Slökkt á Tiktok
19.1.2025 | 10:08
Búið að slökkva á Tiktok í Bandaríkjunum. Og þetta á að heita lýðræðisríki með málfrelsi.
Biden var á góðri leið með að gera Bandaríkin að einræðisríki og slökkva á málfrelsinu....Guði sé lof að hann er að fara.
Tiktok bannið er einn angi að atlögu að málfrelsi.
Um 170 milljónir bandarískra notenda veirusamfélagsmiðlaforritsins TikTok stóðu frammi fyrir myrkvun á þjónustunni á laugardaginn, dögum eftir að Hæstiréttur samþykkti ákvörðun sem gæti leitt til landsbundins banns á pallinum.
Á föstudaginn úrskurðaði Hæstiréttur að TikTok þyrfti að losa sig við kínverska móðurfyrirtækið sitt, ByteDance, fyrir sunnudaginn eða sæta banninu.
Seint á laugardag fengu notendur í Bandaríkjunum uppfærslu fyrir TikTok, sem hindrar notkun forritsins og útskýrir bilunina.
Við hörmum að bandarísk lög sem banna TikTok munu taka gildi 19. janúar og neyða okkur til að gera þjónustu okkar óaðgengilega tímabundið, sagði í skilaboðunum. Við erum að vinna að því að endurheimta þjónustu okkar í Bandaríkjunum eins fljótt og auðið er.
TikTok varaði við hugsanlegri stöðvun þjónustu sinnar í yfirlýsingu á fréttastofusíðu sinni á laugardag.
Bandaríkin ásaka Kínverja fyrir að stöðva málfrelsi, en gera það síðan sjálfir.
Zuckerberg viðurkenndi að Biden stjórnin þvingaði hann að ritskoða Facebook, í þágu Demokrata og Djúpríkisins. Fact check deildin var ekkert annað en STASI deild.
Rússneskir fjölmiðlar eru bannaðir á Vesturlöndum. Afhverju? Við megum ekki fá hina hliðina? Afhverju sættum við okkur að slökkt sé á fjölmiðlum og við fáum ekki frelsi til að lesa það sem við viljum? Búa hugleysingjar á Vesturlöndum?
1984 George Orwell er svo sannarlega til staðar í dag.
Núna er Telgram stofnandi í stofufangelsi í Frakklandi...og reynt að þvinga hann til að ritskoða Telegram.
Þetta hafa verið ótrúlegir tímar.
Ljósið í myrkrinu er að Trump ætlar að endurskoða TikTok bannið.