Keith Starmer forsætisráðherra Bretland steig á fætur Trumps
20.1.2025 | 11:28
Fjögur skelfileg ár Bandaríkjanna og hnignun að baki með versta forseta Bandaríkjanna í sögu þessa stjórveldsins. Sem er reyndar, þökk sé Biden, stórveldi sem er að molna í sundur. Trump þarf kraftaverk til rétta USA við. Og hann ætlar að gefa út 100 forsetaskipanir bara í dag.
Það vakti mikla athygli, voru afskipti Breta (Verkamannaflokkurinn) af síðustu kosningabaráttu í Bandaríkjunum.
Keith Starmer er einfaldlega ekkert sérstaklega vel gefin og ótrúlegt að Bretar hafi kosið hann sem leiðtoga. Hann sendi einvala lið til að aðstoða Kamilla Harris gegn Trump í kosningabaráttunni. Mikil mistök!
Og gaf þannig tónin í afskipti af stjórnmálum ríkjanna tveggja.
Auðvitað svarar Trump fyrir sig. Og á meðan Starmer verður við völd, fá Bretar litla aðstoð og verða úti í kuldanum í samskiptum ríkjanna.
Trump og Republicanar vinna náið með Reform UK flokki Nigel Farage eftir að meðlimir Verkamannaflokksins börðust fyrir Kamala Harris, segir heimildarmaður.
Reform UK flokkur Nigel Farage, sem er í skoðanakönnun næststærstur eftir Verkamannaflokknum í Bretlandi, hefur náið samband við teymi [kjörinn forseta Bandaríkjanna, Donald Trump] og viðræður daglega, sagði Daily Mail á sunnudag og vitnaði til heimildamanna.
Hinn ónefndi embættismaður sagði einnig að töluverð gremja væri meðal teymi bandaríska forsetakosninganna vegna Verkamannaflokksins að senda starfsmenn sína til að berjast fyrir [Kamala] Harris í forsetakosningunum.
Könnun í janúar 2025 sýnir að Farage's Reform UK og stjórnarflokkurinn Verkamannaflokkurinn, eru svo til með svipað fylgi eða 25% og 26% fylgi.
Og því lengri tími sem líður, því meira hrynur fylgi Starmers.
Stuðningsmenn Verkamannaflokksins reyndu að grafa undan kosningaframboði Trumps árið 2024 með því að fara til sveifluríkja í Bandaríkjunum til að berjast fyrir Kamala Harris varaforseta.
Samkvæmt Daily Mail hittu aðstoðarmenn Trump í síðustu viku Reform UK meðlimi í einkaklúbbi í London til að ræða hvernig hægt væri að auka möguleika flokksins í kosningum.
Ég spái ekki langri stjórn Starmer, t.d. Var hann viðriðin nauðgunargengja hneykslinu um daginn og reynt var að fá hann til að segja sér. Það mál er ekki lokið. Og hann er að keyra Bretland í enn meiri kreppu.
Nigel Farage, spái ég að verði næsti forsætisráðherra Bretlands.
Íhaldsflokkurinn er eins og Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi, slappir í að velja slappa leiðtoga.
En þvíllíkt dómgreindarleysi af Starmer að hjóla í Trump!
Síðasta föstudag sagði Farage, I actually do believe that we will win the next general election. I do believe I can become the next prime minister. I hope we do so quickly while Trump is still in office.
Næstu kosningar í Bretlandi eru 2029. Þannig að gerist á forsetatíð Trump.
Elon Musk er líka sagður dæla inn peninga í flokk Nigels. Og peningar tala.