Nato gæti liðast í sundur

 Trump er önnum kafinn þessa dagana í innkaupaleiðangri að kaupa lönd eins og Grænland og innlima Panamaskurð og gera Kanada að 51 ríkinu.

En hann er líka að hræra í Evrópubúum.

Núna er hann krefjast af Nato meðlimum að borga 5% af vergri landsframleiðslu í varnarmál.

Ímyndið ykkur að Ísland sé að eyða 5% af fjárlögum í herbrölt....

Glæsilegt...og enginn möguleiki að Evrópa í kreppu hafi efni á 5%.

Annað hvort verður Bandaríkjamönnum hent út úr Nato, eða Trump gerir það sjálfur. Það er eins og hann sé að sprengja upp sambandið. Rússar horfa pollrólegir upp á ....

Hvenær ætla Evrópubúar að gera sér grein fyrir, bestu varnir Evrópu er að vinna með Rússum, ekki stigmagna ófrið við þá. Einangra með því að stela 300 milljarða varasjóð þeirra og fjármagna stríð gegn þeim.

Nato útþenslan í austur Evrópu sem var kortlögð af Bandaríkjamönnum, endaði í Úkraínustríði.

Rússland er Evrópskt land, með Evrópska menningu, Pólverjar og aðrar Slavneskar þjóðir skilja margt í Rússnesku og siðir svipaðir.

Nálægð Rússlands og Evrópu skiptir máli. Rússar hafa lengi dreymt um að vera í nánu sambandi við Evrópu, og sáu möguleika á því eftir fall Sovétríkjanna 1991.

Og allt leit út fyrir að það tækist, meira að segja hugmyndir um að Rússland yrði Nato meðlimur.

En auðvitað vildi Bandaríkin það ekki. Það vill stjórna og drottna heiminum og er ekkert sérstaklega vel við Multi-polar heim.

Núna hefur Rússum veri ýtt í fangið á Kínverjum og Evrópa situr líklega eitt og yfirgefið, með misheppnaða stefnu ESB gagnvart Rússlandi.

Nato hefur bara haft einn tilgang.... þjóna Bandarískum hagsmunum og heimvaldastefnu.

Evrópa hefur verið í hlutverki leppríkja. Hvenær ætla Evrópubúar að skilja einfalda hluti?

Núna í dag var Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherra Frakklands, að hóta Trump, af Bandaríkin tækju Grænland með valdi, þá væri Evrópuþjóðum að mæta.

Kannski er kominn tími að Evrópa brjóti Bandarísku hlekkina af sér?

Þýskland er t.d. Ennþá hernumin með Bandarískum herstöðvum síðan lok Seinni Heimstyrjaldar

 

Núna er tækifæri eftir stríðið að laga samskipti við Rússa. Ungverjar og Slóvakar eru þegar byrjaðir ásamt Serbum

Hvað um Ísland? Miklir hagsmunir í húfi....enda Rússar forystuþjóð í BRICS.

Heimildir:

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/01/08/munu_ekki_leyfa_arasir_a_adildarriki/

 

 


« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband