Spilað með Evrópubúa

Trump hefur krafist að Nato ríki hækki herútgjöld sín úr 2% af landsframleiðslu og upp í 5%. Sem er óheyrileg tala og óframkvæmileg fyrir ESB í gríðarlegri kreppu. Trump veit þetta ….allir vita þetta.... en hver græðir á auknum herútgjöldum?

Já afhverju haldið þið að Trump vill að Evrópa hækki herútgjöld sín úr 2% og yfir í 5%?

Jú, fyrir hergagnaiðnað Bandaríkjanna, það eru Bandaríkjamenn sem framleiða vopnin og í raun og veru er Trump að sjúga meiri peninga úr Evrópu. Talan 5% er fáránleg í ljósi þess að Evrópa er ekki í stríði og Úkraínustríðið er utan lögsögu Nato og er að ljúka.  Bandaríkin eyðilögðu Nordstream til að gera Þýskaland háð Bandarísku LNG gasi. Ofan á þetta ætlar Trump að setja gríðarlega tolla á Evrópskar vörur. Sem mega ekki við þvi í kreppunni í ESB.

Bandaríkin er ekki bandalagsþjóð, heldur er orðin óvinur Evrópu.

Veikgeðja Evrópskir leiðtogar sjá þetta ekki eða líta blinda auganu á svona einfaldar staðreyndar. Því Evrópa eru leppríki Bandaríkjanna. Það er fyndið að heyra Trump segja að Evrópa sé að misnota Bandaríkin fjárhagslega, þegar það er í raun öfugt.

Hvað getur Evrópa gert til að minnka ofurvald Washington á Evrópu?

Jú, taka upp eðlileg samskipti við Rússa....opna fyrir Rússneska orku og viðskipti og minnka tangarhald Washington á örlög Evrópu. Núna þurfa Evrópuleiðtogar að hætta rétttrúnaðinum og Rússafóbíunni og fara að lifa í raunveruleikanum. Staðreyndin er þessi....Rússland er Evrópuþjóð og á landamæri við Evrópu. Evrópa á ekki landamæri að Bandaríkjunum. Rússneskur efnahagur stóðst af sér allar viðskiptaþvinganir og er hreinlega sterkari fyrir vikið og er mesta hernaðarveldi heimsins og á sama tíma missti Evrópa af ódýrri orku. Og það er samhengi þarna á milli og að Evrópa er í kreppu....engin ódýr Rússnesk orka. Veikgeðja Evrópskir leiðtogar munu verða skipt út hægt og rólega og þá á Evrópa möguleika.

Ofan á þetta er möguleiki að Nato leysist upp og jafnvel ESB líka.

Það gerist ef ekki er breytt um stefnu.



 

 


« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband