://www.youtube.com/watch?v=XvCFwszFivs