Næstu skref, Rússland, ESB og USA
16.1.2025 | 12:22
Það er mikil móðursýki í gangi í Evrópu, í ljósi þess að Úkraína er að hrynja og Trump er að setjast á valdastól.
Og Evrópa ætti að hafa áhyggjur, það er annað stríð að taka yfir Úkraínu. Trump boðar nefnilega viðskiptastríð við flest ríki heimsins og þar á meðal ESB. Það er ekki gott að vera þjóð í ESB í dag, þar sem efnahagur ESB er að hrynja líka. Íslenskir fjölmiðlar þegja fréttir um stöðu ESB....afhverju skyldi það vera? ESB sinnar?
Máttleysi ESB er svo mikið að Rússar ætla ekki að ræða við ESB um framtíð Úkrínu og þar með austurhluta Evrópu, hvorki við Zelensky eða ESB. Nikolai Patrushev úr öryggisráði Rússlands gaf þá yfirlýsingu út. ESB hefur lítið vægi hernaðarlega séð og bráðum efnahagslega líka.
Rússar ætla aðeins ræða við Trump og jafnvel Trump hefur afar veika samningastöðu, hann veit það 100%. Hann tekur við gjaldþrota búi Biden í utanríkismálum.
Það er ekki hægt að þvinga Rússa efnahagslega, þeir eru löngu búnir að aftengja sig Vestrrænu fjármálakerfi.
Það er ekki hægt að ráðast inn í Rússland, sem gæti eytt bæði Bandaríkjunum og Evrópu og eru með stærsta kjarnorkuvopnabúr í heimi. Þeir eru með hyper sonic eldflaugar sem ekki er hægt að stöðva, þannig að þeir myndu vinnu kjarnorkustyrjöld ef hún kæmi upp.
Rússar eru búnir að vinna Úkraínustríðið og aðeins frágangur er framundann.
ESB verður fljótt að gleyma Úkraínu, enda er sambandið í gríðarlegri kreppu. Og þarf að fara um hugsa um bjarga álfunni og undirbúa viðskiptastríð við Bandaríkin. Stóru ríkin, Frakkland, Bretland, Þýskaland og fleiri ríki eru hreinlega í af iðnvæðingu, sökum orkuskorts og hás orkuverðs.
Illa gefnir ókosnir embættismenn í Brussel hafa koma komið Evrópu í þessa hrikalega stöðu. Allt í nafni rétttrúnaðarstefnu, með orku, ósannaða loftlagsvá og Rússafóbíu. Núna eru Svíar og fleiri þjóðir að ala á Rússaótta, til að réttlæta að þeir afsöluðu 200 ára farsælt hlutleysi og eru núna kjarnorkuskotmark.
Kínverjar bíða með 1 trilljarð USD til að grípa til þegar viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína byrjar.
Rússar eru ónæmir öllum kreppum. Eru með svo til engar erlendar skuldir og þeir vilja fá 300 milljarða sína til baka. Það verður aldrei samið um endalok Úkraínustríðsins án þess að þeir fái féð sitt til baka.
Það er afar snúin staða sem bíður Trump, þegar hann tekur við embætti eftir fjóra daga. Úkraínustríðið er að trufla komandi viðskiptastríð og Trump lætur kannski Úkraínu róa sína leið. Enda hefur Trump sagt að útþensla Nato að landamærum Rússlands, hafi verið farið fyrir rauð strik Rússa.
ESB og USA eru nákvæmlega sama um Úkra, þeir sjá bara Rússa berjast við fyrrum Rússa. Það skýrir afhverju enginn er í afálli yfir að milljón Úkraínskir hermenn hafa fallið.
Heimildir:
https://www.youtube.com/watch?v=xl8Squ4LBH8