Stefán Einar Stefánsson sem nýr formaður Sjálfsstæðiflokksins
6.1.2025 | 13:27
Það voru fréttir núna að Bjarni Ben. ætlar ekki að bjóða sig til formanns.
Það er ljóst að XD galt afhroð í síðustu kosningum. Formaður talar um varnarsigur...Harðir Sjálfstæðismenn hafa flúið flokkinn í stríðum straumum.
Steingeld forysta sem hefur fyrir löngu síðann hætt að hlusta á grasrótina og gömlu góðu gildi Sjálfsstæðiflokksins
Galopin landamæri, orkupakkarnir, Bókun 35, ónýt utanríkisstefna, eru allt gegn Íslenskum hagsmunum.
Flokksmenn hafa mótmælt, en ekki verið hlustað á þá.
Hvað gerist þá? Jú, menn gefast upp á flokknum.
Versta útkoma Sjálfsstæðisflokksins frá upphafi er staðreynd.
Það á að vera landsfundur í næsta mánuði, en talað er um að fresta honum.
Afhverju?
Kosningakerfi landsfundar virðist ekki vera að virka. Mikill klíkuskapur og erfitt er að koma að fersku fólki og hæfileikaríku.
Kjósendur kusu í burtu núverandi forystu. Það er nokkuð ljóst, en samt á að halda í hana.
Þegar litið er yfir þingmenn flokksins og hvað þeir hafa staðið fyrir.
Þá er auðskilið afhverju það varð fylgishrun. Kjósendur höfnuðu núverandi forystu.
Stórt vandamál flokksins er að fá ferska vinda, þegar ég tala um ferska vinda, þá er ég að tala um eitthvað glænýtt.
T.d. Nýjann formann. Þegar litið er yfir hvað er í boði, þá er ljóst að það er skortur á hæfileikaríku fólki.
Nýjasta nafnið sem hefur komið upp hjá DV var Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður.
Sem er í raun snilldarhugmynd. Því hann er vel þekktur fjölmiðlamaður og afar beittur. Hugmyndir hans eru akkúrat í anda gamla góða Sjálfstæðisflokksins.
Ég er nokkuð viss um að fyrrum kjósendur Sjálfsstæðisflokksins, myndu snúa til baka með hann sem formann.
Ef ekki verður stokkað upp á forystuna, þá er ljóst að flokkurinn getur farið enn lengra niður í næstu kosningum. Lengi getur vont versnað.
Heimildir:
https://www.facebook.com/photo?fbid=1170140221149711&set=a.467481258082281
https://www.dv.is/eyjan/2024/12/31/segir-stefan-einar-besta-valid-formannsstol-sjalfstaedisflokksins-eg-myndi-setja-allan-peninginn-minn-undir/?fbclid=IwY2xjawHjn3tleHRuA2FlbQIxMQABHebO1wgYrVHu_E63L6aJGGwW41RPXuAAr7fPuU_-WzneBjnpCak8JhVj7A_aem_7U8AIO2VTqC0_mjx-bWwhA