Grænlendingar vilja verða Bandaríkjamenn

 Um 57,3% íbúa Grænlands styðja tillögu Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, um að gera eyjuna að bandarísku yfirráðasvæði, samkvæmt nýrri könnun.

Fjöldi þeirra sem hafna tillögu Trumps er 37,4%, en 5,3% eru óákveðin, sagði bandaríska rannsóknarfyrirtækið Patriot Polling á mánudag.

Samkvæmt Patriot Polling náði könnunin til 416 svarenda á Grænlandi og var gerð á tímabilinu 6. til 11. janúar á meðan Donald Trump Jr., sonur kjörins forseta, var í heimsókn í dönsku sjálfstjórnarsvæðinu. Þetta lítt þekkta fyrirtæki hafði aldrei áður gert skoðanakönnun utan Bandaríkjanna.

Athugið að á Grænlandi búa aðeins 56.000 manns og 416 er því há tala.

Vel getur að talan myndi hækka enn frekar ef Trump færi að lofa ýmsum gæðum til Grænlendinga.

Kannski gæti Grænland verið í ríkjasambandi eins og Puerto Rico er við Bandríkin?

En eitt er víst að Grænland er gríðarlega auðugt af náttúruauðævum og mun mikilvægari en Puerto Rico.

Grænland er rúmlega 2.2 milljónir ferkílómetra, það er of stórt fyrir 56 þúsund að halda úti innviðum á borð við menntun, landhelgisgæslu og heilsugæslu.

Hvort sem Bandaríkjamenn fá yfirráð yfir Grænland eða ekki, þá vilja Bandaríkjamenn fá aðstöðu á Grænlandi, t.d. Fyrir námuvinnslu, herflugvelli og aðgangi að Norðurpól. Og halda Kínverjum frá Grænlandi. En Bandaríkjamenn hafa stöðvað Kínversk fyrirtæki að koma sér fyrir á Grænlandi.

Rússar virðast lítinn áhuga á Grænlandi, enda með svo til alla norðurslóð við landamæri sín og hafa ógrynni af náttúruauðævum.

Hvernig skyldi það vera að hafa Bandaríkjamenn sem nágranna?

Við fáum ólöglega hælisleitendur sem vilja fara yfir sundið til Grænlands? Svona eins og Kanada og Mexíkó er notað í dag?

Eitt er víst, að Bandaríkjamenn missa algjörlega áhuga á Nato herstöðinni á Miðnesheiði. Og Ísland missir vægi hernaðarlega séð fyrir Nato.

Hægt er að gera kafbátaleitir frá Grænlandi, í staðinn fyrir Ísland.

Síðann er stóra spurningin hvað verður um Nato?

 Ég tel það næsta víst, að Trump muni gera alvöru að bjóða Grænlendingum inn í Bandaríkin. Og það myndi styrkja arfleið hans sem forseta....

Hvað ætli að Trump bjóði Grænlendingum fyrir að gerast hluti af Bandaríkjunum?. Hefur einhver kannað það?

 

Heimildir:

https://www.rt.com/news/610812-greenland-trump-us-denmark/

 

 


« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband