Elon Musk ríkasti og valdamesti maður heimisins

 Elon er langríkasti maður í heiminum með 412 milljarða dollara eignir. Hann er gríðarlega afkastamikill í uppfinningum og leiðandi í Fjórðu iðnbyltingunni. Allur hans tími fór í viðskipti og viðskiptamódel. En það er eins og hann hafi fengið leið á viðskiptum, enda búinn að sigra þar sem hann vill sigra. Orðinn ríkasti maður heimsins.

Fyrsta merki um breyttan hugsanahátt var kaup hans á Twitter (X), sem var gegnumsýrður Ný Marxista miðill. Hann keypti Twitter á óeðlilegu háu verði.

Það var ástæða þess að Twitter var selt yfirhöfuð. Ekki 40 milljarða dollara virði.

Eða hvað? Eftir Twitter kaupin, þá fékk Elon Musk sterka rödd og það pólítíska rödd.

Önnur stefnubreyting hjá Elon Musk, var að hann kom fram og studdi Donald Trump í kosningabaráttunni, veitti pening í kosningasjóði og mætti á “rally” hjá Trump.

Elon ætlaði að veðja á réttann hest og gerði það. Því núna er Elon orðin svo til heimilsfastur í villu Trumps í Flórída og hægri hönd hans.

Trump veitti svo Elon yfirráð yfir langmikilvægasta embættið af öllum...SKILVIRKNISRÁÐUNEYTIÐ.

Afhverju segi ég það? Jú, þetta ráðuneyti, mun móta Bandaríkin í heild.

Ráðuneytið á að breyta Bandaríkjunum varanlega. Stokka upp ríkisbáknið og laga alla kerfisgallana. Þeir félagar sækja hugmyndir sínar til Javier Milei Argentínuforseta sem er brautryðjandi.

Í raun er þetta Milton Friedman + Adam Smith hugmyndafræði. Milei hefur gert kraftaverk á einu ári fyrir gjaldþrota Argentínu.

Í gær varaði Elon við gjaldþroti Bandaríkjanna, ef ekki væri breytt um stefnu. Og hann hefur rétt fyrir sér. 36 trilljarða skuldir, 2 trilljarða viðskiptahalli, 1,2 trilljarður í vaxtagjöld og fleira, mun bara þýða eitt....gjaldþrot, ef ekkert er gert.

Enginn þjóð getur keyrt hagkerfi eins og Biden er búinn að reka síðustu fjögur árin

En hvað ætlar Elon Musk að gera ásamt Trump?

Jú, þeir ætla að fara í viðskiptastríð til að takan niður 2 trilljarða viðskiptahalla.

Og þeir ætla láta USA framleiða allt sjálft. Kína hefur svo til tekið yfir flesta framleiðslu í heiminum.

Elon Musk með sín fyrirtæki ætla að AI og róbótavæða Bandaríkin.

Koma Fjórðu iðnbyltingunni af stað svo um munar.

Bandaríkin ásamt Rússum, eru einu þjóðir heimsins sem hafa allt innan sinna landamæra. Málma, orku og landbúnað.

Með Fjórðu iðnbyltingunni, getur Bandaríkin keppt við Kína í framleiðslu.

Rússar eru reyndar með svipaða stefnu, eftir viðskiptaþvinganir, þá er stefnan að framleiða allt innanlands og vera sem minnst háðir öðrum þjóðum.

Þetta er tónninn sem koma skal hjá Bandaríkjamönnum og Rússum

Elon Musk mun örugglega nýta sér að Bandaríkin vilji framleiða allt innanlands.

Og fyrirtæki hans spíta í lófana og græða sem aldrei fyrr.

Elon Musk er ekki bara ríkasti maðurinn, heldur er hann að verða valdamesti maður heimsins.

Held að hann sé orðinn leiður á viðskiptum og vilji núna völd.

Og sem hægri hönd Trump og hann stjórnar SKILVIRKNISRÁÐUNEYTINU, þá er hann kominn með gríðarleg völd.

Ég væri ekki hissa að Elon væri að hugsa lengra fram í framtíðina og ætli sér að verða Bandaríkjaforseti. Hann er reyndar ekki fæddur í Bandaríkjunum og getur því ekki orðið forseti, nema að lögum verði breytt. Barak Hussain Obama, var reyndar spurningamerki hvort hann hafi í raun fæðst í Bandaríkjunum, en hann varð nú samt forseti.

Elon Musk verðandi forseti í framtíðnni? Veit ekki...

Þetta er bara hugboð hjá mér, því allar gjörðir Elon stefna í þá átt.

 


« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband