Ísland og Færeyjar myndi ríkjasamband
26.1.2025 | 09:48
Núna er mikið tal um Trump og hann sé að innlima önnur ríki, þar á meðal Grænland, Panama og Kanada.
En hvað um Færeyjar? Ísland og Færeyjar sameinist eða myndi ríkjasamband.
Það mætti setja upp Kantónu fyrirkomulag eins og Sviss er með.
T.d. Vestfirðir ein kantóna, Austurland ein og Færeyjar ein. o.s.frv.
.....tækjum upp sama ríkjasamband (Kantónur) og er í Sviss.
Kantónu fyrirkomulagið er ansi öflugt, t.d. hafa kantónurnar sjálfstæða skattheimtu og sjálfstæð lög sem gilda aðeins fyrir kantónuna. Mikið um beint lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslur. Og þetta er frekar auðvelt í framkvæmd, sérstaklega með Svissneska módelinu, en ég skrifaði grein annarsstaðar hvernig það virkar.
Vestfirðingar eða Færeyingar, gætu t.d. verið með sjálfstæða skattprósentu og lágskatta fyrirkomulag til að laða að erlend fyrirtæki. Fyrirkomulagið myndi líka verða til þess að peningar myndu ekki streyma frá "Kantónunni" Vestfirðir. Þeir sem þekkja Svissnesk módelið, vita hvað ég er að fara.
Færeyingar eru í ríkjasambandi við Danmörku. En þeir eiga miklu miklu meira sameiginlegt með Íslendingum. Ríkjasamband myndi styrkja bæði löndin.
Tala svo til sama málið og landshættir og siðir svo til eins og Færeyjar eru aðeins í 400 km frá suðvestur Íslandi, eða styttra en frá Reykjavík til Raufarhöfn.
Jæja, varð að velta þessu upp, umræðan er hvort eð komin á óvæntar brautir með Trump og útþenslu hans......
Hérna er fjallað um Svissneska módelið:
https://arnarlofts.blog.is/blog/arnarlofts/entry/2281998/
https://arnarlofts.blog.is/blog/arnarlofts/entry/2307449/?preview=1