Bandaríkin hætta erlendri aðstoð

 Trump hefur fryst erlenda aðstoð í 90 daga, þar á meðal til Úkraínu.Undantekningar eru Ísrael og Egyptaland.Bandaríkin setja þrjú skilyrði fyrir erlenda aðstoð varðandi  “America first” slagorðið.

Í yfirlýsingu nýs utanríkisríkisráðherra Rubio sagði og afsakið enskuna, öll aðstoð þarf að uppfylla þrjú skilyrði:

Does it make America safer?

Does it make America stronger?

Does it make America more prosperous?”

 Í raun og veru eru þetta góðar fréttir fyrir heimsbyggðina, því Bandaríkin hafa verið að skipta sér af innanríkismálum annarra þjóða með peningum. Fjármagnað ýmsa vopnaða hópa og öfl. Til koma hagsmunum “hagsmunum” fram.

Og oft í óþökk þarlendra yfirvalda. Stjórnarbyltingar o.s.frv.

Spurningin hvað lifir Zelensky stjórnin af lengi, án Washington aðstoðar?

Biden passaði sig að dæla eins miklum peningum og hann gat til Kiev á síðustu vikum tímabils síns.

Þannig að Zelensky hefur einhver frest, en ekki langann. Því Úkraína er gjaldþrota.

ESB er það illa statt, að það getur ekki aðstoðað Kiev. Auk þess er andstaða Ungverja og Slóvaka mikil sem hóta að beita neitunarvaldi á frekari aðstoð, eftir að Zelensky lokaði fyrir gasleiðsluna til Evrópu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband